Ægir - 01.01.1932, Qupperneq 39
ÆGIR
33
málinu vísað til Fiskisölusamlagsnefnd-
ar og var forseta bætt við í þá nefnd.
5. Lánsstojnun Jyrir smáútgerð lands-
manna. Frumrdælandi Þorsteinn Stefáns-
son. Eftir uppástungu forseta var mál-
inu vísað til Fiskisölusamlagsnefndar.
6. Landhelgisnefnd. Framsögum. Páll
Halldórsson. Flutti hann alllanga ræðu
og tóku fleiri til máls. Yar málinu síðan
vísað til Slysavarnarnefndar.
Þegar hér var komið varkl. orðin7,45
e. h. og sleit þá forseti fundi og boðaði
jafnframt til næsta þingfundar kl. 10
f. h. á morgun.
Miðvikudaginn 4. nóvember, var annar
þingfundur settur kl. 11 f. h.
Var þá fyrirtekið 7. mál dagskrárinnar:
7. Veðurskeyti og varúðarráðstafanir.
Frummælandi Einar Sörensson. Eftir
nokkrar umræður var málinu vísað til
Slysavarnarnefndar.
8. Fiskisölusamlagsnefndin lagði fram
nefndarálit í málinu og var síðan sam-
þykkt svohljóðandi ályktanir í 3 liðum:
1. að stofnuð verði sölusamlagsdeild í
hverri veiðistöð, fyrir saltaðan ogís-
varinn fisk, undir eigin stjórn.
2. að allar sölusamlagsdeildir, á því
svæði sem samband þetta nær ylir,
hafi eina aðalstjórn kosna afhlutað-
eigandi deildum, eftir þvi sem síðar
kann að verða ákveðið.
3. að sölusamlagsdeildirnar beiti sér
fyrir því, svo fljótt sem fært þykir,
að standa fyrir samkaupam veiðar-
færa, salts og annars er að útgerð
lýtur.
9. Slysavarnarnefndin lagði fram svo
hljóðandi tillögu í 3 liðum:
a. Fjórðungsþingið skorar á deildar-
fulltrúa þingsins, að beita sér fyrir
þvi, að stofnuð verði sveit úr Slysa-
varnarfélagi íslands, hver í sinni
veiðistöð, þar sem ekki er sveit áður.
b. Fjórðungsþingið áréttar enn einu
sinni þá ákveðnu kröfu, að Fiskifé-
lag íslands beiti sér fyrir því, að
lögboðið verði almennt sundnám í
barna- og unglingaskólum landsins,
þannig, að hver unglingur 14 ára
gamall, sæmilega hraustur, hafi num-
ið sund, það mikið, að hann geti
fleytt sér.
c. Fjórðungsþingið krefst þess, með at-
beina Fiskiþingsins, að framvegis
verði ávalt eitt af varðskipum ríkis-
ins á verði úti fyrir þar sem þörf
krefur, meðan vertíð stendur yfir t.
d. fyrir Norðurlandi, tímabilið frá
miðjum maí til áramóta.
Hver liður var borínn upp fyrir sig og
allir samþykktir.
10. Slysavarnarnefndin lagði fram svo
hljóðandi tillögu í sjóskaðatryggingar-
málinu:
»Með lögum nr. 41, frá 19. maí 1930
og reglugerð nr. 61, 10. júlí 1931, er
útgerðarmönnum gert að skyldu, að
greiða bætur fyrir tapaða muni ísl.
sjómanna við sjóslys. Þetta telur Fjórð-
ungsþingið í mesta máta óréttlátt og
skorar á Fiskiþing íslands að fá þess-
um lögum breytt þannig, að öll ábyrgð
og tryggingarskylda sé leyst af útgerð-
armönnum í þessu efni, en jafnframt
sé sjómönnum veittur hægur aðgang-
ur að, að tryggja muni þá sem þeir
þurfa að hafa með sér i sjóferðir«.
Var tillagan samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum.
11. Fiskisölusamlagsnefndin lagði fram
svo hljóðandi tillögu í sildarútvegsmálinu
í 3 liðum :
1. a. Fjórðungsþingið ályktar að skora
á Fiskiþingið, að beita sér fyrir því,
af alefli, að Síldareinkasala íslands
verði afnumin nú þegar.
1. b. En jafnframt leggur Fjórðungs-