Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.2009, Side 6

Skinfaxi - 01.11.2009, Side 6
6 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Önnur úthlutun styrkja úr Umhverfis- sjóði UMFÍ, Minningarsjóði Pálma Gíslasonar, formanns UMFÍ 1979– 1993, fór fram 10. nóvember sl. við hátíðlega athöfn í þjónustumiðstöð Ungmennafélags Íslands við Laugaveg. Við athöfnina flutti formaður UMFÍ, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, ávarp og Stella Guðmundsdóttir, ekkja Pálma Gíslasonar, afhenti styrkina. Sjóðsstjórn- inni bárust 18 umsóknir og var samþykkt að styrkja fimm verkefni að upphæð samtals eina milljón króna. Eftirtaldir fengu styrk að þessu sinni: 1. HSK – Íþróttafélagið Hamar, kr. 400.000, í verkefni sem gengur út á að bæta lýð- Úthlutun úr Umhverfissjóði UMFÍ heilsu og þekkingu almennings á nátt- úru og umhverfi í hlíðum Reykjafjalls við Hveragerði. 2. UÍA – Blakdeild Þróttar, kr. 300.000, til að útbúa útivistarsvæði í tengslum við strandblakvöll í Hjallaskógi. 3. UMSB – Golfklúbburinn Glanni, kr. 150.000, til að útbúa göngustíga fyrir almenning í gegnum golfvöllinn sem liggja niður að fossinum Glanna og að Paradísarlaut. 4. HSK – Hestamannafélagið Geysir, kr. 75.000, til að útbúa trjálund á svæði félagsins á Gaddstaðaflötum. 5. UÍA – Blakdeild Hattar, kr. 75.000, til að fegra og bæta aðstöðu félagsins í Bjarnadal á Egilsstöðum til útivistar fyrir félagsmenn. Frá vinstri: Ómar Diðriksson, Hesta- mannafélaginu Geysi, Guðjón Guðmunds- son, Golfklúbbnum Glanna, Stella Guð- mundsdóttir, ekkja Pálma Gíslasonar, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Valdimar Hafsteinsson, Íþrótta- félaginu Hamri, og Sæunn Skúladóttir, Blakdeild Þróttar á Norðfirði. Undanfarnar vikur hefur staðið yfir vinna við uppfærslu á nýrri heima- síðu Ungmennafélags Íslands. Þeirri vinnu er nú lokið og var síðan tekin í notkun 5. desember sl. Gamla síðan hefur sinnt hlutverki sínu sl. sex ár, en ljóst var að uppfærsla á henni var nauðsynleg þar sem upplýsingatækni á þessum tíma hefur breyst hratt. Heimsóknum inn á síðuna hefur fjölgað jafnt og þétt enda hefur hún mikið upplýsingagildi fyrir hreyfing- una. Ný heimasíða UMFÍ tekin í notkun Nú hefur heimasíðunni verið komið í nútímalegra horf og allar upplýsingar eru mun aðgengilegri og betri en áður. Vonandi nýta ungmennafélagar sem og aðrir gestir síðunnar sér nýju síð- una. Eins og áður verður kapkostað að koma fréttum og öðru efni til skila. Það voru þær Helga Guðrún Guð- jónsdóttir, formaður UMFÍ, og vara- formaður hreyfingarinnar, Björg Jakobsdóttir, sem ræstu síðuna og var myndin tekin við það tækifæri. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Björg Jakobsdóttir, varaformaður.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.