Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 34
34 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Mosfellsbær Ísfugl ehf., Reykjavegi 36 Kjósarhreppur, www.kjos.is, Ásgarði Akranes Byggðarsafn Akraness, að Görðum, Ehf., Álmskógum 1 Íþróttabandalag Akraness, Jaðarbökkum Straumnes rafverktakar, Krókatúni 22-24 Borgarnes Eyja- og Miklaholtshreppur, Hjarðarfelli 2 Gistiheimilið Milli vina, www.millivina.is Hótel Borgarnes hf., Egilsgötu 14-16 Landbúnaðarháskóli Íslands, Hvanneyri Matstofan veitingastofa, Brákarbraut 3 Sæmundur Sigmundsson ehf., Brákarey Stykkishólmur Kaffihúsið Narfeyrarstofa, Aðalgötu 3 Tindur ehf., Hjallatanga 10 Þ.B. Borg – Trésmiðja, Silfurgötu 36 Grundarfjörður Kaffi 59, Grundargötu 59 Ragnar og Ásgeir ehf., Sólvöllum 7 Ólafsvík Fiskiðjan Bylgja hf., Bankastræti 1 Hellissandur KG Fiskverkun ehf., Melnesi 1 Ísafjörður Kjölur ehf., Urðarvegi 37 Ferðaþjónustan í Heydal, www.heydalur.is, Mjóafirði Bolungarvík Bolungarvíkurkaupstaður, Aðalstræti 12 Súðavík VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarnir, Grund Víkurbúðin ehf., Grundarstræti 1-3 Patreksfjörður Oddi hf., fiskverkun, Eyrargötu 1 Norðurfjörður Hótel Djúpavík ehf., Árneshreppi Hvammstangi Húnaþing vestra, Hvammstangabraut 5 Blönduós Samstaða, skrifstofa verkalýðsfélaga, Þverholti 1 Sauðárkrókur Doddi málari ehf., Raftahlíð 73 K – Tak ehf., Borgartúni 1 Verslun Haraldar Júlíussonar, Aðalgötu 22 Vinnuvélar Guðmundar og Skúla sf. Borgarröst 4 Varmahlíð Akrahreppur Skagafirði Bókin Íslensk knattspyrna 2010 er komin út hjá Bókaútgáfunni Tindi. Þetta er þrítugasta árið í röð sem árbók- in um íslenska fótboltann er gefin út en sú fyrsta leit dagsins ljós árið 1981. Bókin er 240 blaðsíður og þar af eru nú 96 síð- ur í lit, fleiri en nokkru sinni fyrr, og hef- ur litasíðum fjölgað um sextán frá síð- asta ári. Bókin er jafnframt myndskreytt með um 340 myndum og þar eru m.a. litmyndir af meistaraliðum ársins í öll- um flokkum, öllum liðum í efstu deild karla ásamt mörgum fleirum. Í bókinni er fjallað um allt sem gerðist í íslenskum fótbolta á árinu 2010. Mjög ítarlega er sagt frá gangi mála á Íslands- mótinu í öllum deildum og flokkum. Mest er að sjálfsögðu fjallað um efstu deildir karla og kvenna, og 1. deild karla, þar sem gangur mála er rakinn frá umferð til umferðar, en líka er fjallað um keppni í 2. og 3. deild karla og 1. deild kvenna. Hægt er að sjá hverjir spiluðu með hvaða einasta liði í öllum deildum, hvað þeir léku marga leiki og hve mörg mörk þeir skoruðu og miklar upplýsingar er að finna um félögin og leikmennina. Þá er fjallað mjög ítarlega um alla landsleiki Íslands, bæði hjá A-landslið- um karla og kvenna og yngri landsliðum, um bikarkeppnina, Evrópuleikina, sagt frá öllum Íslendingum sem leika sem atvinnumenn erlendis, og frásagnir af öðrum mótum og viðburðum á árinu. Stór viðtöl eru í bókinni við Alfreð Finnbogason í Breiðabliki sem var val- inn besti leikmaður Íslandsmóts karla, og við Rakel Logadóttur, Íslandsmeist- Bókin Íslensk knattspyrna 2010 ara með Val og landsliðskonu. Enn- fremur er rætt við Eyjólf Sverrisson, þjálfara 21-árs landsliðs Íslands, um frá- bæra frammistöðu þess. Höfundur bókarinnar er Víðir Sigurðs- son, íþróttafréttamaður á Morgunblað- inu, sem hefur skrifað bókina samfleytt frá árinu 1982. Sigurður Sverrisson skrif- aði fyrstu bókina árið 1981 og hann og Víðir sáu í sameiningu um bókina 1982. Þann 9. desember sl. var nemendum í 7. bekk Vatnsendaskóla veitt viðurkenning fyrir þátttöku og dugnað í verkefninu Grunnskólaganga UMFÍ. Verkefnið var í tengslum við átakið Hættu að hanga! Komdu út að hjóla, synda eða ganga. Vatnsendaskóli var einn af þremur skól- um í landinu sem kláraði verkefnið að öllu leyti og því fengu allir krakkarnir í 7. bekk viðurkenningarskjöl auk þess sem skólinn fékk sögu UMFÍ, Vormenn Íslands að gjöf. Af þessu tilefni má geta þess að í haust var gerð könnun í öllum grunnskólum Kópavogs á ferðavenjum nemenda á leið í skólann á morgnana. Í ljós kom að engin börn í Kópavogi eru eins dugleg að ganga í skólann og nemendur Vatnsendaskóla. Nemendum í Vatnsendaskóla veitt viður- kenning fyrir Grunnskólagöngu UMFÍ Guðrún Soffía Jónasdóttir skóla- stjóri tekur á móti viðurkenningum úr hendi Sigurðar Guðmundssonar, landsfulltrúa UMFÍ. Nemendur úr Vatnsendaskóla með viðurkenn- ingarskjöl.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.