Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 21

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 21
ÆGIR 43 »Við undirritaðir, sem fiskideildin Ægir setti í nefnd, til að athuga lagabreytingar Fiskiíélags íslands, sem komu frá milli- þinganefnd, sem Fiskiþingið setti i það mál. Höfum farið yfir þær breytingarog álitum þær yfirleitt til bóta. f*ó álitum við að lagaákvæði um sér- stakan framkvæmdastjóra fyrir Fiskifé- lag Islands, þurfi að athugast vandlega, því okkur virðist að það hljóti að hafa töluvert aukinn stjórnar- og framkvæmda- kostnað í för með sér, og vafasamt hvort það svarar kostnaði. Fótt laun forseta hljóti að lækka mjög mikið, þá má búast við að framkvæmda- stjóri verði maður, sem a. m. k. hefur ekki lægri laun en forseti hefur nú. Oss virðist það vera. nægilega há laun fyrir starfið, og það jafnvel, þó að hann ferðaðist um veiðistöðvarnar í Sunnlend- ingafjórðungi, án þess að fá sérstaklega greiddan ferðakostnað, þvi oss sýnist miða að því, að flest slík störfséu laun- uð þannig, að ætlast megi til að starfs- maðurinn sjái að mestu leyti íyrir sér sjálfur við starf sitt, má segja það sama utn erindrekana, eins og störf þeirra og launakjör eru nú. Oss virðist vanta skýr ákvæði i lög- unum um, að forseti hætti störfum með fullum launum, ef tillögurnar um fram- kvæmdastjórann ná fram að ganga«. í nefndinni: Ólafur Guðjónsson, Herm. Vilhjálmsson, Jón Þorsteinsson. Eftir nokkrar umræður var samþykkt svohljóðandi tillaga: »Fundurinn telur sig að mestu leyti fylgjandi frumvarpi þvi, er liggur fyrir ftá milliþinganefndinni, sem kosin var á siðasta Fiskiþingi, og felur fulltrúa deild- arinnar að taka sérstaklega til ihugunar a fjórðungsþinginu fjármálabliðina«. 2. Lesið upp bréf frá hr. Matthiasi Þórðarsyni, sem fjallaði um félagsstofn- un i þeim tilgangi, að koma á flutningi á kældum eða isuðum fiski héðan af Austurlandi og Vestm.eyjum til Englands. Út af því var samþykkt í einu hljóði, tillaga svohljóðandi: »Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir þeirri hugmynd, sem lýsir sér i bréfi því, eða erindi, sem lesið var upp fund- inum, og vill mæla hið bezta með mál- inu, og óskar að það gæti sem fyrst hlotið heppilega leið til framkvæmda, og felur fulltrúa sínum að fylgja málinu á fjórð- ungsþinginu. 3. Síldaibræðslumál. í því kom fram tillaga svohljóðandi: »Fiskideildin Ægir skorar á fjórðungs- þing Austfirðinga, að hefja öfluga sókn um, að reist verði sildarbræðslustöð fyrir Austurland, á næsta ári«. Samþ. í einu hljóði. 4. Þá kom fram svohljóðandi tillaga, samþ. i einu hljóði: »Fiskideildin Ægir, lýsir undrun sinní yfir ógildingu kosningar á fiskiþingsfull- trúunum á siðasta Fiskiþingi, og vitir þann anda, sem lýsir sér i því, jafnframt beinir deildin því til fjórðungsþingsins, að það haldi fast á því, að réttur fiski- deildanna, um kosningu Fiskiþingsfull- trúa, verði eigi jafn gerræðislega fyrir borð borinn, eins og gert var á síðasta Fiskiþingi«. Á fundinum var minnst á gæzluskip til að lita eftir veiðarfærum manna og verja fyrir ágangi botnvörpunga, á íiski- miðunum hér eystra. Ennfremur var minnst á almenna sund- kennslu og talið æskilegt, að Fiskifélagið beitti sér fyrir því, og jafnvel að unnið yrði að því, að sundkennsla yrði lög- boðin um land allt. Árni Vilhjálmss , Sigurður Vilhjálmsss., ritari. formaður.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.