Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2009, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.11.2009, Blaðsíða 18
18 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Skinfaxi 100 ára sem ritari á skrifstofu UMFÍ. Una María innleiddi nýja þætti, Raddir lesenda og barnaþátt, og endurvakti vísnaþáttinn. Hún setti upp skipulegt efnisyfirlit þar sem efnið var flokkað eftir innihaldi þess. Hún hélt áfram þemastefnu fyrri ritstjóra og fjallaði meðal annars um almenningsíþróttir, hreyfiþroska barna og umhverfisátak ungmennafélaganna. Stærð blaðsins var fastákveðin 40 blað- síður hverju sinni og nú fóru litmyndir að ryðja sér til rúms. Haustið 1992 fór Una María í barns- burðarleyfi og kom ekki aftur til starfa. Þá var ritstjórn Skinfaxa boðin út og ekki færri en 32 aðilar lýstu áhuga sínum á starfinu. Að lokum var Jóhanna Sigþórs- dóttir, blaðamaður frá Einarsnesi í Mýra- sýslu, valin úr hópnum. Blað Jóhönnu var líflegt og hún lagði áherslu á margar og stuttar frásagnir úr starfi ungmennafélaga. Þegar hún kom til starfa þekkti hún lítt til starfa hreyf- ingarinnar og óraði ekki fyrir að það væri svo víðtækt sem raun bar vitni. Allan tímann sem Jóhanna stjórnaði Skinfaxa var hún í fullu starfi sem blaða- maður á DV. Sumarið 1995 þótti henni nóg komið af tvöföldu starfi og lét af ritstjórn Skinfaxa reynslunni ríkari. Skinfaxi verður íþróttablað Sumarið 1995 var Jóhann Ingi Árna- son, fjölmiðlafræðingur frá Vestmanna- eyjum, ráðinn ritstjóri Skinfaxa. Hann tók einnig að sér áskriftarmálin og tókst að fjölga áskrifendum þó nokkuð. Sam- tímis tók Edda Sigurðardóttir að sér aug- lýsingamálin og náði þar góðum árangri. Ritstjórn blaðsins kom á merkilegu ný- mæli um þessar mundir sem var sérrit Skinfaxa um forvarnir fíkniefna sem sent var ókeypis til um það bil 17 þúsund ungl- inga á aldrinum 12 til 17 ára. Forvarna- blaðið sló í gegn og varð beinlínis til þess að ungum áskrifendum fjölgaði. UMFÍ haslaði sér völl sem sterkur forvarnaaðili og þetta virkaði vel á auglýsendur. Hinn nýi ritstjóri breytti ásýnd blaðs- ins heilmikið og lagði mesta áherslu á ungt fólk og íþróttir. Viðtöl við þekkta íþróttamenn voru í hverju blaði og við- komandi garpar prýddu forsíðuna. Áhugamenn um íþróttir létu sér vel líka en þeim sem voru ekki eins hugfangnir fannst nóg um og töldu að Skinfaxi hefði breyst í hreinræktað íþróttablað á kostnað annars efnis. Nú hafði útgáfa Íþróttablaðs ÍSÍ lagst niður og Jóhann Ingi taldi pláss á markaðnum fyrir sér- stakt íþróttablað við hlið Skinfaxa. Hann fór þess á leit við stjórn UMFÍ að hún Jóhanna Sigþórs- dóttir, ritstjóri Skin- faxa 1992–1995. Jóhann Ingi Árna- son, ritstjóri Skin- faxa 1995–2000. Valdimar Tryggvi Kristófersson, rit- stjóri Skinfaxa 2001–2004. Páll Guðmundsson, ritstjóri Skinfaxa 2004. Jón Kristján Sig- urðsson, ritstjóri Skinfaxa 2005–. tæki að sér útgáfu á slíku blaði en bauðst sjálfur til að vera ritstjóri. Stjórnarmenn játtu þessu og árið 1998 kom út íþrótta- blaðið Sportlíf á vegum UMFÍ. Þar með var UMFÍ farið að gefa út tvö íþrótta- blöð samtímis að margra áliti. Forvarnablað Skinfaxa kom út árlega og mæltist vel fyrir