Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 15

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 15
ÆGIR 37 áttu, eins og hér var fyrri part vetrar. Eg var því tilneyddur að taka þann kost- inn, að fara ekki lengra en til Húsavik- ur, að þessu sinni og beið þar skips- ferðar nokkra daga, með þvi bílar gátu ekki gengið neitt af leiðinm, vegna snjóa. Á Húsavik hélt ég svo fund og átti auk þess samtöl við marga sjómenn og útgerðarmenn. — Þar, eins og annars- staðar voru hugir manna mjög daprir úl af framtíðarhorfum atvinnuveganna, þar sem til annarar handar erstórmikið verðfall framleiðsluvaranna og til hinnar sívaxandi framleiðslukostnaður á flestum sviðum og þess utan, hér um slóðir, að rninnsta kosti, óvenjulega mikil ókyrð og æsingar meðal verkalýðsins, sem ekki verður farið nánara út í hér. í sambandi við þetta, byggja menn nú meiri og sterkari vonir á samtökum, er að einhverju leyti gæti bætt núverandi ástand, og beina huganum þá helzt til félagslegra starfsemi i skjóli Fiskifélags- ins, eða með stuðningi þess, enda kom þetta berlega fram, við undirbúning sið- asta fjórðungsþings í deildunum og eins á sjálfu fjórðungsþinginu, að menn telja afskifti þess af útvegsmálum Norðlend- inga ekki þýðingarlaus. — Þetta sézt baeði af samþykkt þingsins um, að halda almennan fulltrúafund fyrir sjávarútveg- inn í fjórðungnum, og eins af hinu, að félagatal deildanna hefur aukist nokkuð á árinu. — Hin nýkosna fjórðungsstjórn hefur að sjálfsögðu sent, eða sendir með fyrstu ferð Fiskifélaginu skýrslu um at- hafnir fjórðungsþingsins, svo ég sleppi að minnast á þær hér. En ég geri mér talsverðar vonir um árangur af starfi þess sameiginlega fundar útgerðarmanna °g sjómanna, er mér hefur verið falið að boða til og undiibúa, að haldinn verði hér á Akureyri mjög bráðlega. Mun ág á sinum tíma sjá um, að Fiskifélag- inu verði skýrt frá gerðum hans og á- lyktunum, Eg hefi á ferðum mínum hrejTt sjóða- stofnunum fyrir ellihruma sjómenn, eins og siðasta Fiskiþing mælti fyrir, en ekki orðið mikið ágengt enn þá. Ekki svo að skilja, að þeim málaleitunum hafi verið illa tekið. Evert á móti hafa menn látið sér skiljast, að þetta væri gott málefni, og þess vert, að því væri gaumur gefinn, en að hinu leytinu eru þeir tímar, þegar allt er með deyfð og drunga, ekki vel fallnir til þess, að fá menn til að leggja á sig aukaskatta, sem hjá verður komist. Eetta mál er og alveg nýtt, en hvaðeina þess konar krefur sins tíma og ekki skal taka mikið af, um framganginn, þótt seigt gangi í byrjuninni. Þá hefi ég og talað máli slysavarnar- starfseminnar og viðast fengið góðar und- irtektir. Á tveim stöðum, Húsavik og Hrísey var á fiskideildafundum hafinn undirbúningur til sveitaslofnunar í Slysa- varnarfélagi íslands og nefnd manna falið að gangast fyrir benni, svo ég tel vist, að sveitir verði stofnaðar þar um þetta leyti. Til slikra funda þarf að boða allan almenning, en það fellur að litlu einu leyti saman við starfsem Fiskifélagsdeild- anna, sem vitanlega eru fámennar, í samanburði við þann fjölda manna, kvenna og unglinga, sem ætla má, að taka vildu þátt í stuðningi slysavarnar- málsins. Á fundi Fiskilélagsdeildarinnar hér á Ákureyri, var ákveðið að fresta sveitarstofnun þar til erindreki Slysa- varnarfélagsins hr. Jón Bergsveinsson komi hingað, sem upplýst var á fundin- um, að verða mundi mjög bráðlega. Um ásigkomulag útvegarins, i hinum ýmsu veiðistöðvum, hefi ég skrifað í tveim síðustu skýrslum mínum ogtelþví óþarft að endurtaka neitt af því hér, en vil, sem heildarályktun lata i ljós, að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.