Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2009, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.11.2009, Blaðsíða 10
10 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Skinfaxi 100 ára Skinfaxi flýgur af stað Þegar Ungmennafélag Íslands tók til starfa í ágúst 1907 voru ungmennafélög landsins aðeins 16 talsins. Þeim fjölgaði hratt og voru orðin 88 haustið 1909. Af þeim voru þó ekki nema 33 með 1250 félagsmenn innan vébanda UMFÍ. Léleg- ar samgöngur og lítið samband félag- anna innbyrðis átti hér stærstan hlut að máli. Stjórnarmenn UMFÍ fóru ekki í grafgötur með að mikil þörf væri á mál- gagni til að styrkja hreyfinguna og kynna hana fyrir landsmönnum. Fæstir vissu mikið um ungmennafélagsskapinn, jafn- vel ekki ungmennafélagar sjálfir. Þetta tókst haustið 1909 og þá leit dagsins ljós fyrsta tölublað Skinfaxa, málgagns UMFÍ. Allar götur síðan hefur blaðið verið öfl- ugur málsvari ungmennafélagshreyfing- arinnar, fréttablað hennar, kynningarrit og vettvangur baráttumála. Síðast en ekki síst ómetanleg heimild um starf UMFÍ á hverjum tíma. Skinfaxi dró nafn af hinum fljúgandi hesti sem dró vagninn sem goðsagna- veran Dagur ók um himinhvolfið og sagt er frá í norrænum sagnaheimi. Skinfaxi var prýddur skínandi faxi sem lýsti upp bæði himin og jörð og skóp birtu dagsins. Fyrsti ritstjóri Skinfaxa var þáverandi formaður UMFÍ, Helgi Valtýsson, og hon- um til aðstoðar alþýðufræðarinn Guð- mundur Hjaltason sem árum saman ferð- aðist um landið og flutti fyrirlestra á veg- um UMFÍ. Ritstjórnin kom að mestu í hlut Helga þar sem Guðmundur var mikið fjarverandi við fyrirlestrana sem voru geysivinsælir og vel sóttir. Helgi Valtýsson var mikill eldhugi og hug- sjónamaður og þegar hann lét af ritstjóra- störfum sagði Guðbrandur Magnússon, formaður UMFÍ, meðal annars í þakkar- orðum sínum: „Skinfaxi væri líklega ekki til ef Helga hefði ekki notið við og allt sem hann hefur fyrir hann unnið hefur hann gert endurgjaldslaust.“ Helgi skrifaði kröftuga hugvekju í fyrsta tölublaðið og benti á að áhugi ungmennafélaga væri heitur og viljinn góður en mátturinn lítill og samtökin erfið. Hann lýsti hlutverki Skinfaxa á þessa leið: Nú vill „Skinfaxi“ lyfta undir bagga með ungmennafélögunum og reyna af öllum mætti að bæta úr því sem mest er ábótavant í starfi þeirra. Tengja saman félögin í sterka starfandi heild. Hvetja og stæla dug og afl til dáða. Vekja samúð og samhug og opna augun fyrir öllu því sem er gott og fagurt. Glæða sumarhug æskunnar. ... Merki ungmennafélag- anna vill hann bera hátt svo þau gleymi eigi takmarki sínu né missi sjónar á því: Að vekja og göfga íslenskan æskulýð, styrkja hann og stæla. Fyrstu árin var Skinfaxi fjórblöðung- ur og kom út mánaðarlega. Hann flutti fræðandi greinar og sagði frá stofnun og starfi ungmennafélaga sem voru þá sem óðast að spretta upp víðs vegar um land- ið. Hvatningargreinar og hvatningarljóð birtust í hverju tölublaði og félagsmenn víða um land sendu fréttir af starfi sinna félaga. Þar lýstu þeir ánægju sinni með tilkomu Skinfaxa. Margir skrifuðu í blað- ið undir dulnefni því þeir voru óvanir að láta ljós sitt skína og sjálfstraust þeirra takmörkuð auðlind. Þetta breyttist þó smám saman og ungmennafélagar fóru að tjá sig undir fullu nafni. Ritstjórn Jónasar frá Hriflu vekur athygli Helgi Valtýsson ritstýrði Skinfaxa í tvö ár en haustið 1911 tók Jónas Jónsson frá Hriflu við ritstjórninni. Jónas var þá ung- ur kennari við Kennaraskólann og hafði brennandi áhuga á þjóðmálum. Hann var fjölmenntaður og hafði numið í skól- um í Þýskalandi, Danmörku og Englandi. Skrif Jónasar um þjóðfélagsmál í Skin- faxa vöktu mikla athygli og von bráðar var þetta litla málgagn ungmennafélag- anna á allra vörum. Líklega hefur Skin- faxi aldrei notið meiri frægðar meðal þjóðarinnar. Jónas var ritsnjall maður og birti í Skinfaxa óvægnar ádeilugrein- ar á hendur bröskurum og fjárglæfra- mönnum þess tíma sem hann nefndi Filistea. Hann sýndi fram á löglegar en siðlausar gerðir þessara forvera fjármála- víkinga nútímans en mannlegt eðli hef- ur löngum verið samt við sig. Skinfaxi var þó fyrst og fremst mál- gagn hreyfingarinnar og þar birtust ótal greinar um málefni dagsins eins og skipu- lag UMFÍ, íþróttir, skógrækt, fánann, þegnskylduvinnu, móðurmál, heimilis- iðnað og fyrirlestra að ógleymdum fréttapistlum frá félögunum sjálfum. Jónas hóf upp það nýmæli að birta út- drátt úr skýrslum félaganna og sást þar margt fróðlegt sem annars hefði glatast því fátt hefur varðveist af skýrslum fyrstu áranna í fórum UMFÍ. Fyrsta myndin birtist í Skinfaxa 1910 en næst komu myndir af frumkvöðlum UMFÍ, þeim Jóhannesi Jósefssyni og Þórhalli Björnssyni, í fyrsta tölublaði ársins 1914. Eftir það birtust myndir í blaðinu stöku sinnum en langt í frá í hverju tölublaði. Á þessum árum hóf UMFÍ bókaútgáfu og gaf út vönduð rit um skógrækt, ung- mennafélög og þjóðfélagsfræði. Skilvísir kaupendur Skinfaxa fengu þessi rit í kaupbæti en fljótlega var útgáfunni hætt vegna mikils kostnaðar. Á árum fyrri heimsstyrjaldar stórhækkaði pappírs- verð og prentkostnaður og hallarekstur blaðsins var staðreynd. Reynt var að gera sem flesta ung- mennafélaga að áskrifendum Skinfaxa og takmarkið var að allir ungmenna- Helgi Valtýsson, fyrsti ritstjóri Skin- faxa,1909–1911. Jónas Jónsson frá Hriflu, ritstjóri Skin- faxa 1911–1917. Fyrsta forsíða Skinfaxa árið 1909. Skinfaxi 1909–2009 Jón M. Ívarsson:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.