Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2009, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.11.2009, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Skinfaxi 4. tbl. 2009 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Ómar Bragi Stefánsson, Sigurður Guðmundsson, Heiðar Sigurðsson o.fl. Efnistök: Jón M. Ívarsson tók saman sögu Skinfaxa í þessu afmælisblaði Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Prentmet. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Gunnar Gunnarsson, formaður, Óskar Þór Halldórsson, Kristín Harpa Hálfdánardóttir. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Laugavegi 170–172, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri, Alda Pálsdóttir, skrifstofustjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Guðrún Snorradóttir, landsfulltrúi og verkefnisstjóri forvarna, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Kristín Sigurðardóttir, verkefnið Göngum um Ísland. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Björg Jakobsdóttir, varaformaður, Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri, Örn Guðnason, ritari, Einar Haraldsson, meðstjórnandi, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, meðstjórnandi, Garðar Svansson, meðstjórnandi, Ragnhildur Einarsdóttir, varastjórn, Haraldur Þór Jóhannsson, varastjórn, Gunnar Gunnarsson, varastjórn, Einar Kristján Jónsson, varastjórn. Forsíða: Á forsíðunni er brot af forsíðum Skinfaxa í gegnum tíðina, ásamt myndum af nokkrum ritstjórum. Þegar Skinfaxi, málgagn Ung- mennafélags Íslands, kom fyrst fyrir augu lesenda fyrir öld síðan voru líklega ekki margir sem leiddu hugann að því að 100 árum síðar yrði blaðið enn að koma út. Það voru stórhuga menn sem ýttu blaðinu úr vör í upphafi, líklega á bjartsýninni og kraftinum einum saman. Á þess- um tímum má ætla að ekki hafi verið auðvelt að koma blaði út og dreifa því um bæi og sveitir landsins. Markmiðin gengu eftir og með tímanum varð Skinfaxi æ öflugra málgagn hreyfingar- innar. Blaðið var vettvangur þjóð- félagsumræðu og sagði frá atburðum úr hreyfingunni eins og kostur var. Að hafa blað sem miðlaði þessum fróðleik og upp- lýsingum hlýtur að hafa haft ómetanlegt gildi fyrir landsmenn á þessum tíma. Blaðið sigldi ekki alltaf lygnan sjó, heldur barðist á móti uns það skilaði sér alltaf í örugga höfn. Stjórnendur hreyfingarinnar á hverjum tíma hafa lagt mikla áherslu á að blaðið kæmi út. Það hefur verið metnaður þeirra að hlúa að blaðinu og styðja vel við bakið á þeim sem starfað hafa við það. Þessi stuðningur á eflaust stærstan þátt í því að blaðið hefur komið út í heila öld. Skinfaxi er rödd hreyfingarinnar úti í þjóð- félaginu og því er nauðsynlegt að hann sjáist sem víðast. Hreyfingin fæst við mikilvægt útbreiðslu- starf á mörgum sviðum og þá er gott að grípa til málgagnsins sem segir frá verkefnum og því sem hreyfingin stendur fyrir, í máli og myndum. Ég ber þá von í brjósti að Skin- faxi haldi áfram að vaxa og dafna um ókomna framtíð. Það er hagur hreyfingarinnar að málgagn hennar sé sterkt og blaðið haldi áfram að miðla fréttum af starfinu til félagsmanna og almennings í landinu. Sterkur og öflugur Skin- faxi gerir hreyfinguna enn sýni- legri og eflir hana á allan veg. Jón Kristján Sigurðsson ritstjóri Blaðið haldi áfram að vaxa og dafna um ókomna framtíð Kristín Sigurðardóttir hefur hafið störf í þjónustumiðstöð UMFÍ. Kristín mun vinna með verkefnið Göngum um Ísland og vefsíðuna www.ganga.is sem hefur m.a. að geyma upplýsingar um gönguleiðir á Íslandi. Ætlunin er að efla vefinn frekar og færa inn enn meiri upplýsingar sem nýtast munu ferðamönnum og útivistarfólki. Fyrir um ári var Kristín nýfarin að vinna í álverinu á Reyðarfirði þegar hún lenti í alvarlegu bílslysi. Hún hlaut mænuskaða og lamaðist fyrir neðan mitti en hefur samt mátt í hnjánum og framan í lærum. Kristín lætur ekki deigan síga og er bjartsýn á lífið og tilveruna. „Ég læt mig komast allt í hjólastóln- um, geri flest það sem ég vil og svo ek ég um á bílnum mínum. Það er gaman að vera komin aftur í vinnu og spenn- andi verkefni sem bíða mín,“ segir Kristín Sigurðardóttir. Spennandi verkefni bíða mín Kristín Sigurðardóttir við vinnu sína í þjónustumiðstöð UMFÍ. www.ganga.is

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.