Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 13

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 13
ÆGIR 35 farin ár hafa verið hvert öðru betra hvað fiskigengd og aflabrögð snertir, en reynzl- an hefur sýnt, að skifst hafa á fiskiár og nskileysisár; gæti maður af þeirri reynzlu freistast til að álykta, að koma kynnu aflatregari ár, en hvar stöndum við Islendingar þá, þegar útvegurinn hefur barist i bökkum í góðærinu nú undanfarið. Ekki ætla ég mér þá dul, að ég geti svarað annari spurningunni; vænti ég að fróðir menn og kunnugir sölumöguleik- um í umheiminum, láti til sin heyra um það, hvort gerlegt væri að afla nýrra og hagkvæmra sölusambanda. — Kunnugt er, að Norðmenn gera mikið að því, að afla fiski og fiskiafurðum sínum álits, og auka sölu hans sem viðast út um heim, og að þeim hefur orðið mikið ágengt í þvi efni. Vert er í þessu sambandi að minnast þeirra tilrauna er gerðar hafa verið með sölu á frystum fiski. Virðist mér, að hér sé um athyglisverða nýjung að ræða, sem vert væri að styðja með fjárframlagi af alþjóðarfé; það er alltaf vert að styrkja einstaka menn, er fórna fé og fyrirhöfn til að ryðja nýjarbrautir i þágu alþjóðar. Þá kem ég að þriðju spurningunni. Eg tel engan vafa á því, að mörgu má breyta til batnaðar frá því sem núermeðsam- vinnu og hagsýni án þess að það þurfi að skerða aflafenginn. í því sambandi vil ég sérstaklega taka fram : betri meðrerð veiðarfæranná, mínni beitueyðsla, samkaup á veiðarfærum, salti o. fl.. samtryggingu fiskiskipanna heima i hverri veiðistöð, vátrjrggingu veiðar- færanna. Þess hefur oft verið getið, að togarar hér, færu illa með veiðarfæri sín, og sé það rétt hermt að útlendir togarar, sem verða að sækja afla sinn um óravegu, að íslandsströndum, hafi sæmilegan arð af veiðiferðum sinum, þar sem íslenzk togarafélóg standa nú mjög höllum fæti, þrátt fyrir betri aðstöðu, hlýtur manni að koma til hugar, hvort afkomumunur- inn liggi ekki að verulegu leyti í því, að útlendingar séu varfærnari og aðgætnari með veiðarfæri sin. Hjá línuskipum og vélbátum mun hið sama koma fram; menn gæta þess ekki nægilega, að öll þau veiðarfæri er tapast, hvort sem það er fyrir óviðráðanlegar orsakir eða fyrir kæruleysi, er margfald- ur skaði: lína með ábót, beita, olía og vinna. Það verður því að vera ófrávíkj- anleg regla, að fara svo varlega með veiðarfæri bæði f landi og á sjó, sem frekast er unnt, svo að þau endist sem lengst og verði að sem beztum notum. Hér sunnanlands, að minnsta kosti, befur beitueyðslan gengið úr hófi fram á síðari árum. Áður var notuð ljósabeita, en litil sild; nú er það undantekning, ef notuð er önnur beita en sild, misjafn- lega verkuð, en rándýr, og í öðru lagi er beitan svo stórt skorin, að engri átt nær. — Með því að nota ljósabeitu að x/6 hluta og skera ekki stærri teninga en svo, að 10 kilo nægi á bjóð, telst mér til að sparnaður á þeim lið muni á bát er rær 40 róðra á vertíð, 800—1000 kr. Á þvi er enginn vafi, að með samtök- um allra er í hverri veiðistöð búa, um samkaup á salti og veiðarfærum, væri hægt að spara afarmikið fé. Sé fengið skip á sumrin með salt er nægilegt væri til næstu vertiðar, væru þar fundnir pen- ingar, er nú fara i flutníngskostnað, húsa- leigu, vinnulaun, álagningu milliliða o.fl. Að visukæmi hér á móti rýrnunásaltinu, en sú rýrnun nemur hvergi nærri móti þeim liðum, sem hér hefur verið bent á. Sparnað á salti með þessu fyrirkomu- lagi, má gera 10 kr. á smál., og á veiðar- færum 20—30'’/«.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.