Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2009, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.11.2009, Blaðsíða 39
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 39 Landssamband æskulýðsfélaga og Æskulýðsvettvangurinn efndu þann 23. nóvember sl. til fjölmenns fundar um mál- efni ungs fólks í þeim efnahagsþrenging- um sem við búum við um þessar mundir. Fundurinn var haldinn á Hótel Borg og spunnust fróðlegar og gagnlegar umræð- ur um málefnið. Ungmennafélag Íslands er aðili að Æskulýðsvettvanginum ásamt Bandalagi íslenskra skáta og KFUM og K. Stefnumótið hófst á stuttu innleggi Sindra Snæs Einarssonar, varaformanns Landssambands æskulýðsfélaga, og í kjöl- farið héldu Hreiðar Már Árnason, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra fram- haldsskólanema, og Þórólfur Þórlindsson, prófessor við Háskóla Íslands, stutt erindi. Í máli Þórólfs kom fram mikilvægi þess að læra af öðrum þjóðum, en einnig okkur sjálfum og nefndi hann í því sam- hengi þann kraft sem var lagður í félög ungs fólks um aldamótin 1900. Þá spruttu upp grasrótarhreyfingar ungs fólks sem enn eru starfandi, t.d. UMFÍ og skátar. Með þessu lagði hann áherslu á hversu mikill virðisauki fæst með framlögum til félagasamtaka. Menntamálaráðherra hélt stutt ávarp og við lok þess hófust umræður. Mikið var rætt um hugmyndir félags- málaráðherra um skertar atvinnuleysis- bætur til ungs fólks sem býr í foreldra- húsum og stöðu framhaldsskólanna hér á landi. Auk þess var rætt um gildi óform- legrar menntunar, heildarstefnu í æsku- lýðsmálum, lausnir fyrir ungt fólk sem vill ekki sækja skóla og mikilvægi þess að ungt fólk fái að vera með í umræðu um eigin málefni og að ungt fólk sé sett í forgang. Umræðan var málefnaleg og gafst öll- um tækifæri á að koma sínum skoðunum Landssamband æskulýðsfélaga og Æskulýðsvettvangurinn: Ungt fólk átti stefnumót við ráðamenn þjóðarinnar á framfæri, hvort sem var ungt fólk eða stjórnmálamenn. Af umræðunum má draga þær niðurstöður að málefni ungs fólks þurfi að komast á dagskrá stjórn- málamanna og fara í forgang þar. Auk þess þarf samráð og samvinnu í málefn- um ungs fólks, bæði milli ráðuneyta og í samfélaginu almennt til að vinna að lausnum. Leita á til ungs fólks um málefni þess og gefa ungmennum tækifæri til að vera með þegar ákvarðanir eru teknar í málum þeirra. Ná þarf betur til ungs fólks og bjóða upp á fjölbreytt úrræði. Í ungu fólki býr kraftur sem þarf að nýta og líta á ástand- ið sem tækifæri en ekki vandamál. Mikil ánægja var með þetta framtak meðal þátttakenda og var von þeirra að blásið yrði til fleiri stefnumóta af þessu tagi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.