Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 3
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 3 Aðventan er gengin í garð og undirbún- ingur jólahátíðarinnar er efst í hugum margra, hátíðar sem einkennist af gleði og kærleika og tilhlökkun til að senn verði gamla árið kvatt og nýju ári fagnað. Ársins, sem senn er liðið, verður minnst fyrir margra hluta sakir, það nýja bíður okkar sem óskrif- að blað en fullt væntinga um betri tíð. Ungmennafélagar munu áfram vinna að ræktun lýðs og lands þar sem áherslan verð- ur lögð á mannrækt í tengslum við menn- ingu, íþróttir, forvarnir, fræðslu og umhverfi. Það er nauðsynlegt í nútímasamfélagi að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi heil- brigðs lífsstíls, fjölbreytileika þjóðfélagsins og virðingu fyrir umhverfinu. Samvera fjöl- skyldunnar, yngri kynslóðarinnar sem hinn- ar eldri, er þýðingarmikil til að nýta fortíð- ina sem best sem veganesti inn í framtíðina. Það er okkur mikils virði að skapa vett- vang til að efla félagsþroska einstaklinga og samskiptahæfileika og að læra gildi þess að starfa með öðru fólki að sameiginlegum markmiðum. Þannig byggjum við upp frumkvæði og styrkjum forystuhæfileika einstaklinga. Til framtíðar litið sé ég ungmennafélaga stuðla að því að auka vitund fólks um að við búum í síbreytilegu samfélagi þar sem m.a. fjölgun fólks af erlendum uppruna er stað- Á aðventu Formaður UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir reynd. Mikil þróun hefur orðið varðandi tækni og aukinn þrýstingur er á um að íþrótta- félög, æskulýðsfélög, félagsmiðstöðvar og skólar séu í samstarfi um að skipuleggja tómstundastarf fyrir börn og unglinga. Þess- ar breytingar kalla á að við höldum áfram að virkja fólk til þátttöku í félagsstarfi og sjálf- boðaliðastarfi ásamt því að mennta fólk til forystustarfa innan hreyfingarinnar. Megi aðventan færa okkur öllum ljós og frið og góðar samverustundir. Ég óska ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar og þakka fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða. Íslandi allt! Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ráðstefna, sem bar yfirskriftina Rödd framtíðar, var haldin á Hilton Nordica Hóteli í Reykjavík dagana 28.–29. október sl. Ráðstefnan, sem var vel sótt, þótti heppnast mjög vel. Eitt af helstu verkefn- um Íslands á formennskuári í Norrænu ráðherranefndinni 2009 var framkvæmd samanburðarrannsóknar á högum, líðan og lífsstíl meðal norrænna ungmenna, 16–19 ára. Rannsóknin var gerð á öllum Norðurlöndunum, þ.m.t. Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum. Það var mennta- og menningarmála- ráðuneytið sem stóð fyrir ráðstefnunni þar sem niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar. Kynningu á niðurstöðunum var fylgt eftir með fyrirlestrum og mál- stofum þar sem stjórnmálamenn, fræði- menn og aðrir, sem tengjast ungu fólki, fjölluðu um hvernig á að halda áfram að vinna að framkvæmd núverandi stefnu og hvernig hægt er að auðvelda aukna samvirkni milli stefnu og aðgerða Norður- landa í málefnum ungmenna. Ráðstefnan Rödd framtíðar fór fram í Reykjavík: Norðurlöndin ættu að vera besti staður í heimi fyrir ungt fólk Á ráðstefnunni voru settar fram hugmynd- ir um áframhaldandi vinnu við framkvæmd núverandi stefnu í æskulýðsmálum innan norrænu ráðherranefndarinnar, í átt að því markmiði að Norðurlöndin ættu að vera besti staður í heimi fyrir ungt fólk. Rannsóknir og greining sá um rannsókn- irnar, úrvinnsluna og kynninguna á þessari átta landa rannsókn. Mennta- og menningar- málaráðuneytið sá um framkvæmd ráð- stefnunnar. Lýsandi mynd af aldurs- hópnum 16–19 ára „Nú er komin lýsandi mynd af aldurhópn- um 16–19 ára á öllum Norðurlöndunum auk sjálfstjórnarsvæðanna Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Þetta er hinn svokallaði milli- bilsaldur en rannsókn á þessum hópi hefur aldrei verið gerð áður á Norðurlöndunum. Það eitt og sér að fá þessa mynd og sjá bæði það sem er líkt og það sem er ólíkt með ung- mennum landanna er mjög mikilvægt fyrir þá sem vinna með málaflokka þessa aldurshóps í löndunum. Síðast en ekki síst er að sú skýrsla, sem við unnum upp úr gögnunum núna, er bara byrjunar- skref. Við vinnum eina skýrslu til að sýna ákveðna hluti, vekja forvitni og annað slíkt. Við birtum þar auki 510 töflur, sem ekki eru í skýrslunni, og nú er hægt að vinna ofsalega mikið upp úr þessu efni. Það var farið í alla efnisflokka sem allar þjóðirnar vildu að yrðu skoðaðir. Má þar nefna nám, líðan, heilsu, vímuefni, frí- stundaiðkun og tölvunotkun, svo að eitthvað sé nefnt. Það sem stendur upp úr er ógrynni af upplýsingum og skýrsla sem allir eru ánægðir með. Við erum í raun komnin í fyrsta skipti með mynd af þessum hópi sem ekki eru börn og ekki fullorðnir og fáum að auki samanburð á milli landanna. Fólk verður að skoða skýrsluna og þá sérstaklega viðaukann því að hann er mjög ítarlegur,“ sagði Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rann- sóknar og greiningar, í spjalli við Skinfaxa. Frá ráðstefnunni Rödd framtíðar. Á myndinni má sjá Erlend Kristjánsson, deildarstjóra í mennta- og menningarmála- ráðuneytinu, Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur, formann UMFÍ, og Önnu Möller, forstöðumann Evrópu unga fólksins.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.