Skinfaxi - 01.11.2009, Blaðsíða 14
14 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
tvö hefti árlega og umfangið 156 blað-
síður. Efnisyfirlitið mátti sjá á forsíðu
blaðsins en forsíðumyndir þekktust
ekki. Myndum hafði fjölgað og gæði
þeirra sæmileg. Nýi ritstjórinn var menn-
ingarlegur og margar greinar um skáld
og rithöfunda og verk þeirra birtust frá
hans hendi næstu árin.
Talsvert var fjallað um sjálfstæðis- og
þjóðernismál á þessum tíma enda gerð-
ust þá stóratburðir, innganga Íslands í
Nato og Keflavíkursamningurinn um
hersetu Íslands var undirritaður. Þar lét
formaður UMFÍ, Eiríkur J. Eiríksson,
einarðlega til sín heyra og mótmælti
þessum gerningum.
Sem fyrr var það Daníel Ágústínus-
son sem sá um fréttir af hreyfingunni
og þar á meðal voru ítarlegar frásagnir
af héraðsmótum allmargra héraðssam-
banda. Nýmæli voru myndskreyttir
kennsluþættir Þorsteins Einarssonar
íþróttafulltrúa um hinar ýmsu greinar
frjálsíþrótta. Þeir voru vinsælir enda fátt
um tilsögn fyrir áhugasama íþrótta-
menn á þeim árum. Veturinn 1951 til
1952 var Stefán við nám í Ameríku og
Daníel ritstjóri á meðan.
Blaðið var fjölbreytt en fjárhagurinn
erfiður sem fyrr. Árið 1946 var útsent
upplag Skinfaxa 3500 eintök en ekki
fengust greidd nema 2500 af þeim og
verulegur halli var á útgáfunni. Árið
eftir voru 30 af hundraði af útgjöldum
UMFÍ vegna Skinfaxa en tekjurnar ekki
nema 19 af hundraði. Það kostaði greini-
lega sitt að halda úti málgagninu.
Á sambandsráðsfundi UMFÍ árið
1950 komu fram tilmæli til stjórnar um
að blaðið kæmi út þrisvar á ári. Þetta ár
var hagur Skinfaxa góður því hagnaður
varð af útgáfunni í fyrsta sinn um árabil.
Stefán ritstjóri varð við tilmælunum og
gaf út þrjú blöð árlega en fjölgaði ekki
blaðsíðum. Samtímis var farið út í áskrif-
endasöfnun meðal ungmennafélaga sem
gaf góða raun.
Brotið stækkar en
blöðum fækkar
Í ársbyrjun 1957 lét Stefán Júlíusson
af ritstjórn Skinfaxa en við tók Stefán
M. Gunnarsson bókari, fyrsti ritstjórinn
sem ekki var kennaramenntaður. Stefán
var einungis ritstjóri um eins árs skeið
en hann gerði heilmiklar breytingar á
blaðinu. Brotið var stækkað og gert efnis-
meira og forsíðumyndir teknar upp í
fyrsta sinn. Blaðið var nú mun líflegra
og meðal nýs efnis var skákþáttur sem
birtist í hverju tölublaði.
Stefán hætti störfum eftir eitt ár og þá
var hinn kunni rithöfundur Guðmund-
ur G. Hagalín fenginn sem ritstjóri.
Guðmundur stýrði blaðinu árin 1958 til
1960, að báðum árum meðtöldum, og
fjölgaði heftum upp í fjögur á ári. Efnis-
tök hans voru traust en höfðuðu lítið til
yngri kynslóðarinnar enda var Guð-
mundur kominn á sjötugsaldur. Þessi
árin fór bæði ungmennafélögum og
félagsmönnum þeirra fækkandi og það
endurspeglaðist í áskrifendafjölda Skin-
faxa. Árið 1958 var upplag blaðsins
skorið niður úr 2400 eintökum niður í
1500 eintök svo þeir voru orðnir næsta
fáir sem litu augum málgagn samtak-
anna. Þá töldust félagsmenn UMFÍ um
tíu þúsund. Ritstjóranum var nóg boðið
og eggjaði ungmennafélaga lögeggjan í
3. hefti blaðsins árið 1959. Stórhneyksl-
aður upplýsti hann að innan eins héraðs-
sambandsins væri aðeins einn kaupandi
Skinfaxa og spurði svo:
Væri nú ekki manndómsbragur að
því að félagar um land allt kepptu að
því marki að um næstu áramót verði
kaupendatala Skinfaxa komin upp í
ekki lægri tölu en ómerkustu ritanna
sem flytja erlendar frásagnir um morð
og aðra glæpi og alls konar upptíning
sem engu máli skiptir og ekki getur
einu sinni til tíðinda talist?
Ekki bar þessi skelegga hvatning rit-
stjórans meiri árangur en það að kaup-
endur Skinfaxa voru skráðir 1000 tals-
ins þetta ár þegar óskilvísir höfðu verið
strikaðir út og í ársbyrjun 1960 voru
þeir orðnir um 900. Í árslok 1960 hætti
Guðmundur með Skinfaxa og þá varð
aftur ritstjórakreppa. Enn á ný var það
Eiríkur J. Eiríksson, formaður UMFÍ,
sem tók að sér að leysa hana enda var
hann nú fluttur að Þingvöllum og átti
hægara um vik með ritstjórnina.
Skinfaxi í lágflugi
Ekki var það ætlun séra Eiríks að
dvelja lengi við ritstjórnina en tilraunir
til að fá nýja menn í ritstjórastólinn báru
ekki árangur. Stór hluti af efni Skinfaxa
þessi árin var ávörp og ræður fyrirmanna
á samkomum ungmennafélaga. Þetta
var hið merkasta efni en höfðaði lítt til
yngri kynslóðarinnar.
Árin 1961 til 1963 var risið lágt á útgáfu
blaðsins. Ýmist komu út eitt eða tvö hefti
árlega og reyndar var eitt heftið tileinkað
50 ára afmæli USAH og unnið af heima-
mönnum. Brotið var minnkað í það horf
sem verið hafði fyrir 1957 og var hálfgert
vasabókarbrot. Þegar séra Eiríkur tók
við ritstjórninni lagði hann niður forsíðu-
myndir blaðsins en tók í staðinn upp
staðlaða forsíðu sem minnti helst á rimla
fyrir gluggum Litla-Hrauns. Þetta ljóta
Skinfaxi 100 ára
Stefán Már Gunn-
arsson, ritstjóri
Skinfaxa 1957.
Guðmundur G.
Hagalín, ritstjóri
Skinfaxa 1958–
1960.
Forsíða Skinfaxa frá 1962.
Stefán Júlíusson,
ritstjóri Skinfaxa
1945–1956.
Forsíða Skinfaxa frá1947.
Forsíða Skinfaxa frá 1958.
Skinfaxi
100
1909–2009
ára