Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1931, Side 8

Ægir - 01.03.1931, Side 8
54 ÆGItt gerð fyrir þessu áskorunum. Enn fremur mun, eftir því sem tími vinnst til.þingmönnum kjördæmanna iNorð- lendingafjórðungi, verða á einn eða annan bátt, falið að leggja þessum áskorunum vorum liðsinni, að því leyti, er til þeirra starfssviðs nær«. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. 8. Fiskimat. Útgerðarmaður Jón Sig- urðsson, hóf umræður um málið og tal- aði á víð og dreif um samræmingu mats- ins, pökkun, merkingu o. fl. Á fundinum var mættur settur yfir- fiskimatsmaður Jóhannes Jónasson og tók hann þátt i umræðunum og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. 1 málinu var samþ. svo hlj. tillaga: »Fundurinn skorar á stjórn Fiskifélags lslands að hlutast til um það, við réttan aðila, að kaup fiskimatsmanna verði lækkað og samræmt við kaup annara verkamanna«. Samkvæmt tilmælum frá formanni Bátaeigendafélags Siglufjarðar, beindi út- gerðarmaður Ingvar Guðjónsson þeim tilmælum til fundarins, hvort hann vildi ekki hlutast til um það, að Siglufjörður fengi sérstakan yfirfiskimatsmann, eða að útgerðarmenn þar losnuðu við það, að minnsta kosti, að greiða aukagjald fyrir umsjón með matinu. Út af tilmælum þessum urðu nokkrar umræður og var samþykkt í málinu svo hljóðandi tillaga: »Fundurinn skorar á settan yfirfiski- matsmann, Jóhannes Jónasson, að hlut- ast til um það, að niður falli gjald það, 5 aurar á hver 50 kg., sem fiskútflytj- endur á Siglufirði hafa orðið að greiða að undanförnu, þarverandi umboðsmanni yfirfiskimatsmannsins«. Yfirfiskmatsmaðurinn upplýsti.að hon- um væri ókunnugt um gjald þetta og að hann teldi enga sanngirni mæla með því. 9. Fisksölusamlag. Nefnd sú, sem kosin hafði verið í málinu, til þess að undir- búa það og semja tillögur í því, lagði fram itarlegt nefndarálit í 7 liðum og greinargerð með því. Eftir miklar umræður nm málið, voru eftirfarandi tillögur samþykktar með öll- um greiddum atkv.: a. »Fundurínn lýsir sig eindregið hlynnt- an þvi, að fisksölusamlög komist sem víðast á, en þar sem mál þetta er enn litið undirbúið, telur hann rétt, að hinum einstöku deildum gefist kostur á að ræða og athuga fram- komnar tillögur í því. b. Fundurinn felur nefnd þeirri, er hef- ur haft þetta mál til meðferðar, að hafa framvegis á hendi, til bráða- birgða, framkvæmdir þess, svo sem þörf krefur«. 10. Ferðakostnaður fulltrúanna athug- aður af þar til kjörinni nefnd, og ferða- styrk úthlutað. Fleiri mál ekki tekin fyrir. Guðm. Pélursson, Gunnar Pórðarson, fundarstjóri. Jón Benediktsson. Fund þennan sátu yfir 50 útgerðar- menn og sjómenn, og var hann setinn að staðaldri af milli 30 til 40 mönnum. Var áhugi mikill fyrir málefnum fund- arins og umræður almennar og fjörugar. Létu menn það í ljós, að nauðsynlegt væri að halda slika fundi sem oftast.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.