Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2009, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.11.2009, Blaðsíða 28
28 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Umf. Dagsbrún 100 ára Umf. Dagsbrún í Austur-Landeyjum í Rangárþingi eystra fagnaði 100 ára afmæli sínu 24. október sl. Félagið var stofnað fyrsta vetrardag, 23. október 1909, að Krossi í Landeyjum. 100 ára afmælisfagnaður félagsins var haldinn í Gunnarshólma. Fjölmenni var í afmælisfagnaðinum en öllum Austur- Landeyingum, heimamönnum og burt- fluttum, var boðið á hátíðina. Vikuna áður var börnum og unglingum í félaginu boð- ið á skauta og í keilu í Reykjavík. Mikil ánægja var með þá ferð. Á meðal gesta á afmælisfagnaðinum voru Örn Guðnason, ritari stjórnar UMFÍ, og Gísli Páll Pálsson, formaður HSK. Fluttu þeir félaginu heillaóskir og færðu for- manni félagsins, Haraldi Konráðssyni, gjaf- ir í tilefni afmælisins. Tvöfaldur kvartett, Dagsbrúnarkvartett- inn, flutti nokkur lög og sýnd voru glímu- brögð. Einnig voru fluttar eftirhermur úr sveitinni eins og Austur–Landeyingum einum er lagið. Um 200 manns mættu á afmælishátíðina „Miðað við félög hér á svæðinu er starf- semi innan félagsins bara nokkuð lífleg. Við erum aðilar að hinu sameinaða íþrótta- félagi Dímoni í Rangárþingi eystra og þar fer íþróttastarfsemin fram að mestu. Við erum með nokkra fasta punkta í starfi okkar. Má í því sambandi nefna jólatrés- skemmtun fyrir krakkana, skötuveislu á Þorláksmessu, þorrablót fyrsta laugardag í þorra og svo tökum við þátt í töðugjöld- um með nokkrum aðilum sem haldin eru árlega á haustin,“ sagði Haraldur Konráðs- son, formaður Ungmennafélagsins Dags- brúnar, í samtali við Skinfaxa. Haraldur sagði að afmælishátíðin hefði tekist gríð- arlega vel, en um 200 manns mættu. Hann sagði þetta hefði verið frábær sam- koma. „Ég er bara bjartsýnn á framhaldið hjá Dagsbrún. Á meðan einhverjir fást til að draga vagninn eins og maður segir og einhver fæst til að taka við af mér þá er ég frekar bjartsýnn. Við erum heppin með það í Austur-Landeyjum að hér Haraldur Konráðsson, formaður Ungmennafélagsins Dagsbrúnar, flytur ávarp á 100 ára afmælishátíð félagsins.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.