Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.2009, Qupperneq 9

Skinfaxi - 01.02.2009, Qupperneq 9
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 9 á Akureyri Tímamótalandsmót Sem fyrr segir er í ár liðin öld frá því að fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið – einmitt á Akureyri. Mótið í sumar verð- ur það fjórða á Akureyri – áður voru Landsmót hér árin 1909, 1955 og 1981. Undirbúningur og framkvæmd móts- ins er og hefur að stærstum hluta verið í höndum tólf manna landsmótsnefndar. Í henni eru fulltrúar Ungmennafélags Íslands, Ungmennasambands Eyjafjarð- ar, Ungmennafélags Akureyrar og Akur- eyrarbæjar. Keppnisgreinar á Landsmótinu: Frjálsar íþróttir, golf, sund, badminton, borðtennis, blak, brids, dans, glíma, hand- knattleikur, hestaíþróttir, júdó, knatt- spyrna, körfuknattleikur, siglingar, skot- fimi, skák, fimleikar og íþróttir fatlaðra (sund, frjálsar íþróttir, boccia). Starfsíþróttir: Dráttarvélaakstur, gróðursetning, hesta- dómar, jurtagreining, lagt á borð, pönnu- kökubakstur, stafsetning og starfshlaup. Kynningargreinar: Fjallabrun (hjólreiðar), sjósund, mara- þon, taekwondo og motocross. Auk þess verður boðið upp á íþróttir fyrir eldri borgara (boccia, pútt, ringó, almenningsganga, dans/leikfimi). Maraþon verður ein af kynningar- greinum á Landsmótinu. Þetta verður gert með þeim hætti að árlegt Akureyr- arhlaup UFA verður af þessu tilefni flutt til og það fellt inn í dagskrá Landsmóts- ins – hlaupið verður laugardaginn 11. júlí. Til þessa hefur hálft maraþon verið lengsta vegalengdin í Akureyrarhlaup- inu, en af þessu tilefni verður skrefið stigið til fulls og boðið upp á heilt mara- þon, hálft maraþon, tíu kílómetra hlaup og skemmtiskokk. Heilt maraþon hefur aldrei áður verið hlaupið á Landsmóti UMFÍ og aldrei áður hefur maraþon verið hlaupið á Akureyri. Nú þegar er búið að tímasetja og staðsetja bróðurpart keppnisgreina á Landsmótinu. Upplýsingar um þetta er að finna á heimasíðu mótsins. Keppni hefst á Landsmótinu fimmtudaginn 9. júlí og því verður slitið um hádegi sunnu- daginn 12. júlí. Iðandi mannlíf Landsmót UMFÍ mun sannarlega setja mark sitt á Akureyri mótsdagana og þeir, sem komið hafa að undirbúningn- um, finna að það er metnaður í bænum til þess að staðið verði að mótshaldinu af myndarskap. Í gegnum tíðina hefur safnast upp mikil reynsla við skipulagn- ingu og framkvæmd fjölmennra við- burða. Nægir þar að nefna bæjarhátíð um verslunarmannahelgina, N1-mót KA í knattspyrnu, sem er fjölmennasta árlega knattspyrnumót landsins, Polla- mót Þórs í knattspyrnu og Andrésar andar-leikana á skíðum, svo að nokkur dæmi séu tekin. Allur bærinn verður iðandi af mann- lífi. Íþróttamannvirki bæjarins verða undirlögð á meðan á mótinu stendur og á ýmsan annan hátt mun það ekki fara fram hjá nokkrum manni að 100 ára afmælismót Landsmóta UMFÍ fer fram í bænum. Til dæmis er stefnt að því að bjóða öllum landsmönnum til afmælis- veislu laugardaginn 11. júlí og hundrað ára saga Landsmótanna mun birtast bæjarbúum og gestum í mörgum mynd- um á meðan á mótinu stendur. Ýmsar uppákomur verða í bænum sem munu vekja athygli (má t.d. nefna boðhlaup í kirkjutröppunum víðfrægu) og einnig verða margs konar menningar- viðburðir í boði á Akureyri sem verða gerð nánari skil síðar. Í samvinnu við Háskólann á Akureyri verður hvers konar heilsueflingu gerð skil og nefna má að afreksþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson, sem eins og kunn- ugt er þjálfar Eistlendinginn Gerd Kantner, núverandi Ólympíumeistara í kringlukasti, verður með fyrirlestur að

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.