Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 26

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 26
48 ÆGIR »Flugfélagið haldi áfram starfsemi sinni, við sildarleit, en gjaldið frá skipaeig- endum lækki um helming«. Tillagan samþ. í einu hljóði og til- laga I. G. þar með fallin. Þá vakti Benedikt Sveinsson alþm. máls um raddir þær, sem fram hafa komið um að breyta fyrirkomulagi Fiski- félagsins, og mótmælti harðlega slíkri breytingu. Tóku margir fundarmenn í sama streng og urðu fjörugar umræður um málið. Bened. Sveinsson bar fram svo hljóð- andi tillögu: »Fundurinn mótmælir eindregið þeim röddum, er fram hafa komið um það, að leggja niður Fiskifélag lslands eða ríra starfssvið þess, og telur þvert á móli brýna nauðsyn til að efla félagið svo að það geti starfað að sínu leyti fyrir sjávarútveginn, á borð við það, sem Búnaðarfélag lslands starfar fyrir landbúnaðinn«. Tillagan samþ. með 20 atkv., enginn greiddi atkv. gegn henni. hóf Steindór Hjaltalín, fulltrúi Fiskideildar Norðlendiuga á Akureyri, umræður um: Tolla- og skattaálögur á sildarútgerðinni. Hann bar fram svo hljóðandi tillögu: »Fundurinn skorar á Alþingi, að lækka útílutningsgjald af sild og síldarafurð- um, svo það sé ekki hærra, en af öðr- um útfluttum afurðum landsmanna, svo sem fiski, kjöti, ull o. s. frv.« Tillagan samþ. í ein hljóði. Fleira ekki tekið fyrir. Fundarmenn þökkuðu fundarsfjóra röggsamlega fundarstjórn. Fundi slitið kl. 5 e. h. Magnús Blöndahl, Arnór Guðmundsson, fundarstj. fundarskrifari. Fréttir úr ýmsum áttum. Frá Noregi, Samkvæmt fréttum frá Noregi, nú í síðustu blöðum, verða þar gerðar stórvægilegar tilraunir til að auka sölu á saltfiski verkuðúm á líkan hátt og Islendingar. Hafa verið veittar af op- inberu fé 50 þús. kr. til tilrauna þessara. Á að gera tilraunina með Labrador- verkaðan fisk, þveginn og pressaðan fisk og létt þurkaðan fisk; eiga sendingar þess- ar að fara bæði til Spánar og Italiu. Eftirlit og umsjón með verkuninni hefur verið falið yfirfiskimatsmanni Bugge í Bodö, en fiskifuiltrúi Norðmanna í Portú- gal, Thingvold, dvelur nú í Noregi og lylgist með tilraunum þessum, og fylgir þeim síðan eftir til neyzlulandanna og sér um sölu afurðanna. Ennfremur hafa verið veittar 50 þús. kr. til þess að gera tilraunir með út- flutning á flöttum, frosnum fiski (fileter). Fyrir tilraunum þessum stendur Johs. A. Jacobsen frá Niðarósi; ferðaðist hann um i Bandarikjunum síðastliðið ár til þess að kynna sér, hverjar kröfur Ame- ríkumenn gera til fiskjar verkaðan á þennan hátt. Býst hann við að fyrsta til- raunasendingin ca 15 smálestir verði til- búin um miðjan febrúar og á hún að fara til Bandarikjanna, og ætlar Jacobsen að fy*8Ía sendingunni þangað og jafn- framt að kynnasér af eigin reynd, hvernig hún kemur fram, og hvernig hún fellur Ameríkumönnum í geð, áður en fleiri sendingar verða sendar þangað, Jafnframt á að gera tilraun meðsend- ingu til fleiri landa. t. d. Sviss, ítaliu og Póllands. Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson. RikisprentsmiCjan Gutcnberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.