Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 20

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 20
42 ÆGIR Mætti vel svo fara, að veiðar þessar yrðu drjúg tekjulind, þar sem greiðar eru samgöngur, og hægt væri að stunda þær að staðaldri, að voriogsumri. Enda mun þá öllu meira um fisk þenna, sem og er ágætar til beitu. Fieira en hér hefur verið greint frá, hefi ég ekkí að bæta við skýrslu mína, að þessu sinni. Isafiiði, 17. jan. 1931. Krislján Jónsson, frá Garðsstöðum. Listi yfir samanlagða beitusíld notaða í Norðlendingafjórðungi árið 1930. Tunnur Verð óælað sem næst kr Húsavík 1080 21600 Hrísey 1033 40825 Grenivík og Látraströnd 843 21075 Flatey og Firðir 286 7150 Ólafsfiöiður 2065 58200 Ái skógsströnd 317 7291 Héðinsljörður 48 912 Hofsós og Höfðaströnd 73 1085 Sauðárkrókur oa Skagi 152 2280 Skagaströnd og Khv. ... 312 4056 D.ilvik og grend 768 19700 Hvammst. og Vatnsnes 123 1476 Baufarhöfn og Slétta ... 36n 7665 Þórshöfn og Langanes... 344 7224 Akureyri 735 47140 Siglufjörður yfir árið .. 4800 134000 Samtals 13944 381689 Ég geri alls ekki ráð fyrir, að þess listi sé algerlega nákvæmur, fyrir allar ver- stöðvarnar, enda er þess tæplega að vænta, svona í fyrsta sinn. en vænta mætti að það væri nokkuð nærri því rétta, þvi á þeim stöðum, sem ekki sáu sér mögu- legt að gefa nákvæmar tölur, hafa ein- stakir menn, sem ég hefi leitað upplýs- inga hjá, gert áætlun eftir beztu þekk- ingu bæði um magn og verðlag. Beitan, sem Akureyri er talin, er eingöngu handa 5 skipum þaðan, sem 4 gengu á fiski- veiðar fyrri part árs frá Suðurlandi og eitt frá Vestfjörðum, en lögðu öll upp afla að einhverju leyti á Akureyri, er á vorið leið. Sú beita var öll frosin og sumri komið í geymslu syðra og vedra og því afardýr. — Frá Siglufirði er ómögulegt að fá skýrslu, af mörgum ástæðum og er því beitan þar talin mestmegnis eftir áætlun, með hliðsjón af róðratjölda og venjulegri lóðatölu i hverjum róðri, eftir stærð bátanna. Sömuleiðis er verð beit- unnar talið í hærra lagi, vegna þess að framan af vertið'á sumri og ávalt að vetri, er einungis um frosna síld eða nýja beitu, flutta langt að, að ræða, sem skiljanlega hleypir meðalverðinu mjög upp. Ég hefi reynt mikið til að komast fyrir um beitunotkun í umdæmi mínu árin 1928 og 1929, en ekki getað fengið nein- ar þær heildarupplýsingar, sem nokkuð væri á að byggja, en þar á móti hefi ég gert ráðstafanir til þess, að slikar upp- lýsingar verði fáanlegar, að loknu ný- byrjuðu ári, um beitunotkun þess. Akureyri 29. desember 1930. Páll Halldórsson. Fundargerö. Laugardaginn 6. des. 1930, var hald- inn fundur í Fiskifélaginu Ægir á Þór- arinsstaðaeyrum. Fundarefni: Undirbúningur undir fjórð- ungsþing. 1. Lagabreytingar Fiskifélags íslands. Nefnd sem kosin var á fundi i deild- inni 16. nóv. þ. á., lagði fram eftirfandi álit.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.