Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1932, Qupperneq 45

Ægir - 01.01.1932, Qupperneq 45
ÆGIR 39 styrkja fjárhagslega fundarhald þetta og felur fjárhagsnefud að áætla á næsta ári nokkra upphæð í þessu skyni«. Samþ. með 6 : 1 atkv. 10. Fisksalan. Nefndartillaga: »Fjórðungsþingið hvetur mjög ein- dregið til þess, að stofnuð verði fisksölu- samlög á samvinnugrundvelli alstaðar á Austurlandi, þar sem þau eru ekki þegar tekin til starfa og að hvert þeirra hafi stjörn og starfrækslu fyrir sig. Er til þess ætlast, að þau hafi samband sín á milli um sameiginlega sölu«. Samþ. með öllum greíddum atkv. 11- Fjárhagsáœtlun fjórðungsþingsins 1932 og 1933, samþykkt þannig: 1932. 1933. Tekjur: kr. kr. 1. Frá Fiskifél. Islands 1000,00 2000,00 Gj öld: !• Til djúpmælinga. . . 100,00 100,00 2. Sundlaug Eskifjarðar 400,00 Sundlaugarbygging . 400,00 3. Námsskeið.................. 1000,00 4. óviss útgjöld . . .j. 150,00 150,00 Samtals 1000,00 2000,00 Það er athugandi, að gjaldliður 2 er veittur með því skilyrði, að 2/s kostnaðar komi annarsstaðar frá á árinu, og við Hð 3 er það að athuga, að hann fellur niður, ef tillag frá Fiskifélaginu verður ekki nema kr. 1000,00. Svohljóðandi tillaga samþ. með öllum greiddum atkv.: »Fjórðungsþingið samþykkír að fela stjórninni að ákveða fundarstað fyrir næsta fjórðungsþing«. Endurskoðendur reikninga Fjórðungs- þingsins voru kosnir: Sveinn Árnason, Vilhjálmur Árnason. 12. Ilosin stjórn Fjórðungsþingsins. Kosningu hlutu: Forseti: Níels Ing- varsson með 3 atkv. Ritari: Hermann Þorsteinsson með 6 atkv. Varaforseti: Sveinn Árnason með 4 atkv. Vararitari: Vilhjálmur Árnason með 4 atkv. Gerðabók lesin upp og samþ. Fleira ekki fyrir tekið. Fjórðungsþingi slitið. Níels Ingvarsson forseti. Herm. Þorsteinsson. Hallgr. Bóasson. Vilhjálmur Árnsson. Carl Jenssen. Ölver Guðmundsson. Friðrik Steinsson. Sveinn Áfnason. t Oddviti Jóhann Ingvasson frá Kefllavík, drukknaði hinn 21. janú- ar á m. b. »Huldu« frá s. st. Hann var fulltrúi á Fiskiþingi Fiskifélags Islands. Ræðismaður K. Mikkelsen Vendsyssel, lést að heimili sínu i Bryssel hiun 24. janúar s. 1., 76 ára að aldri. Hann var formaður Fiskverzlunar- og Fiskveiðafélags Danmerkur. Kafteinn K. K. von Lowsow er skipaður yfirforingi á varðskipinu »Fylla« og kafteinn N. T. L. Michaelsen, yfirforingi á varðskipinu »Hvidbjörnen». Fiskiþing er kallað saman hinn 15. febrúar n. k.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.