Ægir - 01.01.1932, Page 36
30
ÆGIR
sundlaugarbygging í Bolungavík, í
líku hlutfalli og aðrar sundlaugar,
er félagið hefur styrkt, enda liggi
fyrir greinileg skýrsla um kostnað
og framkvæmd verksins«.
15. Skipaskoðun. Eftirfarandi nefndar-
tillaga samþykkt i einu hlj.
»Fjórðungsþingið álítur að flokkun
skipa i »Tilskipun um eftirlit með
skipum og bátum«, sé ekki nægilega
skilmerkileg, og skorar á Fiskiþingið
að hlutast til um, að flokkunin verði
gerð nákvæmari eftir stærð skipanna,
og jafnframt verði skoðunargjaldið
ákveðið í samræmi við það. —
Enn fremur skorar fjórðungsþingið á
fiskideildir fjórðungsins, að hafa eftir-
lit með því, að skoðun skipa sé
samvizkusamlega framkvæmd, og
vinna að auknum skilningi sjófarenda
á nauðsyn og gagnsemi eftirlitsins«.
16. Veðurfregnir. Þessi tillaga frá Eiríki
Einarssyni samþykkt í einu hlj.
»Fjórðungsþingið skorar á stjórn
Fiskifélagsins, að hlutast til um, að
næturfregnum verði ávalt varpað ut
frá Útvarpsstöð Islands, en ekki frá
Loftskeytastöðinni i Reykjavík«.
17. Merking veiðarfœra. Eftirfarandi
tillaga frá sama fulltrúa, samþjrkkt.
»Fjórðungsþingið felur erindreka
fjórðungsins, að safna mörkum og
undirbúa merkjaskrá, og vinna að
öðru leyti að veiðafæra-merkingu í
i deildum fjórðungsins«.
18. Fjármál fjórðungsins. Fjárhags-
nefndin er í voru: Jón Jóhannsson,
Arngr. Bjarnason og Eirikur Einarsson,
lagði til, að reikningur fjórðungsins yrði
samþykktur athugasemdalaust, og var
reikningurinn samþykktur í einu hljóði.
Síðan var að tillögu sömu nefndar
samþykkt eftirfarandi Fjárhagsáœilun
»Fjórðungssambands Vestfjarða« frá
20. nóvember 1931 til 20. nóvember
1932.
T e k j u r:
1. Eftirstöðvar frá fyrra ári kr. 366.57
2. Tillag frá Fiskifél. íslands — 1000.00
kr. 1366.57
Gjöld:
1. Til leiðarljósa í Tálknaf. kr. 200.00
2. Til leiðarljósa í Súgandaf. — 200.00
3. Til matsv.námssk. á ísaf. — 100.00
4. Fjórð.þingskostnaðurl931 — 500.00
5. Til sundnámssk. í Dýraf. — 200.00
6. óviss útgjöld.............. — 166.57
kr. 1366.57
Styrkir þeir, sem á áætlun standa, eru
bundnir því skilyrði, að þeir útborgist
þegar verkið er framkvæmt, og skýrslur
og reikningar liggja fjrrir, enda sé aldrei
veittur styrkur að meiru en 3ji hlutum.
Samþykkt var að reikningsár fjórð-
ungsins yrði milli fjórðungsþinga.
Enn fremur var í sambandi við fjár-
mál fjórðungsins samþykkt svohljóðandi
tillaga með samhljóða atkv.
»Fjórðungsþingið skorar á næsta
Fiskiþing, að veita fjórðungunum 10
þúsund króna tillag hverjum á ári,
næsta fjárhagstímabil«.
19. Nœsta fjórðungsþing var samþykkt
að halda á ísafirði næstkomandi haust.
20. Kosning jjórðungssijórnar. Forseti
var kosinn Arngr. Fr. Bjarnason, eftir
endurtekna kosningu, með 6 atkv., Jón
Jóhannsson fékk 5 atkv.
Ritari var kosinn Kristján Á. Kristjáns-
son með 6 atkv.* einnig eftir endurtekna
kosningu, Eiríkur Einarsson fékk 5 atkv.
Varaforseti var kosinn Eiríkur Einars-
son með 6 atkv., Jón Jóhannss. fékk 5 atkv.
Vara-rilari var kosinn Sveinbj. Iíristj-
ánsson með 7 atkv.
Bá kom til umræðu kosning fulltrúa
til Fiskiþings á siðasta fjórðungsþingi.