Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.2009, Side 30

Skinfaxi - 01.11.2009, Side 30
30 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Þann 28. október sl. var haldið félags- málanámskeið á Hvanneyri í Borgarfirði sem Ungmennafélag Íslands stóð fyrir. Námskeiðið sóttu 18 nemendur Land- búnaðarháskólans á staðnum og gekk það vel í alla staði. Þátttakendur sýndu mikinn áhuga og stóðu sig með prýði. Leiðbeinandi á námskeiðinu eins og áður var Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi hjá UMFÍ. Á námskeiðum þessum er farið yfir ýmsa þætti er tengjast ræðumennsku, s.s. Úr hreyfingunni Félagsmálafræðsla: Vel heppnað námskeið á Hvanneyri að taka til máls, framkomu, ræðuflutning, raddbeitingu, skipan ræðu o.fl. Einnig er kennt ýmislegt sem við kemur fundar- sköpum, m.a. fundarreglur, boðun funda, fundarskipan, dagskrá funda, umræður, meðferð tillagna, kosningar o.fl. Frá októberbyrjun 2008 til maíloka 2009 voru haldin námskeið á þrjátíu stöð- Þátttakendur á félagsmálanám- skeiðinu á Hvann- eyri. um víðs vegar um landið og þátttakend- ur á öllum aldri voru um 700 talsins. Þeir sem hafa áhuga á að fá námskeið í sitt hérað geta haft samband við Guð- rúnu Snorradóttur landsfulltrúa. Guðrún mun kenna á námskeiðunum þar sem Sigurður tekur að sér önnur verkefni hjá UMFÍ. Skráningar eru á gudrun@umfi.is. KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.