Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2010, Síða 19

Skinfaxi - 01.11.2010, Síða 19
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 19 hálfskammaðist sín fyrir lætin í þeim. Þau gengu áfram innar í herbergið. Þar var rúm og fyrir framan rúmið var stóll og á honum lágu föt. Á litlu borði við rúmið var kveikt á kerti. Allt í einu heyrðu þau rödd segja: „Jæja, eruð þið loksins komin, skinnin mín, mikið eruð þið dugleg að leggja þetta allt saman á ykkur.“ Þau hrukku aðeins við. „Leggja hvað á okkur?“ spurði Halli, „og hver ert þú?“ Þau biðu spennt eftir þvi að fá að sjá framan í þennan mann sem var að tala. „Komiði hérna nær rúminu,“ sagði hann. Þau færðu sig nær og sáu þá að í rúminu var gamall maður með mikið hvítt skegg og skalla. Hann bauð þau aftur velkomin og spurði hvort þau væru með upptrekkta jóla- sveininn. „Hér er hann,“ sagði Bella og lét hann á rúmið til hans. „Þessari stund er ég búinn að bíða lengi eftir,“ sagði gamli maðurinn. Hann trekkti jólasveininn upp og hlustaði á hann með tárin í augunum. Þegar síðustu tónarnir dóu út stökk maðurinn á fætur og opnaði einn af skápunum mörgu í herberginu, tók þar út þessi fínu jólasveinaföt og klæddi sig í þau. Svipurinn á krökkunum varð hreint ótrúleg- ur þegar þau sáu manninn í rúminu breytast í alvörujólasvein. „Nú er ég til í að fara til mannabyggða og vera góður við börnin og færa þeim gjafir,“ sagði jólasveinninn. Síðan sagði hann þeim söguna af því þegar hann fyrir mörgum árum fór um jól til mannabyggða og týndi þessum upptrekkta jólasveini. Þegar hann kom heim var honum skipað að fara upp í rúm og hann mátti ekki fara í jólasveinaföt og ekki gera neitt þar til að upptrekkti sveinninn væri fundinn. „Ég ákvað svo að reyna að hafa samband við ykkur af því að ykkur leiddist út af fríinu í skólanum og leiðinlegu veðri, líka af því að sveinninn var lokaður upp á loftinu hjá Jóa. Eina leiðin til þess að hafa samband við ykkur var að svæfa ykkur og láta ykkur svo dreyma sama drauminn. Það tókst og með þessu góð- verki ykkar hafið þið gefið mörgum mögu- leika á að eiga gleðileg jól.“ Með þessum orðum lagði hann hendur yfir axlir krakkanna og brosti ... við þetta hrukku þau upp og voru í einni hrúgu í her- berginu hans Jóa. „Vá, vitiði hvað mig dreymdi?“ spurði Jói. „Eða þá mig?“ sagði Halli. „Ég veit að það sem ykkur dreymdi er ekki nærri því eins spennandi og það sem mig dreymdi en ég segi ykkur það seinna. Nú verðum við að fara heim, Halli, klukkan er orðin margt og veðrinu hefur líka slotað,“ sagði Bella og brosti. Endir. Ungmennafélagið Æskan á Svalbarðs- strönd fagnaði í ár 100 ára afmæli sínu og hélt upp á það 4. septem- ber sl. Frá 1903 hafði Æskan starfað sem mál- funda- og skemmti- félag fyrir fjóra fremstu bæi strandarinnar; Geldingsá, Meyjarhól, Hallland og Veiga- staði. Það var hins vegar 7. mars 1910 sem félagsmenn Æskunnar breyttu félagsskap sínum í ungmennafélag. Þeir sóttu fyrir- mynd sína annars vegar til Akureyrar, þar sem Ungmennafélag Akureyrar (UFA) starf- aði, fyrsta ungmennafélag Íslands, sem var stofnað árið 1906, og hins vegar til þess starfs sem unnið hafði verið hjá Ungmenna- félagi Íslands (UMFÍ) frá stofnun þess árið 1907. Ræktun lýðs og lands Markmið ungmennafélaga landsins var „ræktun lýðs og lands“. Með því var átt