Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1932, Síða 34

Ægir - 01.01.1932, Síða 34
28 ÆGIR Eftirfarandi mál voru siðan tekin fyrir á þinginu, og þessar tillögur sarnþ.: 1. Landhelgismál. Svohljóðandi tillaga frá Kristjáni Jónssyni samþ. í e. hlj. »Fjórðungsþingið heldur fast við það, að sérstakur hraðskreiður bátur annist strandgæzlu fyrir Vestfjöi ðum frá 15. maí til 30. nóvbr.«. 2. Símamál. Eftirfarandi tillaga í því máli frá Kristjáni Jónssyni, samþykkt: »Fjórðungsþingið tnælir fastlega með þvi, að eftirfarandi símalínur verði lagðar þegar á næsta ári, a. Frá Bíldudal til Selárdals í Arn- arfirði, b. Frá Kvígindisdal. að Látrum í Rauðasandshreppi, c. Frá Sveinseyri, að Suðureyri i Tálknafirði. — Skorar fjórðungs- þingið jafnframt á Fiskiþingið og stjórn Fiskifélagsins, að veita máli þessu ítrasta fulltingicc. 3. Fiskimat. Þessi tillaga frá Kristjáni Jónssyni, samþykkt: »Fjórðungsþingið skorar fastlega á stjórn Fiskifélagsins, að hlutast til um, að gefnar verði út stuttorðar leiðbeiningar um meðferð íiskjar, og þeim útbýtt meðal fiskimanna. Sömuleiðis að beita sér fyrir því, að ílutt verði erindi í Útvarpið um fiskimat og meðferð fiskjar, frá þvi hann kemur úr sjó og þar til hann fer í skip til útflutnings«. 4. Afla-skgrslur. Tillaga á þessa leið frá Arngr. Bjarnasyni, samþykkt: »Fjórðungsþingið lelur nauðsyn- legt, að haldið verði áfram söfnun afla-skýrslna eins og undanfarið, og að skýrslurnar verði sem nákvæm- astar«. 5. Bryggja í Hnifsdal. Svohlj. ttllaga frá Eiríki Einarssyni, samþykkt: »Fjórðungsþingið skorar á Fiski- þingið, að veita sem allra ríflegastan styrk til framhalds bryggjugerðar i Hnifsdal, og felur fulltrúum fjórð- ungsins að fylgja tillögu þessari fast fram á næsta Fiskiþingk. 6. Breytingar á lögum Fiskifélagsins. Nefnd í því máli: Arngr. Bjarnason, Jón Jóhannsson og Högni Gunnarsson, lagði fram álit og eftirfarandi tillögu, er samþ. var í einu hlj.: »Fjórðungsþingið er samþ. frumv. til laga fyrir Fiskifélag Islands og fjórðungsþing, sem samið hefur verið af milliþinganefnd Fiskiþingsins, og skorar á næsta Fiskiþing að sam- einast um þessar breytingar í aðal- atriðum, svo að þær nái lagagildi eftir væntanlegt Fiskiþing í vetur. Fjórðungsþingið telur það og vel ráðið, að Fiskiþingið leggí væntan- legum fastasjóði 10 þúsund krónur af sjóði Fiskifélagsins, 'sem stofnfé«. 7. Síldarsöltun. Svohljóðandi tillaga frá sömu nefnd og hafði til meðferðar lagabreytingarnar, var samþykkt: »Þar sem það er alkunnugt, að mestur hluti af smærri skipa- og bátaútvegi hér á Vestfjörðum, verður eins og nú standa sakir, að liggja arðlaus eða arðlítill yfir sumarmán- uðina, en hinsvegar eru oft góð skil- yrði hér til sildaröflunar, einkum með reknetaveiðum, þá skorar fjórð- ungsþingið á útflutningsnefnd og stjórn Síldareinkasölu Islands, að leyfa síldarsöltun á a. m. k. 5000 tunnum í Bolungarvik á næstkom- andi sumri, svo og annarsstaðar á Vestfjörðum, ef beiðni kemur fram um það frá hlutaðeigandi fiski- plássum«. 8. Sfómannaskóli á ísafirði. Nefndin í því máli: Arugr. Bjainason, Eirikur Ein- arsson og Jón Jóhannsson, klofnaði, og

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.