Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.2009, Qupperneq 12

Skinfaxi - 01.11.2009, Qupperneq 12
12 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Guðmundur gekk sjálfur á undan með góðu fordæmi og skrifaði margar fróð- legar greinar í blaðið auk þess að tíunda fréttir af félögum og frá stjórn UMFÍ. Guðmundur var ekki fjölskyldumaður og lagði allan sinn frítíma og félagskrafta fram í þágu ungmennafélaganna. Láta mun nærri að hann hafi ritað helming þess efnis sem birtist í Skinfaxa á þess- um árum. Aðalsteinn bjargar lífi UMFÍ og Skinfaxa Fremur var óhentugt að hafa blaðið á Ísafirði vegna erfiðari samgangna þar en á höfuðborgarsvæðinu. Í ársbyrjun 1930 slepptu þeir Björn og Guðmundur hend- inni af Skinfaxa og hann fór aftur til Reykjavíkur. Til ritstjóra valdist Aðal- steinn Sigmundsson, fyrrverandi skóla- stjóri á Eyrarbakka, sem þá fluttist til Reykjavíkur og gerðist kennari við Aust- urbæjarskóla. Aðalsteinn varð formað- ur UMFÍ sama ár og stýrði samtökun- um gegnum kreppuna miklu á fjórða ára- tugnum jafnframt því að ritstýra Skinfaxa. Líklega er fáum mönnum meira að þakka en honum að samtökin héldu velli á þessum erfiðu tímum því fórnfýsi hans og ósérplægni var dæmalaus. Undir hans stjórn varð blaðið líflegra og myndbirtingar urðu algengari. Aðal- steinn hét á ungmennafélaga að senda greinar til blaðsins og margir vel ritfærir félagar urðu við þessum tilmælum. Fjöl- breyttar fréttir innan hreyfingarinnar settu svip sinn á efnið ásamt bókakynn- ingum og sögulegum frásögnum frá nágrannalöndunum. Ekki var ofsagt að telja Skinfaxa menningarrit á þessum árum. Árið 1933 var útgáfunni breytt og eftir það kom Skinfaxi út aðeins tvisvar á ári en blaðsíðufjöldi var svipaður, um 160–170 árlega. Sú hugmynd að innheimta skatt fyrir Skinfaxa af hverjum ungmennafélaga mæltist ekki vel fyrir og hann var fljót- lega lækkaður. Þá sótti í sama farið með fjárhagsvandræði hreyfingarinnar og árið 1936 var svo komið að mestallar tekjur UMFÍ fóru í að fjármagna blaðið. Kreppan var ungmennafélögum erfið og mörg þeirra týndu tölunni. Fyrir starf sitt sem ritstjóri Skinfaxa fékk Aðalsteinn lítilfjörleg árslaun sem UMFÍ tókst þó ekki að standa í skilum með. Þá lækkaði Aðalsteinn laun sín einhliða um þriðj- ung en þrátt fyrir það skuldaði UMFÍ honum tveggja ára laun árið 1936 sem hann innheimti aldrei og var þó ekki fjáður maður. Í skýrslu Aðalsteins í Skinfaxa þetta ár gætir nokkurrar kaldhæðni þegar hann getur þess að UMFÍ mundi ekkert skulda og það hefði ekki þurft að starfa að nokkru leyti á kostnað eins fátæks einstaklings ef ungmennafélögin hefðu gert skyldu sína og greitt því lögboðinn skatt! Líklega hefur þessi ádrepa haft ein- hver áhrif og svo mikið er víst að eftir þetta fóru skattaskilin batnandi. Þetta framlag Aðalsteins bjargaði UMFÍ og blaðinu yfir erfiðasta hjallann og eftir þetta fór að rætast úr. Árið 1943 var ákveðið að hætta að senda hverjum fé- lagsmanni blaðið og hafa það eftirleiðis í frjálsri áskrift í innheimtu félaganna. Þessi tilraun til að reyna þegnskap ung- mennafélaga hafði ekki tekist eins og til var ætlast. Eiríkur J. kallaður til Aðalsteinn Sigmundsson lét af for- mennsku UMFÍ árið 1938 en ritstýrði Skinfaxa til ársins 1941. Eftirmaður hans á formannsstóli var séra Eiríkur J. Eiríksson, skólastjóri á Núpi í Dýrafirði. Fram að þessu höfðu formenn UMFÍ oft- ar en ekki verið lágt launaðir starfsmenn samtakanna eins og raunin var með Aðalstein. Þar sem Eiríkur starfaði á öðru landshorni kom það ekki til greina og þá var í fyrsta sinn ráðinn starfsmað- ur sem ekki var ritstjóri Skinfaxa. Rann- veig Þorsteinsdóttir, síðar alþingismað- ur, var í hlutastarfi hjá UMFÍ árin 1938– 1940 en hún var þá gjaldkeri samtakanna. Við af Rannveigu tók Daníel Ágústín- usson, ritari UMFÍ, og var framkvæmda- stjóri samtakanna til 1954. Vinnuskylda hans var tveir dagar í viku en Daníel var dugnaðarforkur og hafði brennandi áhuga á málefnum samtakanna svo oft var viðveran mun meiri. Í raun má segja að Daníel hafi stjórnað UMFÍ þessi ár ekki síður en formaðurinn sem stund- um kom ekki til Reykjavíkur nema einu sinni á ári. Þegar Aðalsteinn hætti var ekki hlaup- ið að því að fá mann í ritstjórasætið en niðurstaðan varð sú að formaðurinn, séra Eiríkur, tók það að sér næstu fjögur árin. Það var auðvitað umhendis fyrir hann að ritstýra blaðinu frá Núpi og hans helsta framlag til þess var langar og fræðandi greinar um ýmis efni auk þess að bundið mál fór mjög vaxandi. Daníel Ágústínusson tók saman pistla um félagsstarfið í hreyfingunni og sagði einnig frá íþróttastarfinu. Hann var því nokkurs konar meðritstjóri séra Eiríks þennan tíma. Þetta fyrirkomulag gekk heldur stirðlega og blaðsíðum fækkaði niður fyrir 100 árlega. Árið 1943 kom aðeins út eitt hefti af Skinfaxa og þá fóru menn að hugleiða nýjan ritstjóra enda hafði Eiríkur nóg að starfa við umfangsmikla skólastjórn á Núpi þótt hann af þegnskap sínum hefði bætt við sig ritstjórastarfinu. Á lygnum sjó Í ársbyrjun 1945 tók Stefán Júlíusson, kennari og rithöfundur, við ritstjórn Skinfaxa. Undir hans stjórn var útgáfan traust og stöðug næstu tólf árin. Út komu Skinfaxi 100 ára Aðalsteinn Sig- mundsson, ritstjóri Skinfaxa 1930– 1940. Eiríkur J. Eiríksson, ritstjóri Skinfaxa 1941–1944 og 1961–1963. Forsíða Skinfaxa frá 1927. Forsíða Skinfaxa frá 1938. Skinfaxi 100 1909–2009 ára

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.