við að rækta og ná fram því besta í hverjum einstaklingi og með því auka skilning á íslenskri menningu og tungu. Með því að rækta einstaklingana og efla félagslegan þroska þeirra var reynt að stuðla að bættri þjóð og auka bjartsýni og trú á landinu. Ungmennafélögin stuðluðu einnig að rækt- un skóga, byggingu sundlauga og samkomu- Ungmennafélagið Æskan 100 ára húsa auk þess sem þau auðvelduðu innleið- ingu héraðsskóla í hreppum landsins. Þessi markmið lýsa sögu Ungmennafélagsins Æskunnar vel. Samkomuhús reist 1922 Við stofnun ungmennafélagsins árið 1910 var félagssvæðið stækkað til allrar strandar- innar auk víkna (Miðvík og Ystu-Vík). Félagið stækkaði ört og var fljótlega farið að huga að betri húsakosti en stofum félagsmanna sem skiptust á um að hýsa fundina. Stofn- aður var sjóður til að fjármagna þær bygg- ingarframkvæmdir og árið 1922 var Sam- komuhúsið reist sem hefur í gegnum árin hýst ýmsa starfsemi, meðal annars skóla, nú síðast hluta Safnasafnsins. Frá stofnun ungmennafélagsins Æskunn- ar hefur félagið reynt að láta gott af sér leiða. Má þar einmitt nefna Samkomuhúsið, gróðurreitinn, sundlaugina og íþróttavöll- inn. Ungmennafélagið vann að öllum þess- um verkefnum í sjálfboðavinnu ásamt mörgum fleiri verkefnum í gegnum árin. Félagið stofnaði einnig Sparisjóð Svalbarðs- strandar, fyrst sem aurasjóð fyrir unga með- limi félagsins, og í framhaldinu sem sterka inn- og útlánastofnun. Síðar var sparisjóður- inn afhentur hreppnum til að auka veg hans og traust áður en hann rann inn í Samvinnu- bankann. Frjálsar og skák í dag Í dag er Umf. Æskan best þekkt sem íþróttafélag. Margar íþróttir hafa verið stundaðar undir merkjum félagsins. Má þar nefna skíði, skauta, glímu, fótbolta, hand- bolta, körfubolta, brids, skák og frjálsar. Í dag er hins vegar meginstarfsemin í frjáls- um og skák. Í tilefni afmælisins var sett upp sýning í Svalbarðsstrandarstofu í Safnasafninu þar sem gat að líta sögu ungmennafélags sem unnið hefur óeigingjarnt starf í þágu nær- umhverfis síns. „Uppistaðan í starfseminni nú er frjálsar íþróttir en einnig eigum við nokkra vel frambærilega skákmenn sem við erum að rækta með hjálp skólans. Skólastjórinn er duglegur að hjálpa okkur í því með nám- skeiðum. Við erum nýbúin að byggja upp æfingaaðstöðu í frjálsum íþróttum þar sem við lögðum gerviefni á hlaupabraut, lang- stökkssvæði og hástökkssvæði á vellinum á Svalbarðsströnd. Við gerðum þetta fyrir okkar eigin peninga og einnig styrks úr sjóði sem Guðmundur Benediktsson hafði skilið eftir handa okkur. Við erum hægt og rólega að byggja ofan á þetta með því að kaupa áhöld og gera umhverfið gott til að stunda frjálsar íþróttir. Við erum með lítið íþrótta- hús í skólanum sem er ágætt og svo er þar líka sparkvöllur. Það er mikill áhugi fyrir íþróttum en við líðum svolítið fyrir það að það er stutt til Akureyrar. Í hópíþróttunum sækja allir í bæinn í KA eða Þór og þess vegna einbeitum við okkur að frjálsum íþróttum og bjóðum upp á æfingar á sumr- in, eins á laugardögum yfir vetrarmánuðina, og erum síðan að skoða hvað við getum gert meira. Við getum ekki annað sagt en það sé líf í kringum félagið,“ sagði Birkir Örn Stefánsson, formaður Ungmennafélagsins Æskunnar, í samtali við Skinfaxa. Úr hreyfingunni

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.