Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.2009, Page 24

Skinfaxi - 01.11.2009, Page 24
24 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Fyrrverandi ritstjórar Skinfaxa „Þessi tími á ritstjórnarstóli Skinfaxa er mér afar minnisstæður. Þetta var skemmtilegur og lærdómsríkur tími fyrir mig en þarna var ég 27 ára gamall. Ég hafði svo sem ekki komið nálægt svona útgáfumálum fyrr, var reyndar að skrifa áður, en samt sem áður var þetta nýtt fyrir mér,“ sagði Gunnar Kristjánsson sem var ritstjóri Skinfaxa á árunum 1977–1979. Gunnar býr á Grundarfirði í dag og rekur þar verslun ásamt eiginkonu sinni. Gunnar sagði að á þessum árum hefði blaðið verið prentað í prentsmiðjunni Eddu. Þá hefði allt verið í blýi og setjarar að setja hvern staf fyrir sig. Gunnar sagði að það hefði verið gaman að upplifa Gunnar Kristjánsson, ritstjóri Skinfaxa 1977–1979: Blaðið hefur aðlagast breyttum tímum þennan tíma í prentverki með svo ólík- um vinnubrögðum þeim sem nú tíðkast. „Það kom upp í huga minn að brotið á blaðinu var óhentugt fyrir myndstærðir, en þá var að aukast að hafa góðar myndir í blaðinu. Þegar á reyndi var við ramman reip að draga því að menn voru mjög íhaldssamir að breyta brotinu, sérstak- lega safnarar sem voru að binda blaðið inn. Í þeirra huga var af og frá að breyta neinu en það gerðist hins vegar síðar.“ Aðspurður hvort blaðið hefði ekki haft mikla þýðingu fyrir hreyfinguna sagði Gunnar svo hafa verið. „Maður fann það að blaðið var lesið víða og að það var sameiningartákn fyrir hreyfinguna. Það má með sanni segja að blaðið hafi haft mikið upplýsingargildi, en í því var getið helstu viðburða, móta og funda. Á þessum tíma var ekki eins mikið um viðtöl eins og er í blöðum í dag,“ sagði Gunnar. Gunnari finnst blaðið eiga fullt erindi til fólks í dag. „Ég verð var við að unga fólkið les blaðið og því verður það að höfða meira til þess en áður. Það eru breyttar forsend- ur í fjölmiðlun og öðru og umhverfið allt annað en þegar ég var á blaðinu. En mér hefur fundist það takast vel að aðlaga Skinfaxa breyttum tímum og ég vona að hann eigi bjarta tíma fram undan,“ sagði Gunnar Kristjánsson. Gunnar Kristjáns- son, ritstjóri Skin- faxa 1977–1979. Hér verður stiklað á því helsta í grein Pálma Gíslasonar, fyrrverandi formanns UMFÍ, sem hann skrifaði í 4. tbl. Skinfaxa 1992. Enn á ný stendur Skinfaxi á tíma- mótum. Fyrir skömmu var útgáfa tveggja næstu blaða boðin út. Samið var við Jóhönnu S. Sigþórsdóttur blaða- mann um ritstjórn þessara blaða. Að undanförnu hafa verið veruleg- ir erfiðleikar í útgáfunni og sýnt að ekki var hægt að halda áfram á sömu braut. Til að standa undir útgáfunni þarf miklu fleiri áskrifendur. Að undan- förnu hefur starfað öflug ritstjórn og áhugasamur ritstjóri. Blaðið hefur verið vandað með mörgum áhuga- verðum greinum og mikilsverðum upplýsingum og þeir sem hafa tjáð sig um útgáfuna hafa verið ánægðir. En þrátt fyrir þetta hefur áskrifend- um lítið fjölgað. Fyrir tveimur árum var útgáfunni breytt úr sex blöðum í fjögur og var það eingöngu gert í sparnaðarskyni. Raddir hafa verið uppi um að gera blaðið að ársriti eða jafnvel leggja það niður. Það væri slæmt fyrir ung- mennafélagshreyfinguna. Þótt Skin- faxi verði aldrei það sem hann var í byrjun þessarar aldar þá er hann mikilsverður hlekkur í upplýsinga- streymi til forystumanna hreyfingar- innar. Því má segja, að eðlilegra hefði Pálmi Gíslason, fyrrverandi formaður UMFÍ, skrifaði eftirfarandi grein í 4. tbl. Skinfaxa 1992: Skinfaxi á tímamótum verið að umræðan stæði um fjölgun blaða. Svo mikilsvert er talið að blað- ið komist til forystumanna hreyfing- arinnar að á Sambandsráðsfundi nú fyrir skömmu var samþykkt tillaga þess efnis að öllum félögum og héraðssamböndum verði sent blaðið og þau hvött til að gerast áskrifendur. Á sama máta hefur forystumönnum félaga verið sent blaðið á undanförn- um árum. Sem betur fer hafa margir brugðist vel við og eru tryggir lesend- ur og áskrifendur. En því miður hafa margir forystumenn hafnað þessum mikilvæga miðli og reyndar allt of margir fengið blaðið en ekki greitt. Auðvitað hefði átt að strika þá strax af áskrifendaskrám sem ekki greiða blaðið. En með því að leggja metnað í að bæta blaðið höfum við vonast til að fleiri myndu greiða. Ritstjórn hef- ur ákveðið að senda blaðið framvegis aðeins til skilvísra greiðenda. Áskorun mín til ykkar sem nú eiga ógreiddan seðil er sú að bregðast vel við og til ykkar allra að vinna að efl- ingu blaðsins með nýjum áskrifend- um þannig að umræðan í framtíð- inni verði um að auka útgáfuna í stað þess að draga hana saman. Skinfaxi er vettvangur fyrir sam- stöðu ungmennafélaga. Öflugur og útbreiddur Skinfaxi yrði hreyfing- unni mikill styrkur. 1. Helgi Valtýsson 1909 – 1911 2. Jónas Jónsson 1911 – 1917 3. Jón Kjartansson 1918 – 1919 4. Ólafur Kjartansson 1919 – 1921 - Helgi Valtýsson 1921 – 1921 5. Guðmundur Davíðsson 1922 – 1922 6. Gunnlaugur Björnsson 1923 – 1928 7. Björn Guðmundsson 1928 – 1929 8. Aðalsteinn Sigmundsson 1930 – 1940 9. Eiríkur J. Eiríksson 1941 – 1944 10. Stefán Júlíusson 1945 – 1956 11. Stefán M. Gunnarsson 1957 – 1957 12. Guðmundur G. Hagalín 1958 – 1960 - Eiríkur J. Eiríksson 1961 – 1963 13. Eysteinn Þorvaldsson 1964 – 1976 14. Gunnar Kristjánsson 1977 – 1979 15. Diðrik Haraldsson 1980 – 1980 16. Steinþór Pálsson 1981 – 1981 17. Ingólfur A. Steindórsson 1982 – 1984 18. Guðmundur Gíslason 1985 – 1987 19. Ingólfur Hjörleifsson 1987 – 1989 20. Una María Óskarsdóttir 1990 – 1992 21. Jóhanna Sigþórsdóttir 1992 – 1995 22. Jóhann Ingi Árnason 1995 – 2000 23. Valdimar T. Kristófersson 2001 – 2004 24. Páll Guðmundsson 2004 – 2004 25. Jón Kristján Sigurðsson 2005 – Ritstjórar Skinfaxa 1909–2009 Skinfaxi 100 1909–2009 ára

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.