Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1932, Qupperneq 12

Ægir - 01.01.1932, Qupperneq 12
Ö ÆGIR bátar. Þar af 28 stærri en 12 smál., árið áður gengu þaðan 24 bátar. Afli var þar tlltölulega miklu meiri en í nokkurri annari veiðistöð, eða 22817 skpd. (9568). Auk þess fiskuðu bátar þaðan töluvert í dragnót, seinni hluta sumarsins og haustið, bæði heima og frá öðrum lands- hlutum, en sá fiskur var allur seldur ferskur, ýmist til útflutnings eða til neyzlu í Reykjavík. Af Vatnsleysuströnd og Vogum, gengu 2 stórir bátar bátar ca. 20 smál. og 6 trillubátar, árið áður gengu þaðan 11 trilluhátar, Stóru bátarnir eru eign Út- gerðarfélags Vatnsleysustrandar, sem tók til starfa á árinu, eru í félaginu flestallir íbúar Vatnsleysustrandar og Voga og lét fálagið byggja bryggju og fiskhús í Vog- um fyrir þessa útgerð sína. Heildarafli til söltunar 1498 skpd, (464). Hafnarfjörður, þaðan gengu 8 togarar, 7 línuveiðagufuskip og 1 vélbátur yfir 12 smál. Árið áður gengu þaðan 7 tog- arar, 10 línuveiðagufuskip og 4 vélbátar. Afli 42110 skpd. (52061). Hafnarfjarðar- bær keypti i ársbyrjun togarann »Maí«, og hélt lionum úti til veiða, Reykjavík, þaðan gengu 28 togarar, 9 linuveiðagufuskip, 7 vélbátar yfir 12smá- lestir og 17 opnir vélbátar. Árið áður gengu þaðan 32 togarar, 14 línugufubát- ar, 7 vélbátar yfir 12 smálestir og 7 minni vélbátar. Afli 126531 skpd. (157486). Útgerðartiminn var styttri en venjulega, einkum að því er togarana snertir, eins og áður hefur verið tekið fram. Akranes, þaðan gengu á vertiðinni 2 línuveiðagufuskip og 17 vélbátar stærri en 12 smál. Árið áður gengu þaðan 2 línuveiðagufuskip, 15 vélbátar stærri en 12 smálestir og 3 minni vélbátar. Afli 13836 skpd. (9495). Auk þess stuudaði 1 linugufubátur þaðan ísfiskveiðar yfir sumarið og haustið, og mikið af fiski var flutt þaðan út í is, eða selt til Rvik- ur um haustið. Hjallasandur, þaðan gengu 8 dekkaðir vélbátar, minni en 12 smál. og 12 trillu- bátar, og er það sama bátatala og árið áður. Afli 2779 skpd. (2174). ólafsvik, þaðan gengu 11 opnir vél- bátar, árið áður gengu þaðan 8 bátar. Afli 1416 skpd., (1009). Nokkrir bátanna stunduðu dragnótaveiðar um haustið, og seldu afla sinn í togara til útflutnings. Stykkishólmur, þaðan gekk 1 línuveiða- gufuskip, Alden, eign Samvinnuútgerðar- innar í Stykkishólmi, 3 vélbátar )rfir 12 smál. og 18 minni bátar og róðrarbátar. Árið áður gengu þaðan 3 vélbátar yíir 12 smál. og 18 minni bátar, Afli 2694 skpd. (2525). Loðna kom aldrei á árinu í Faxa- flóa, eða upp að Suðurlandinu og á árið að því leyti sammerkt við árið á undan, sömuleiðis var mjög litið vart við sili. Vestfirðingafjórðungur. Árið var þar eitthvað mesta aflaár, sem komið hefur og byrjaði strax upp úr áramótum. Undanfarandi 2 ár hafa verið þar ágætis aflaár, en þetta ár fór langt fram úr, einkanlega var aflinn mikill fyrri hluta ársins við ísafjarðardjúp, og á hafi úti, en fiskur gekk aldrei vel í firðina eða á grunnið. Steinbítsafli var litill fyrir Vestfjörðum, enda var lítið lagt sig eftir þeirri veiði, þar sem gnægð var af öðrum fiski, en steinbítsveiðin hefur oft verið mikil hlut- aruppbót fyrir sjómenn vestra, einkum eftir að markaður opnaðist í Reykjavík, fyrir hertan steinbít (steinbítsrikling), og enginn efi á því, að með vaxandi út- flutningi á ferskum fiski, og margbætt- ari verkun, á steinbiturinn eftir að kom- ast j sinn gamla virðingarsess og álit, sérstaklega má gera sér vonir um að

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.