meðal þjóðarinnar. Forvarnablaðið 1999 var einkennilegur bastarður því það var aðeins hálft. Hinn helmingur þess tilheyrði Sportlífi og sneri öfugt við Skinfaxa. Mörgum ung- mennafélögum þótti þá botninum vera náð og hinu virðulega blaði sýnt heldur mikið virðingarleysi. Það er af Sportlífi að segja að útgáfu þess var hætt eftir tveggja ára líftíma þegar ekki tókst lengur að fá auglýsingar til þess. Hinn síungi Skinfaxi Þessu íþróttablaðstímabili Skinfaxa lauk þegar Jóhann Ingi stóð upp úr rit- stjórastólnum í lok ársins 2000 og Valdimar Tryggvi Kristófersson sagn- fræðingur settist í sæti hans. Brátt kvað við annan tón og blaðið varð stórum fjölbreyttara. Viðtöl voru áfram sterkur þáttur í efni blaðsins en nú voru fleiri teknir tali en íþróttamenn. Stjórnendur sambanda og stórmóta og ýmsir starfs- menn hreyfingarinnar höfðu frá mörgu að segja og íþróttirnar gleymdust ekki en voru áfram einn af helstu efnisþáttum. Ritstjórinn skrifaði sjálfur leiðarana en stjórnarmenn UMFÍ áttu lokaorðin á öftustu síðum blaðsins þar sem þeir vöktu athygli á málefnum dagsins. Forvarna- blaðið var á sínum stað og nú var farið að prenta það á vandaðan myndapappír. Þessi breyting á blaðinu mæltist vel fyrir og margir hrósuðu efni þess. Árið 2002 var 2. tölublað Skinfaxa helgað væntanlegu unglingalandsmóti. Þetta varð góð auglýsing fyrir mótið og síðan hafa slík unglingalandsmótsblöð verið árviss. Skömmu eftir áramótin 2004 lét Valdimar Tryggvi af störfum en Páll Guðmundsson, þáverandi kynning- arfulltrúi UMFÍ, tók að sér ritstjórnina til næstu áramóta. Þar mátti greina nýj- an tón útivistar og gönguferða enda leið ekki á löngu þar til Páll gerðist fram- kvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Við ritstjórastarfinu tók Jón Kristján Sig- urðsson blaðamaður sem hefur haldið merki Skinfaxa hátt á loft frá ársbyrjun 2005. Að meðtöldu afmælisblaðinu 2009 hafa komið út 502 tölublöð Skinfaxa frá upphafi sem eru samtals um 15.200 blaðsíður. Á þeim er skrásettur mikils- verður hluti af sögu ungmennafélags- hreyfingarinnar. Þrátt fyrir peningaleysi og erfiðleika bæði fyrr og síðar hafa menn lagt mikið á sig við að halda Skin- faxa á flugi og nú á 100 ára afmælinu hefur sjaldan gengið betur. Blaðinu er dreift í sex til sjö þúsund eintökum og útgáfan skilar hagnaði. Jón Kristján ritstjóri hefur haldið úti fjölbreyttu blaði sem höfðar til ungs fólks og ungmennafélaga. Forvarnablaðið kemur út árlega og ritstjórinn sjálfur dreifir því í grunnskóla landsins af mikl- um dugnaði til að spara útsendingar- kostnað. Árlega koma út fjögur tölublöð af Skinfaxa, ákaflega litrík og með miklu myndavali. Fjörlegar frásagnir hvaðan- æva af landinu, frá félögum, sambönd- um og stjórn UMFÍ, þekja síðurnar og meira að segja auglýsingar fjalla um já- kvæð málefni. Vel myndskreyttar grein- ar og pistlar síðasta tölublaðs voru held- ur fleiri en blaðsíðurnar sem gefur góða hugmynd um fjölbreytnina. Hinn síungi Skinfaxi er í góðum höndum og flýgur hátt til móts við framtíðina. Forsíða Skinfaxa frá 2000. Forsíða Skinfaxa frá 2004. Skinfaxi 100 1909–2009 ára

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.