Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1932, Qupperneq 20

Ægir - 01.01.1932, Qupperneq 20
14 ÆGIR hélzt ekki lengi, enda var framboðið margfallt á við eftirspurnina og þegar komið var fram í júlíbyrjun, var verðið komið niður í 88—90 kr., og útflutning- ur þó tiltölulega tregur af nýja fiskinnm. Eftir það fór að draga enn meira úr sölunni, og útflytjendur tregir til að kaupa fyrir fast verð, en framleiðendur yfirleitt ekki búnir að átta sig á ástandinu og voru því ekki fúsir til að láta fisk sinn í umboðssölu. Fiskbirgðirnar héldu því áfram að safn- ast fyrir í landinu og fiskverkun að mestu lokið, því fiskþurkunin hafði gengið mjög vel og veðrátta til fiskþurkunar sérstaklega hagstæð allt sumarið. Þegar komið var fram í byrjun septembermán- aðar fóru menn því almennt að láta fisk sinn af hendi í umboðssölu, einkum það sem til Spánar fór, og var greitt út á þann fisk af útflytjanda 65 kr. fyrir skpd af stórfiski, en þetta verð fór líka lækkandi, og var i desemberbyrjun jafn- vel komið niður í 45—50 kr. Það er að vísu búist við að einhver uppbót fáist á þessum viðskiftum, en enn þá er ekki hægt að sjá, hve mikil hún verður al- mennt. Verð á óverkuðum saltfiski var i árs- byrjun 26 aura pr. kg., en lækkaði fljót- lega niður í 24 aura og hélzt í því fram eftir vertiðinni. Tollur á fiski á Spáni er talinn óbreytt- ur, en þar sem tollurinn er miðaðurvið gullgengi (25,60 gullpesetar pr, 100 kg), hefur sú raunin orðið á, við fall peset- ans og ísl. krónunnar, að hann hefur hækkað allverulega ,og er því með núver- andi gengi framundir 50 kr. á skpd. Þar sem um almenna ogódýra neyzlu- vöru er að ræða, eins og saltfiskinn, er þetta auðvitað tollur, sem nær ekki nokk- urri átt, en þeir tímar eru nú yfirstand- andi, að þjóðirnar verndi sig hvor gegn annari, með tollmúrum, tilþessað draga úr innflutningi og verndi sína eigin fram- leiðslu, en fyrir smáþjóðir, eins og okk- ur íslendinga, sem þurfa að flytja mikið út, en sökum fámennis, flytjum ekki mikið inn af þeim vörum sem stærri þjóðirnar þurfa helzt að losna við, er erfitt um alla samninga. Á Ítalíu, sem yfirleitt hefur ekki haft toll á innfluttum fiski, var settur á 15°/o verðtollur, síðast i septembermánuði, en verðið á útsölum helst þar samt óbreytt eftir sem áður, með öðrum orðum, fram- boðið var svo mikið að tollálagning þessi hafði engin áhrif á innlenda heildsölu- verðið, en gekk eingöngu út yfir fram- leiðendur. Samskvæmt tilkynningu frá sendiherra Dana hér í Reykjavík, verð- ur reiknaður 38 líra tollur á hver 100 kg. á Ítalíu, frá 1. janúar 1932, og virð- ist því vera hér um enn þá frekari toll- álagningu að ræða, þar sem heildsölu- verðið nú upp á síðkastið hefur að eins verið þar 125 lírur pr. 100 kg.1 Til frekari skýringar skal það tekið fram, að umræddur verðtollur 15°/*, mun hafa verið miðaður við 150 líra verð pr. 100 kg., þó að verðið hafi nú verið mik- ið lægra í langan tíma. Meðalalýsi er í ár sú eina af sjávar- afurðum, sem haldist hefur i óbreyttu verði allt árið, jafnvel hækkað eitthvað lítilsháttar, hefur verðið verið kringum 80—90 aura pr. kg. Islenzka meðalalýsið er stöðugt að vinna meira álit i Ame- ríku og fer mest af því þangað, nú á seinni árum. Hrogn hafa lika haldistí sæmilegu verði. Alls hefur útflutningur af fiski frá ís- landi verið: 1) Skýring á pessari tollhækkun á Ítalíu, er héráöórum staöí blaöinu undir fyrirsögninni: „Tollur á fiski á ítalíu“.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.