Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2009, Page 8

Skinfaxi - 01.02.2009, Page 8
8 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Frá landsmótsnefnd Við, sem stöndum að undirbúningi og framkvæmd Landsmótsins, munum leggja okkur fram um að gera mótið í sumar sem veglegast og að það verði öllum þátttakendum og gestum eftir- minnilegt. Undirbúningur er í fullum gangi fyrir mótið og þrátt fyrir þær efnahagslegu hamfarir sem þjóðin hefur gengið í gegn- um, hefur ekkert verið og verður ekkert slakað á í að gera Landsmótið sem glæsi- legast. Við væntum góðrar þátttöku í mótinu, enda má fullyrða að ef einhvern tíma er nauðsynlegt að slá skjaldborg um þau gildi sem ungmennafélaga- og íþrótta- hreyfingin í landinu stendur fyrir, þá er það einmitt núna. Við viljum beina því til ykkar, sem eruð í forsvari fyrir ungmenna- og íþróttasam- bönd, að leggja ykkar af mörkum í að hvetja ykkar fólk til þátttöku í Landsmót- inu. Góð og almenn þátttaka í greinum Landsmótsins er að sjálfsögðu undir- staða þess að vel takist til. Við viljum sjá fjölmenni á Akureyri í sumar! Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin til Akureyrar í júlí og vonumst til að Landsmótið verði öllum, keppend- um og gestum, eftirminnilegt. Landsmótsnefnd 26. Landsmóts UMFÍ Landsmót UMFÍ Tölvugerðar myndir af nýja íþróttasvæðinu við Hamar. Landsmót UMFÍ, það 26. í röðinni, verður haldið á Akureyri dagana 9. til 12. júlí í sumar. Mótið verður sögulegt því að í ár eru liðin eitt hundrað ár frá því að fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið á Akureyri. Í vetur hafa miklar framkvæmdir staðið yfir vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja fyrir Landsmótið á Akureyri. Myndirnar hér á síðunni sýna stúkuna. Á neðri myndinni er horft í norður og fjær sést Hamar, félagsheimili Íþróttafélagsins Þórs, þar sem skrifstofa Landsmótsins er.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.