Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2009, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.11.2009, Blaðsíða 11
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 11 félagar keyptu blaðið. Þegar Jónas tók við ritstjórninni 1911 voru áskrifendur um 600 talsins og 1914 hafði þeim fjölg- að í 1017 en aðeins 755 þeirra stóðu í skilum. Þá voru félagar innan UMFÍ um 2000 talsins. Sum ungmennafélög sýndu þá sérplægni að kaupa eitt eintak af blaðinu og láta lesa það upp á fund- um. Þetta varð til þess að áskrifendum fækkaði og Jónas ritstjóri var harðorður um þá félagsmenn sem vildu „hafa ung- mennafélagsblað, njóta hagnaðar þess sem því fylgir en losna við byrðina“. Þau félög voru ekki mörg sem betur fór en réttilega þótti ritstjóranum þetta lítill félagsþroski. Slær í harðbakkann Árið 1918 varð Jónas Jónsson skóla- stjóri Samvinnuskólans og lét af ritstjórn Skinfaxa. Hann var þá formaður UMFÍ og skrifaði í blaðið öðru hverju. Meðal annars gerði hann tilraunir til ensku- kennslu þar sem birtust íslenskir gull- aldartextar og ensk þýðing við hlið þeirra. Jónas lét brátt til sín taka á stjórnmála- sviðinu og þjóðfélagsádeila hans færðist á þann vettvang. Jón Kjartansson, kenn- ari og ritari UMFÍ, varð þá ritstjóri blaðsins næstu tvö árin. Yfirbragð Skin- faxa mýktist en samtímis fækkaði áskrif- endum. Í blaðinu birtust meðal annars fræðandi greinar um frjálsíþróttir sem þá voru að ryðja sér til rúms undir nafninu úti-íþróttir og ágætar frásagnir af íþrótta- mótum og -námskeiðum. Haustið 1919 hélt Jón Kjartansson utan til náms en í hans stað kom annar kennari, Ólafur Kjartansson, sem var ritstjóri næstu 19 mánuði. Nú fór að harðna á dalnum. Í kjölfar stríðsins geis- aði verðbólga og útflutningsvörur Íslend- inga hríðféllu í verði. Þetta hafði sín áhrif á gengi Skinfaxa og eftir áramótin 1920 kom hann aðeins út annan hvern mánuð. Stóð svo til hausts 1921 en þá lét Ólafur af ritstjórastörfum. Í stað hans kom að nýju fyrsti ritstjórinn, Helgi Valtýsson. Sökum fátæktar UMFÍ neyddist Helgi til að minnka blaðið niður í fjórar blað- síður en það kom þá reyndar út í hverj- um mánuði. Helgi bauðst til að taka að sér ritstjórn- ina áfram fyrir lítil laun en stjórn UMFÍ varð að afþakka boðið sökum bágrar fjár- hagsstöðu. Þess í stað tók stjórnin sjálf að sér ritstjórnina launalaust allt árið 1922. Þetta tímabil var stanslaus lífróð- ur fyrir tilvist Skinfaxa. Stjórnarfundir UMFÍ voru fyrst og fremst ritstjórnar- fundir blaðsins og lítill tími gafst til stjórnarstarfa. Fátæktin var svo mikil að ekki voru efni til að senda út prentuð eyðublöð fyrir ársskýrslur félaganna heldur voru þau handskrifuð. Stjórnar- menn UMFÍ, þau Magnús Stefánsson formaður, Guðrún Björnsdóttir ritari, Jón Kjartansson gjaldkeri og meðstjórn- endur Guðmundur Jónsson frá Brennu og Guðmundur Davíðsson unnu þrek- virki við að halda Skinfaxa á lífi. Áskrift- argjöldin innheimtust illa í kreppunni og margir voru skuldugir. Lítið ákall á baksíðu blaðsins haustið 1922 segir sína sögu um ástandið: Ungmennafélagar! Skinfaxi er blaðið ykkar. Borgið hann og útvegið hon- um skilvísa kaupendur. Blaðið hefur engar auglýsingatekjur eins og mörg önnur blöð, tilvera þess er því bundin við skilvísa borgun áskrifendanna. Á þessum erfiðu tímum var Skinfaxi líftaug ungmennafélagshreyfingarinnar. Tilvera hans tengdi félögin saman en mestur hluti hins nauma styrks til UMFÍ úr landssjóði fór til þess að halda hon- um gangandi. Í maí 1923 hafði stjórn UMFÍ fengið sig fullsadda á sjálfboða- starfinu við Skinfaxa enda hafði útgáfan fallið niður frá áramótum. Þá var Gunn- laugur Björnsson ráðinn ritstjóri blaðs- ins næstu fimm árin. Gunnlaugur var kennari að mennt eins og fyrri ritstjórar, mikill hugsjónamaður og ritaði margar skeleggar hvatningargreinar til ung- mennafélaganna. Í höndum Gunnlaugs var Skinfaxi menningarlega sinnað blað sem vegsam- aði dásemdir sveitanna en amaðist held- ur við solli þéttbýlisins. Þetta hélst í hendur við að flestallir ungmennafélag- ar bjuggu þá í dreifbýli. Í blaðinu birtust fallega þenkjandi kvæði, framtíðaróskir ungmennafélaga og heimspekilegar vangaveltur ritstjórans. Hinn samvisku- sami ritari UMFÍ, Ísfirðingurinn Guð- mundur Jónsson frá Mosdal, sá um að koma boðskap stjórnar UMFÍ á fram- færi í blaðinu. Stórtæk útbreiðslu- áform Á þingi UMFÍ árið 1924 var ákveðið að gera róttækar breytingar á umfangi og útbreiðslu blaðsins. Þá var samþykkt að hverju félagi innan UMFÍ bæri skylda til að kaupa eitt eintak af Skinfaxa fyrir hvern félagsmann. Ákveðið var að inn- heimta skatt af hverjum ungmenna- félaga sem árgjald fyrir blaðið. Þetta var djarfleg tilraun til að bæta fjárhag UMFÍ en fram að þessu hafði bróðurpartur teknanna gengið til Skinfaxa og varla dugað til. Félagsmenn UMFÍ voru um það bil 3000 og þar með fjölgaði áskrif- endum blaðsins upp í þá tölu. Fram að þessu hafði Skinfaxi verið mánaðarrit en í ársbyrjun 1925 var hann gerður að ársfjórðungsriti og blaðsíðum fjölgað töluvert. Samtímis var brot blaðsins minnkað niður í svokallað „Eimreiðar- brot“ sem var fremur smágert, 22×14 sentimetrar að ummáli. Árið 1926 birt- ist í fyrsta sinn titilmynd sem hinn drátthagi Guðmundur Jónsson frá Mos- dal hafði teiknað og sýndi hestinn Skin- faxa þar sem hann í geislahafi frá hinu skínandi faxi hrekur nóttina á brott. Árið 1927, þegar þetta fyrirkomulag hafði staðið á þriðja ár, skrifaði Gunn- laugur ritstjóri um reynsluna af því og taldi að sæmilega vel hefði til tekist. Undantekning var þau félög sem brugð- ist höfðu skyldu sinni um að greiða ár- gjaldið fyrir félagsmenn sína eins og til stóð. Nokkur þeirra höfðu ekkert greitt í tvö til þrjú ár sem var „óþolandi trassa- skapur af öllum, ekki síst ungmenna- félögum“, að mati Gunnlaugs. Þing UMFÍ 1927 lagði blessun sína yfir fyrirkomu- lagið. Tillögur Umf. Velvakanda í Reykjavík á þinginu þess efnis að Skin- faxi yrði sendur ókeypis í hvert hús á landinu þóttu ekki raunhæfar. Til Ísafjarðar Í september árið 1928 lét Gunnlaugur Björnsson af ritstjórninni og þá tók við henni Björn Guðmundsson, kennari og síðar skólastjóri á Núpi í Dýrafirði. Prentun blaðsins fluttist þá til Ísafjarðar en Guðmundur Jónsson frá Mosdal hafði hönd í bagga með afgreiðslunni auk þess að skrifa töluvert í blaðið. Í fréttatilkynn- ingu, sem hann ritaði af þessu tilefni, kvaðst hann vona „að Skinfaxi megi jafn- an verða góðum málefnum og þjóðþörf- um til styrktar og verndunar en illum háttum og skemmilegum til útrýmingar.“ Jón Kjartansson, ritstjóri Skinfaxa 1918–1919. Gunnlaugur Björns- son, ritstjóri Skin- faxa 1923–1928. Titilmynd Skinfaxa sem Guðmundur Jónsson frá Mosdal gerði og birtist fyrst í blaðinu 1926. Skinfaxi 100 1909–2009 ára Björn Guðmunds- son, ritstjóri Skin- faxa 1928–1929.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.