Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2009, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.11.2009, Blaðsíða 37
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 37 Ungmennafélagið Sindri á Höfn í Hornafirði varð 75 ára 1. desember sl. Þessum merka áfanga í sögu félagsins var fagnað með ýmsum hætti laugardag- inn 5. desember. Sýning, þar sem gerð er grein fyrir sögu félagsins, var opnuð á afmælisdaginn í Menningarmiðstöð Hornafjarðar í Nýheimum. Ungmennafélagið Sindri 75 ára Sannkölluð afmælishátíð var haldin í íþróttahúsinu og flutt voru ávörp. Viður- kenningar fyrir vel unnin störf fyrir Sindra á undangengnum árum voru afhentar og síðan reyndu starfsmenn ráðhúss og bæjarstjórn með sér í knattspyrnu gegn Íslandsmeisturum Sindra í 3. flokki kvenna. Úr hreyfingunni Í lok dagskrárinnar var boðið upp á dýrindis afmælistertu. Hinar fjölmörgu deildir sem starfa innan vébanda Sindra kynntu starfsemi sína í íþróttahúsinu. Ungmennafélagið Sindri var stofnað af um 15 ungmennum á Höfn í Hornafirði 1. desember 1934. Þá voru íbúar Hafnar- hrepps 204 talsins. Það var um 1965 sem Sindri tók fyrst þátt í Íslandsmóti í knatt- spyrnu og síðan þá hefur liðið verið með í mótinu, með smáhléum þó fyrstu árin. Starfið hefur smám saman eflst um leið og félaginu hefur vaxið fiskur um hrygg. Áður höfðu ungmennin á Höfn verið í Mána í Nesjum en þéttbýlið óx og með því þörfin fyrir félagsskap íbúanna. Sem venjan var á þeim tíma þá tóku félags- menn upp á ýmsu og var þetta aðal- félagsskapur yngra fólks í þorpinu frá stofnun. Má nefna rekstur Sindrabíós og blómlegt leiklistarlíf uns Leikfélag Horna- fjarðar var stofnað af Sindrafólki sem áður hafði leikið undir nafni Sindra. Á fyrstu árunum handskrifuðu nokkrir félagsmenn Leiftur, sem var málgagn félagsins, og var það lesið upp á fundum félagsins. Eftir stríð voru tveir herliðs- braggar fluttir af Suðurfjörunum og kom- ið fyrir á Heppunni og varð Sindrabragg- inn aðalsamkomustaður og kvikmynda- hús Hafnarbúa í ein 20 ár eftir stríð. Fólk lagði vinnu í gerð íþróttavallar nokkuð innan við þorp, í garðlöndum Hafnarbúa, gegnt aflagðri mjólkurstöð nú. Þá má nefna skólahald, kartöflurækt- un, revíusamningu og -flutning og sumarferðalög innan héraðs sem voru mikið átak í vatnahéraðinu Hornafirði þegar flestar ár voru óbrúaðar og vega- gerð skammt á veg komin, hvað þá að bifreiðaeign væri almenn. Áðurnefndur völlur var notaður meira eða minna fram undir 1970 eða svo. Félagsmenn fengu þá að ráðast í gerð malarvallar þar sem nú stendur Ásgarður. Sá völlur var frekar lítill og ekki mjög spennandi en var eiginlega strax tekinn af bæjarfélaginu undir lóðir. Um 1965 tóku ungir menn við Sindra og eftir það hefur félagið verið nær ein- göngu íþróttafélag. Í fyrstu notuðu Sindra- menn bláan keppnisbúning en rautt varð fljótt eða um 1970 aðallitur félagsins. Þannig var knattspyrna eiginlega eina greinin sem stunduð var framan af, alla- vega með keppni í huga. Núna er reynt að bjóða upp á eins fjölbreytt íþróttalíf og hægt er. Mestu ræður um framboðið hvernig gengur að fá leiðbeinendur til starfa og er það upp og ofan. Um nokk- urt skeið hefur verið unnið að ritun sögu félagsins og er það starf í höndum Arnþórs Gunnarssonar sagnfræðings. Vonast er til að sagan geti komið út innan skamms. 0000 Albert Eymunds- son, kennari og ritstjóri Eystra- horns, (til vinstri), afhendir Ásgrími Ingólfssyni, for- manni Sindra, gjafir í tilefni 75 ára afmælis Sindra.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.