Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 27
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 27 Ragnar Ágúst Nathanaelsson úr Hamri er 2,18 m á hæð: Ég varð ást- fanginn af íþróttinni Ragnar Ágúst Nathanaelsson, 19 ára gamall miðherji í körfuknattleiksliði Hamars í Hvera- gerði, er einn stærsti Íslendingurinn í dag. Ragnar hefur vakið óskipta athygli, honum hefur farið mikið fram en einungis eru um þrjú ár síðan hann hóf að æfa körfubolta af fullum krafti. Ragnar Ágúst er 2,18 metrar á hæð eða sömu hæðar og Pétur Guðmunds- son sem fyrstur íslenskra körfuboltamanna komast á atvinnumannasamning í NBA. Hafði lítinn áhuga á íþrótt- um framan af Í spjalli við Ragnar Ágúst á dögunum kom fram að framan af hafði hann lítinn sem eng- an áhuga á íþróttum og fátt sem stefndi í að einhver breyting yrði þar á. „Ég var í tölvunni alla daga og hreyfði mig ekkert. Það vantaði einhvern neista,” sagði Ragnar Ágúst. „Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, kom svo að máli við mig þegar ég var 16 ára gamall og hvatti mig til að fara æfa körfubolta. Ég ákvað að prófa og frá þeirri stundu varð ekki aftur snúið. Mér fannst þetta ofsalega gaman og varð hreinlega ástfanginn af íþróttinni. Ég hrein- KÖRFUBOLTI: lega lifi fyrir þetta í dag og nýt þess í botn að vera í körfuboltanum,“ sagði Ragnar Ágúst sem er á öðru ári í húsasmíði við Fjöl- brautarskólann á Selfossi. Hann segist æfa sex sinnum í viku með liðinu en auk þess skokkar hann sjálfur 2–3 sinnum í viku og fer einnig í ræktina til að lyfta. „Ég hef verið að vinna mikið í skotunum upp á síðkastið og er vonandi að bæta mig í þeim efnum. Ég horfi líka töluvert á efni úr NBA-deildinni og tel mig hafa lært heilmik- ið á því. Að taka aukaæfingar skiptir mig öllu máli,“ sagði Ragnar Ágúst. Er í góðu sambandi við Pétur Guðmundsson – Hvernig hefur þér litist á veturinn til þessa? „Okkur er að ganga betur en margir þorðu að vona. Liðinu var spáð fallsæti en við höfum notað það sem hvatningu og það hefur ekkert annað en eflt okkur. Við höfum verið að vinna stærri liðin en ekki farið með rétt hugarfar í leikina gegn lakari liðum. Fyrir vikið höfum lent þar í vandræð- um en við ætlum að bæta úr því. Samheldn- in í liðinu er mikil og við erum staðráðnir í því að standa okkur vel í deildinni í vetur,“ sagði Ragnar Ágúst. Hann sagðist vera í góðu sambandi við Pétur Guðmundsson sem lék um nokkurra ára skeið með liðum í NBA á borð við Portland, LA Lakers og San Antonio. Pétur er búsettur í Bandaríkjunum. „Ég hélt alltaf mikið upp á Pétur og ég er í góðu sambandi við hann. Hann hefur gef- ið mér góð ráð og veitt mér góðan stuðn- ing. Það er ekki ónýtt að geta leitað til hans til að fá góð ráð.“ Ég á mér draum – Hvert ætlar Ragnar Ágúst að stefna í framtíðinni? „Ég ætla að bæta mig sem körfubolta- mann og til að það gangi eftir verður mað- ur að æfa vel, þetta kostar mikla vinnu. Ég á mér draum að komast einhvern tímann út til að leika körfubolta og vonandi verður það að veruleika. Það væri gaman að fara til Bandaríkjanna en það er ákveðinn aðili að vinna í þessu fyrir mig og skoða möguleika. Við höfum verið í sambandi við nokkra skóla en tíminn verður að leiða í ljós hvenær þetta verður að veruleika, kannski næsta haust,“ sagði Ragnar Ágúst í samtali við Skinfaxa. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Hamri, hefur vakið óskipta athygli í körfuboltanum hér á landi. Hann er 2,18 m á hæð. Þátttakendur ánægðir með hvernig til tókst Námskeiði um sögu sunnlenskra ungmenna- félaga lauk 15. nóvember sl. Námskeiðið var haldið á vegum Fræðslunets Suðurlands, í samstarfi við HSK. Kennari á nám- skeiðinu var Jón M. Ívars- son sagnfræðingur. Námskeiðið tókst afar vel og voru þátttakendur ánægðir með hvernig til tókst. Jón er mjög fróður um þessa sögu en á dögunum kom út bók um 100 ára sögu HSK sem hann skrifaði. Námskeið um sögu sunnlenskra ungmennafélaga: Meðal þátttakenda á námskeiðinu var Jóhannes Sigmundsson, fyrrverandi for- maður HSK, og að námskeiðinu loknu fór hann með eftirfarandi vísu: Erum hérna átta manns í uppfræðslu hjá Jóni. Lútum góðri leiðsögn hans um líf og starf á Fróni.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.