Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 13
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 13 KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA Á Forvarnadaginn kynntu frístundastjóri og starfsmenn Húss frítímans á Sauðárkróki niðurstöður lífsháttakannana, sem lagðar hafa verið fyrir alla unglinga í Skagafirði í 8., 9. og 10. bekk grunnskólanna árlega síðustu 6 ár, fyrir nemendum 9. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki. Niðurstöður í ár virtust ekki koma unglingunum mikið á óvart og mátti heyra á þeim hve stoltir þeir voru þegar þeim var kynntur samanburðurinn á lands- vísu. Mjög góður árangur hefur náðst á öllum sviðum forvarna hér á landi síðustu 5–10 árin en árangurinn í Skagafirði er umtals- verður og betri en á landsvísu. Ef bornar eru saman niðurstöður lífsháttakannana í Skaga- firði árið 2005 og nú í ár og einnig niður- stöður kannana á landsvísu þessi ár, kemur árangurinn í ljós. 5% skagfirskra unglinga sögðust í könnuninni í vor hafa orðið drukkin en sömu spurningu svöruðu 22% játandi fyrir 5 árum. Þá var það á pari við lands- meðaltalið en í ár segjast 14% 10. bekkinga á landinu hafa neytt áfengis síðustu 30 daga. Mjög góður árangur hefur náðst í forvörn- um í Skagafi rði Reykingar meðal unglinga hafa dregist saman í Skagafirði, úr 5% árið 2005 í 3% í ár. Þessi tala fór hæst í 12% í Skagafirði árið 2008 en þá var strax brugðist við og árang- urinn lét ekki á sér standa. 7% 15 ára ungl- inga á Íslandi segjast reykja í dag. Tvö og hálft prósent skagfirskra unglinga segjast í ár hafa prófað önnur eiturlyf en áfengi og tóbak en þessi tala var 6% fyrir fimm árum. Landsmeðaltal 10. bekkinga, sem reykt hafa hass, er 6%. En ýmislegt annað fróðlegt hef- ur komið í ljós í könnunum okkar síðustu ár. M.a. að daglegt sælgætisát unglinga hefur Nemendur í Árskóla á Sauðár- króki komu saman á Forvarnadegin- um sem haldinn var um allt land 3. nóvember. dregist verulega saman og miklu fleiri borða bara nammi um helgar. Þá segist um helm- ingur unglinga geta talað daglega við for- eldra sína í ár en árið 2005 sagðist aðeins tæpur fjórðungur geta það. Aðsókn að Félagsmiðstöðinni hefur einnig aukist og segjast um 75% unglinga í 8.–10. bekkjum koma þangað a.m.k. þrisvar sinnum í mánuði eða oftar. Það er full ástæða til þess að hrósa skagfirskum unglingum fyrir góðan og heilbrigðan lífsstíl og for- eldrum fyrir að styðja þá.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.