Skinfaxi - 01.11.2009, Blaðsíða 27
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 27
Ingimundur Ingimundarson,
sem sat í stjórn UMFÍ um átta ára
skeið og fyrrum framkvæmda-
stjóri UMSB, skrifaði eftirfarandi
grein í 4. tbl. Skinfaxa 1992:
Strax í upphafi sáu frumkvöðl-
ar ungmennafélagshreyfingarinn-
ar fram á að erfitt yrði að vinna
hugsjónum UMFÍ fylgi án þess
að eiga sitt eigið málgagn. Þessir
stórhuga menn létu ekki sitja við
orðin tóm heldur hrundu hug-
mynd sinni í framkvæmd. Skin-
faxi kom fyrst út í október 1909
og útgáfa blaðsins hefur aldrei
fallið niður. Hann er eitt elsta
tímaritið hér á landi.
Skinfaxi hefur flutt fréttir úr
starfi ungmennafélaganna og
ýmislegt sem þar hefur birst hef-
ur hvergi komið fram annars
staðar í prentuðu máli. Frum-
kvöðlarnir hvöttu menn til dáða
og blaðið á trúlega stóran þátt í
einarðri framgöngu ungmenna-
félaganna í sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar.
Rekstur Skinfaxa hefur oft ver-
ið erfiður. Trúlega hefur það fyrst
og fremst verið fyrir þrautseigju
ritstjóra og helstu velunnara
blaðsins að útgáfan féll ekki niður.
Skinfaxi á erindi til allra ung-
mennafélaga. Markmiðið ætti
að vera að blaðið komi inn á öll
heimili þar sem ungmennafélagi
er fyrir. Því markmiði þyrfti að
ná fyrir 90 ára afmæli blaðsins
1999.
Ingimundur Ingimundarson, fyrrverandi stjórnarmaður UMFÍ, skrifaði eftirfarandi í 4. tbl. Skinfaxa 1992:
Frumkvöðlarnir hvöttu menn til dáð a
„Ég fór ekki að lesa Skinfaxa fyrr en ég
varð formaður HSK fyrir sex árum síðan.
Í starfi mínu sem formaður HSK og sem
ungmennafélagi fæ ég fréttir og annað
efni innan hreyfingarinnar með lestri á
blaðinu. Skinfaxi hefur mikið gildi fyrir
hreyfinguna og blaðið hefur unnið mikið
á,“ sagði Gísli Páll Pálsson, formaður HSK.
„Mér finnst nauðsynlegt að blað á borð
við Skinfaxa komi út og komi okkar góða
málstað vel á framfæri. Það er afar brýnt
og þar stendur hann vel undir merkjum.
„Ég er sjálfsagt búinn að lesa Skinfaxa í
kringum 40 ár. Mér finnst alveg bráð-
nauðsynlegt að fá þetta blað og hafa
þannig yfirsýn á það hvað er að gerast í
hreyfingunni á hverjum tíma. Ég er
ánægður með blaðið í dag, finnst það
líflegt, skemmtilegt, uppsetning þess og
efnistökin,“ sagði Guðmundur Haukur
Sigurðsson, formaður Ungmennasam-
bands Vestur–Húnvetninga, í spjalli við
Skinfaxa.
Guðmundi Hauki finnst nauðsynlegt
að hreyfingin gefi út blað til að vekja
Í 5. tbl. Skinfaxa frá 1985 má
finna þessa grein:
Á haustmánuðum 1985 sóttu
Sigurður Geirdal og Guðmundur
Gíslason námskeið í blaðaútgáfu
í borginni Karis í Finnlandi. Nám-
skeiðið var haldið á vegum NSU.
Á námskeiðinu í Finnlandi
lágu frammi félagsblöð frá mjög
mörgum félögum í Noregi, Dan-
mörku, Svíþjóð, Finnlandi og
Skinfaxi frá Íslandi. Er þessi blöð
voru skoðuð, en þau hafa verið
um 20–25 talsins, kom í ljós að
Skinfaxi hafði nokkra sérstöðu
miðað við hin blöðin öll. Var sú
sérstaða aðallega fólgin í tvennu,
þ.e. Skinfaxi var elsta blaðið í
hópnum og það eina er fjallaði
um íþróttir.
Hin blöðin fjölluðu ekkert um
íþróttir heldur um ýmislegt félags-
starf, t.d. fundi, félagsheimili,
viðtöl, ferðalög, mataruppskriftir
og einnig fugla, svo Skinfaxi er
ekki eina blaðið sem fjallar um þá.
Fjöldi tölublaða á ári var líka
mjög mismunandi, allt frá fjór-
um upp til 52, þ.e. einu sinni í
viku. Einnig var mismunandi
mikið lagt í blöðin, þ.e. myndir,
pappír og prentun, og verður að
segja að Skinfaxi telst til þeirra
vandaðri miðað við þetta.
Skinfaxi með elstu blöðum á Norðurlöndunum
Formenn sambanda
Gísli Páll Pálsson, formaður HSK:
Kemur okkar góða málstað á framfæri
Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður USVH:
Skinfaxi höfðar til breiðari hóps en áður
athygli á sér. Hreyfingin sem slík væri
snauðari ef ekkert blað væri gefið út.
„Skinfaxi hefur farið í gegnum ýmsar
þrengingar en alltaf staðist þær. Mér
finnst blaðið á góðu róli um þessar mund-
ir og blaðið höfðar til breiðari hóps en
það hefur oft gert. Blaðið höfðar meira
til unga fólksins og það er góð þróun að
þessi hópur lesi blaðið og fylgist með
okkur. Ég óska blaðinu annarra hundrað
ára og að því megi vegna sem best í
nánustu framtíð,“ sagði Guðmundur
Haukur Sigurðsson, formaður USVH.
Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður USVH, ásamt Guðbjörgu
Guðmundsdóttur og Önnu Maríu Einarsdóttur á sambandsþingi UMFÍ.
Ég vona að blaðið eigi góða framtíð fyrir
sér og komi áfram út næstu 100 árin. Það
er afar brýnt í mínum huga að sjá fréttir í
hreyfingunni í gegnum Skinfaxa og ekki
síður út á við, gagnvart
opinberum aðilum,
þingmönnum, sveit-
arstjórnarmönnum
og fyrirtækjum, hvað
UMFÍ er að gera,“
sagði Gísli Páll Páls-
son, formaður HSK.Gísli Páll Pálsson (lengst til hægri), ásamt nokkrum fulltrúum HSK á
sambandsþingi UMFÍ.
Skinfaxi
100
1909–2009
ára