Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1932, Qupperneq 37

Ægir - 01.01.1932, Qupperneq 37
ÆGIR 31 Urðu all-miklar umræður um mál þetta, og töldu nokkrir fulltrúar orka tvímælis um, að fulltrúarnir væru lög- lega kosnir. — Eftir all-harðar umræður komu fram tillögur, þannig: a. Frá Högna Gunnarssyni: »Legg til að kosning fulltrúanna frá fjórðungsþingi siðastliðið ár verði látin standa óhögguð«. b. Frá Jóni Jóhannssyni: »Legg til að fengnum upplýsing- um, að kosning fulltrúa á Fiskiþing frá fyrra ári, verði ónýtt, og að ný kosning fari fram«. c. Frá Bjarna Jónassyni: »Legg lil, að þessu máli verði vísað frá fjórðungsþinginu, vegna ófullnægjandi upplýsinga og undir- búnings«. Að umræðunum loknum, var tillaga Högna Gunnarssonar samþ. með 6 atkv. gegn 5. Hinar tillögurnar þar með fallnar. Að lokum hóf Arngr. Bjarnason máls á því, að nauðsyn bæri til að fundar- sköp væru samin fyrir fjórðungsþingið. Svohlj. tillaga frá Högna Gunnarssyni samþykkt. »Fjórðungsþingið felur stjórninni að undirbúa fundarsköp fyrir fjórð- ungsþingið, og leggja frumv. fram í byrjun næsta fjórðungsþings*. Siðan var fundarbókin lesin upp og undirrituð. — Forseti þakkaði að því búnu fulltrúum þingsetuna og sagði fjórð- ungsþinginu slitið, sunnudaginn 22. nóv. kl. 6 síðd. Var undirrituðum vararitara fjórðungs- ins, falið að birta framanritaðan útdrátt úr gerðum þingsins. Isafirði, 10. desbr. 1931. Sueinbj. Kristjánsson, (vararitari). Fundargerð 9. fjórðungsþings fiskideilda Norðlendingafjórðungs. 9. fjórðungsþing fiskideilda Norðlend- ingafjórðungs var sett og haldið í húsi Verzlunarmannafélags Akureyrar á Ak- ureyri hinn 3. nóvember 1931, að und- angenginni löglegri birtingu í dagblöð- um. Þingið hófst nefndan dag kl. 11 f. h. og var sett af forseta fjórðungsstjórnar Norð- lendinga, Guðmundi Péturssyni útgerð- armanni, með stuttri og greinilegrí ræðu. Bauð hann mætta fulltrúa velkomna og óskaði góðrar sannvinnu á þinginu. Á þinginu voru mættir: Frá Akureyrardeild: Guðm. Pétursson Útgerðarm. og StefánJónasson útg.m. Frá Hríseyjardeild: Jón Sigurðssonútg.m. Frá Grenivikurdeild: Þorsteinn Stefáns- son skipstj. Frá Húsavikurdeild: Einar Sörensson, skipstjóri. Frá Raufarhafnardeild: Páll Halldórsson, erindreki. Ennfremur var þá þegar vissa fyrir að mæta mundu fulltrúar frá Árskógs- sandsdeild og Dalvíkurdeild á fram-, haldsfundi samdægurs. Þá var forseta falið að útvega þing- skrifara. í kjörbréfanefnd voru kosnir: Jón Sigurðsson, Páll Halldórsson og Þorsteinn Stefánsson. Lögðu mættir fulltrúar fram kjörbréf sín til nefndarinnar. Var þá gengið að því að undirbúa dagskrá til þess að flýta fyrir störfum væntanlegrar dagskrárnefndar, sem form- lega yrði kosin á framhaldsfundi. Hreyfðu mættír fulltrúar þá nokkrum

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.