Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 6

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 6
28 ÆGIR að 18 þml., sem menn ætla að selja pressaðan, eða labraverkaðan og alíletja þann yfir 18 þml. Allur labri (eða pressu- fiskur) yfir 23 þml. verður að pakkast sér, hvort heldur að hann er sendur til Spánar eða Ítalíu. Á öllum stöðum, bæði á Spání og í- talíu, þykir það mikill ókostur ef salt sézt utan á fiskinum. Séu mikil brögð að þvi, selur það fiskinn víðast hvar í nr. 2, þó að öðru leyti sé hann óaðfinn- anlegur. Þess þarf sérstaklega að gæta við húsþurkaða fiskinn. Húsþurkaður labri þárf að vera svolítið meir þurkað-' ur en sá venjulegi sólþurkaði. Til Suður-Spánar, sérstaklega til Se- villa og Malaga, mun mega selja talsvert (10—15000 pk.) af labraverkaðri ýsu H —18 þml. og alflaitri., á timabilinu apríl —september, en 3—4 sh. verður hún að vera ódýrari á pk. en ísl. labraþorsk- urinn. Eg er ekki í neinum efa um það, að við getum aukið mjög söluna til Suður- Spánar á labra og einkanlega á pressu- fiski, ef farið er að, eins og ég hef skýrt hér frá. í sumar og í fyrra voru gerðar tilraunir í Sevilla og Malaga með smá- sendingar af ísl. pressufiski. Má segja að þær hafi enn þá mistekist af því, að undir- vigtin hefur reynzt alltof mikil (8—10°/«) og ennfremur var mikið af fiskinum út- úrflatt. Stærsti innflyljandinn á þessum stöðum (Trueba y Pardo) hefur þó enn svo mikla trú á innflutningi pressufiskj- ar til þessara staða, að hann telur að hægt muni vera að selja á þessum stöð- um, þegar á næsta ári (1931) á tímabil- inu frá febrúar—aprilloka, allt að 30000 pökkum, ef þess sé gætt, sem ég hefi sagt hér að framan. Þó ég telji hér full- mikið i lagt. þegar tillit er tekið til þess, að pressufiskur okkar er sem stendur ekki vel kynntur á þessum síöðum, þá tel ég þó sjálfsagt að nota einmitt tæki- færið nú, þegar ofmikið er til af þessari vöru handa þeim markaðsstöðum, þar sem hún er vel kynt, til þess að koma henni inn á þeim stöðum nýjum, þar sem mjög sennilegt er að hægt sé að út- vega henni markað. í þessu sambandi vil ég geta þess, að á Suður-Spáni ætti okkar pressufiskur fyrst og fremst að geta útrýmt franska »bankfisldnum«. Bezta ráðið til þess, að undirvigtun á pressufiskinum verði ekki meiri en óskað er, tel ég það, að hafa yfirvigt á hverj- um pakka, hafa t. d. 53 kg. i hverjum pakka, sem seldur er sem 50 kilóa. Fiskirannsóknir Fiskifélagsins. Agrip af stefnuskrá rannsóknanna á næstu árum. Eins og forseti Fiskifélags íslands, hr. Krisján Bergsson. gat um í 9. tbl. Ægis 1930, (Framtíðarfyrirkomulag fiskimál- anna og Fiskifélagið), hefur félagið ráðið höfund þessarar greinar i þjónustu sína til fiskirannsókna. Fiskifélagið hefur nú tekið fiskirannsóknir, eða allar þær hlið- ar sjórannsóknanna, sem beinlinis snerta fiskiveiðarnar, i fsína hönd. Fiskirann- sóknir, og sjórannsóknir almennt, hafa að vísu verið gerðar hér við land í stór- um stil, einkum á siðustu árum, og munu forvígishöldar þessara rannsókna, þeir dr. Bjarni Sæmundsson og próf. Johs. Schmidt flestum kunnir, sem og árang- urinn af starfi þeirra. Lifnaðarhættir helztu nytjafiska vorra, eru nú i aðaldráttum þekktir. Hrygning- arsvæði, hrygningartími, hrygningarskil- yrði, áta, göngur o. fl. eru viðfangsefni,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.