Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.2009, Page 36

Skinfaxi - 01.11.2009, Page 36
36 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Ungmennafélagið Austri á Eski- firði hélt upp á 70 ára afmæli sitt með kaffisamsæti í félagsheimilinu Valhöll þann 1. desember sl. Austramenn hafa miðað við að stofnár félagsins sé 1939. Töluverð virkni var í íþróttastarfi á Eskifirði þar áður og elsta félag þar á staðn- um sem heimildir eru um, Fimleika- félag Eskifjarðar, var við lýði þegar árið 1876. Björn Ármann Ólafsson, gjald- keri Ungmennafélags Íslands, flutti ávarp í afmælishófinu og færði félaginu skjöld að gjöf frá hreyf- ingunni. Austri hefur staðið fyrir gagn- merku starfi öll þessi ár og skilað af sér mörgum afbragsgóðum íþróttamönnum og ungmenna- félagsforkólfum. Alltaf verið mjög öflug starfsemi Benedikt Jóhannsson, formaður Austra, sagði m.a. eftirfarandi í ræðu sinni í afmælishófinu: „Félagið var með rekstur félagsheimilis og bíóhúss og gekk það mjög vel. Því var svo hætt og bíóvélar og verðmæti húss- ins lagt inn í nýtt félagsheimili. Alltaf hefur verið mjög öflug starfsemi í félaginu, í mörgum íþróttum, og má þar nefna knattspyrnu, skíðaiðkun, sund, frjálsar íþróttir, körfubolta og handbolta. Einnig sá félagið um ýmsar skemmt- anir, svo sem bingó og tombólur og dans- leikjahald, sem átti stóran þátt í því að fjármagna félagið. Og þá var íþróttahúsið mikilvægur staður fyrir bæinn þegar þetta var eina húsið á Austurlandi og þá voru mörg skemmtileg mótin hér og Austrafólk stóð sig mjög vel. Þegar farið er í gegnum þær fundar- gerðabækur sem finnast er mikið talað um athafnasvæði til íþróttaiðkunar. Það var svo árið 1992 að bærinn og Austri fóru saman í að þökuleggja knattspyrnu- völlinn og var mikil sjálfboðavinna lögð í það verk. Það er nauðsynlegt að Austri sé öflug- ur í samfélagi okkar þó svo að samvinna á milli byggðarlaga sé af hinu góða og Ungmennafélagið Austri 70 ára Úr hreyfingunni verða samgöngur að lagast mikið svo sú samvinna geti haldið áfram. Það sem hefur breyst frá því í gamla daga er að það er alltaf erfiðara og erfið- ara að fá fólk til starfa. Það vill fá allt fyrir lítið og bærinn á að skaffa allt, en þetta verður að breytast. Það hafa margir frægir íþróttamenn komið frá félaginu og þeir verið því til sóma. Of langt mál er að telja þá alla upp, en þeir eru margir og í mörgum íþrót- tagreinum. Það verður myndasýning frá því í gamla daga og ef einhverjir eiga gamlar myndir væri gaman að fá að skanna þær og koma upp myndasafni. En einhvers staðar liggja gamlar fundargerðabækur og gott væri að fá þær ef einhver finnur þær,“ sagði Benedikt Jóhannsson að lokum. Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri UMFÍ (til hægri), færði Benedikt Jóhannssyni, formanni Austra, skjöld frá UMFÍ. Benedikt ásamt Helga Sigurðssyni, fyrrverandi formanni Hattar á Egilsstöðum. Neðri mynd: Benedikt ásamt Friðriki Þorvaldssyni sem átti sæti í afmælisnefnd Austra.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.