Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 33
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 33 Ungmennafélagið Leiknir á Fáskrúðsfirði fagnaði 70 ára afmæli sínu í október. Í tilefni þess var blásið til þríþrautarkeppni þar sem ungir sem aldnir spreyttu sig á að synda, hjóla og hlaupa. Ungmennafélagsandinn var þar í fyrirrúmi og höfðu þátttakendur gott og gaman af. Síðar um daginn var efnt til hátíðarsam- komu í skólamiðstöðinni, snædd var dýr- indis afmæliskaka og afmælisbarnið heiðrað með margvíslegum hætti. Jakob Skúlason, fulltrúi frá KSÍ, veitti þeim Steinunni Björgu Elísdóttur og Steini Jónassyni starfsmerki KSÍ fyrir mikið og gott starf í þágu knatt- spyrnuhreyfingarinnar. Steinn Jónasson, formaður Leiknis, sæmdi Gísla Jónatansson gullmerki Umf. Leiknis fyrir dyggan stuðn- ing við félagið. Fjórar deildir starfandi „Ég held að ég megi segja að starfið inn- an félagsins sé með blómlegum hætti. Það eru fjórar deildir starfandi, knattspyrna, frjálsar íþróttir, sund og blak. Við erum með í 3. deild á Íslandsmótinu í knattspyrnu sem keppir þar undir merkjum Leiknis,“ sagði Steinn Jónsson, formaður Ungmennafélags- ins Leiknis, í samtali við Skinfaxa. Hann hefur verið formaður félagsins frá 2002. Góð aðstaða Steinn segir aðstöðuna vera nokkuð góða. Knattspyrnan hefur afnot af ágætum gras- velli og á staðnum er íþróttahús sem tekið var í notkun 1997, með löglegum hand- bolta- og körfuboltavelli. Leiknir á og rekur þreksal sem er eign félagsins. Félagar í Leikni eru á þriðja hundrað talsins í dag. „Við erum orðnir hluti af Fjarðabyggð og niðri á Reyðarfirði er yfirbyggt knattspyrnu- Ungmennafélagið Leiknir 70 ára hús. Við nýtum það mikið á veturna fyrir fót- boltann en aðstaðan þar kemur okkur til góða. Að öðru leyti erum við sjálfbær og litlu sundlaugina notum við enn í dag en hún er ein elsta sundlaug landsins,“ sagði Steinn. Bjart fram undan Hann sagðist ekki sjá annað en en að bjart væri fram undan hjá Leikni. „Við reynum bara að sjá björtu hliðarnar,“ eins og hann komst að orði „og hér vinnur fullt af dug- legu fólki.“ „Ég kom hingað austur 1974, var stjórnar- maður hjá UÍA árin fyrir landsmót og klár- aði mótið sem gjaldkeri UÍA. Fyrst að það kom svona vel út fannst mér ágætt að aðrir tækju við og fór niður á Fáskrúðsfjörð og tók við Leikni. Félagið var þá í ákveðinni lægð svo að ég hugsaði mér að það væri bara fínt að beita sér aðeins þar næstu árin,“ sagði Steinn Jónsson í samtalinu við Skinfaxa. Úr hreyfingunni Elín Rán Björns- dóttur, formaður UÍA, færir Steini Jónassyni, for- manni Leiknis, blóm og árnaðar- óskir. Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Reykjavík Austur-Indíafélagið ehf., Hverfisgötu 56 Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 Ernst & Young hf., Borgartúni 30 Forum lögmenn ehf., Aðalstræti 6 Gáski sjúkraþjálfun ehf. - Bolholti og Mjódd, Bolholti 8 og Þönglabakka 1 Gjögur hf., Kringlunni 7 Henson hf., Brautarholti 24 HGK ehf., Laugavegi 13 Kemis ehf., Breiðhöfða 15 Kjaran ehf., Síðumúla 12-14 Knattspyrnusamband Íslands, Laugardal Landsnet hf., Gylfaflöt 9 SÍBS, Síðumúla 6 Stólpi ehf., Klettagörðum 5 Suzuki bílar hf., Skeifunni 17 Túnþökuþjónustan ehf., Lindarvaði 2 Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf., Vesturhlíð 2 Veigur ehf., Langagerði 26 Ögurvík hf., Týsgötu 1 Kópavogur Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar ehf., Smiðjuvegi 22 Kjöthúsið ehf., Smiðjuvegi 24 d Kríunes ehf., Kríunesi við Vatnsenda Réttingaverkstæði Jóa ehf. Dalvegi 16a Snælandsskóli, Víðigrund Garðabær Samhentir - umbúðalausnir ehf. Suðurhrauni 4 Hafnarfjörður PON - Pétur O. Nikulásson ehf., Melabraut 23 Rafal ehf., Hringhellu 9 Verkalýðsfélagið Hlíf., Reykjavíkurvegi 64 Reykjanesbær Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Tannlæknast Einars Magnúss ehf., Skólavegi 10 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14 Gestir gæða sér á afmælistertunni á hátíðarsamkomu sem haldin var í tilefni 70 ára afmælis Leiknis. Egilsstöðum 29. –31. júlí 2011

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.