Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2009, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.11.2009, Blaðsíða 15
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 15 listaverk var ekki fjarlægt af forsíðu Skin- faxa fyrr en í ársbyrjun 1969. Ekkert blað kom út árið 1964 og Skin- faxi virtist vera að gefa upp öndina í höndum formannsins. Þá var Hafsteinn Þorvaldsson orðinn ritari samtakanna og hann leitaði til Eysteins bróður síns um að taka að sér ritstjórnina í ársbyrjun 1965. Eysteinn brást vel við og næstu fjögur árin voru þeir Eiríkur báðir skráð- ir ritstjórar blaðsins. Það var þó fremur í orði en verki því Eysteinn var einn um hituna og Eiríkur kom hvergi nærri. Fyrsta verk Eysteins var að koma út blaði fyrir árið 1964 og fyrsta hefti árs- ins 1965. Þannig tókst honum að koma í veg fyrir að útgáfa Skinfaxa félli niður eitt einasta ár. Lengst af hafði Skinfaxi verið prentaður í Félagsprentsmiðjunni en nú tók prentsmiðja Þjóðviljans að sér verkið. Prentgæðin minnkuðu tímabund- ið en efnið varð frísklegra. Eysteinn var áhugamaður um íþróttir og þær fengu meiri umfjöllun en ræðuhöldin voru skorin við trog. Þættir um íþróttir, skák, leiki og skemmtan fengu aukið rými og yngri kynslóðin fékk meira við sitt hæfi. Meira líf í tuskunum Strax árið 1966 fjölgaði Eysteinn tölu- blöðum Skinfaxa upp í fjögur á ári og árið 1969 voru þau orðin sex. Þá henti Eysteinn Litla-Hraunsforsíðunni fyrir róða og hóf að birta líflegar forsíðumynd- ir. Hann beitti sér fyrir verulegu átaki í útbreiðslumálum blaðsins með þeim árangri að árið 1970 var tekjuafgangur af rekstri Skinfaxa í fyrsta sinn um langa hríð. Með tilkomu Eysteins breytti blað- ið um svip og varð líflegra í útliti og efnistökum. Störf hans voru nánast ólaunuð enda var það forsenda fyrir rekstri blaðsins að ritstjórinn væri ekki dýr á fóðrum. Það var því af hugsjón en ekki með hagnaðarvon sem Eysteinn starfaði svo lengi við Skinfaxa og enginn veit hvort saga blaðsins hefði orðið lengri hefði hann ekki komið til liðs við það árið 1965. Í ársbyrjun 1977 tók Gunnar Krist- jánsson, kennari og síðar skólastjóri á Grundarfirði, við ritstjórn Skinfaxa í hlutastarfi. Í ritstjórnartíð hans var inn- heimtukerfinu breytt. Umboðsmanna- kerfi ungmennafélaganna var aflétt enda hafði það gefist misvel en tekin upp inn- Gunnar Kristjáns- son, ritstjóri Skin- faxa 1977–1979. heimta með gíróseðlum. Ekki var mikið borið í útlit blaðsins á þessum árum og forsíðumyndin var hin sama í tvö ár. Það voru útlínur Íslandskorts með merki UMFÍ í miðju. Þetta breyttist ekki fyrir en í ársbyrjun 1979 og síðan hafa for- síðumyndir prýtt Skinfaxa. Gunnar lagði áherslu á stutta en fjölbreytta efnisþætti og myndskreytingar jukust svo heita Eysteinn Þorvalds- son, ritstjóri Skin- faxa 1964–1976. Forsíða Skinfaxa frá 1971.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.