Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2009, Page 25

Skinfaxi - 01.02.2009, Page 25
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 25 – stækkar enn taka þátt og finnist þetta spennandi og skemmtilegur valkostur. Frítt er inn á allar keppnir og engin keppn- isgjöld. Keppt er í fimm aðalgreinum í Skólahreysti MS: 1) Upphífingar/strákar 2) Armbeygjur/stelpur 3) Dýfur/strákar 4) Fitnessgreip/stelpur 5) Hraðaþraut/stelpur/strákar Stjórnendur skólanna og íþrótta- kennarar hafa einnig tekið Skóla- hreysti mjög vel. Margir skólar halda forkeppnir til að velja nem- endur í liðin. Þá hafa margir skólar ákveðið að taka Skólahreysti sem valkost inn í námsskrá. Mikill áhugi er meðal nemenda og hefur þetta gefið íþróttakennurum skólanna möguleika á að leggja áherslu á grunnþjálfun nemenda og vinna meira með líkamlegar æfingar sem undirbúning fyrir þessa keppni. Skólahreysti MS er frábær viðbót við söngva- og spurningakeppnir skólanna þar sem Skólahreysti MS reynir á líkamlegt og andlegt atgervi og sýnir hrausta unglinga í leik. Þá er keppnin góð viðbót við skólastarf á Íslandi. Hreystiþraut- irnar eru byggðar upp á svipaðan hátt og ýmis leiktæki á leikvöllum sveitarfélaga og tengja því saman leiki og íþróttir. Hreysti er ekki öfgakennd íþrótt heldur íþrótt sem allir geta stundað og haft gaman af. Sýnt er frá Skólahreysti MS á Rúv á laugardögum kl. 18. Rúv sýnir beint frá úrslitakeppninni 17. apríl og hefst keppnin kl. 20:00. Nánari upplýsingar um Skóla- hreysti MS má nálgast á vefsíðunni www.skolahreysti.is auk þess sem Skólahreysti MS er nú á Facebook.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.