Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2009, Page 27

Skinfaxi - 01.02.2009, Page 27
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 27 Fyrsta undankeppni í meistaradeild Ungmennafélags Íslands og Lands- sambands hestamanna fór fram í Rang- árhöllinni á Hellu 28. febrúar sl. Keppt var í tölti, fjórgangi og fimmgangi. Alls skráðu sig 15 keppendur í deildina og í þeim hópi voru kunnir knapar úr röð- um æskufólks. Arnar Bjarki Sigurðsson og Rakel Natalie Kristinsdóttir urðu efst og jöfn að stigum eftir fyrstu umferð. Rakel sigraði í tveimur greinum, fjór- gangi og tölti, en Arnar varð efstur í fimmgangi og í öðru sæti í tölti. Ungmennafélag Íslands, UMFÍ, og Meistaradeild UMFÍ og LH hrundið af stað Úrslit á fyrsta mótinu urðu þessi: Röð Nafn 4g 5g T1 Samtals 1. Arnar Bjarki Sigurðarson 14 15 9,5 38,5 2. Rakel Natalie Kristinsdóttir 15 8,5 15 38,5 3. Steinn Haukur Hauksson 8 10 14 32 4. Gústaf Ásgeir Hinriksson 9 8,5 12,5 30 5. Áslaug Arna Sigurbjörnsd. 12,5 13 4 29,5 6. Grettir Jónasson 11 11 7,5 29,5 7. Hekla Katharína Kristinsdóttir 5 12 11 28 8. Kári Steinsson 6 14 7,5 27,5 9. Guðlaug Jóna Matthíasdóttir 7 6 12,5 25,5 10. Ragnheiður Hallgrímsdóttir 12,5 4 5,5 22 11. Oddur Ólafsson 10 2 9,5 21,5 12. Andri Ingason 4 7 1 12 13. Erla Katrín Jónsdóttir 3 3 5,5 11,5 14. Herdís Rútsdóttir 1 5 3 9 15. Saga Mellbin 2 1 2 5 120 120 120 360 Landssamband hestamanna, LH, skrif- uðu á dögunum undir samstarfssamn- ing um að koma af stað keppni á lands- vísu fyrir börn og unglinga á aldrinum 12–21 árs. Fyrirkomulag keppninnar er þannig að fyrst fer fram undankeppni þar sem 15 einstaklingar geta áunnið sér keppnisrétt í úrvalsdeild UMFÍ og LH. Undankeppnin mun fara fram árlega á Unglingalandsmóti UMFÍ þar sem það er haldið hverju sinni. LH og UMFÍ stefna að frekari samstarfi tengdu þessu verkefni á Unglinga- landsmótum UMFÍ í framtíðinni. Frá verðlaunaafhendingu í fyrstu undankeppni meistaradeildar UMFÍ og LH á Hellu. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, afhenti verðlaunin. Undirritun samstarfssamnings: Frá undirritun samstarfsins í Rangárhöllinni. Frá vinstri: Ómar Diðriksson, formaður hestamannafélagsins Geysis, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamanna.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.