Skinfaxi - 01.11.2009, Blaðsíða 5
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 5
Í sjálfstæðisvakningu og framfarasókn
Íslendinga reyndust tímaritin öflugt tæki,
kveiktu hugsjónaelda, efldu áræðni og
nýja sýn. Ungir lærdómsmenn beittu í
árdaga Fjölni og Nýjum félagsritum og
með heimastjórn gerði æskulýðshreyfing
Skinfaxa að tákni fyrir baráttuandann sem
birtist í kjörorðinu Íslandi allt.
Það sýnir styrk ungmennafélaganna og
úthald að í heila öld hefur Skinfaxi verið í
senn gunnfáni og vettvangur fyrir boð-
skap og fréttir, frásagnir af öflugu starfi,
umfjöllun um áform og glæstar vonir.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Afmæliskveðja fr á forset a Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni:
Ávallt boðberi nýrra tíma
Þegar önnur rit enduðu sinn feril var Skin-
faxi ætíð gæddur nýju fjöri, hélt áfram að
þjóna kröfum sérhvers skeiðs.
UMFÍ hefur á okkar tímum orðið sífellt
öflugra, landsmótin glæsilegri, í senn
hátíðir íþróttafólks og byggðarlaga. Ungl-
ingalandsmótin hafa svo rutt nýjar brautir,
gefið ungu fólki og fjölskyldum þess tæki-
færi til að njóta heilbrigðrar samveru um
helgi sem áður var blandin kvíða og
áhyggjum.
Það er í senn ævintýri og leiðsögn í því
fólgin að UMFÍ skuli í upphafi annarrar
aldar á ferli sínum vera mikilvægara í
íslensku samfélagi en nokkru sinni.
Skinfaxi hefur verið eins konar árbók og
fjölmiðill þessarar merku sögu, ávallt boð-
beri nýrra tíma, vísbending um breytingar
en um leið skrásetjari þess sem vel var gert.
Margir hafa lagt Skinfaxa lið á langri leið;
sönnun þess að hugsjónirnar eru góður
förunautur, afl sem yfirvinnur allar þrautir.
Ég óska Skinfaxa til hamingju með tíma-
mótin og færi öllum aðstandendum hans,
fyrr og síðar, einlægar þakkir Íslendinga.
Skinfaxi
100
1909–2009
ára