Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 12
12 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Forvarnadagurinn haldinn í fimmta sinn: Þann 3. nóvember sl. var Forvarnadagur- inn haldinn í öllum grunnskólum landsins, hátt í 150 talsins, og er það í fimmta sinn frá upphafi. Eins og áður voru kynnt heillaráð sem forðað geta börnum og unglingum frá fíkniefnum. Fulltrúar tengdir verkefninu hófu að að heimsækja skóla landsins árla morguns. Skinfaxi fylgdist með heimsókn- um í Hólabrekkuskóla og Tjarnarskóla í Reykjavík og Árskóla á Sauðárkróki. Ungl- ingarnir í 9. bekk sýndu verkefninu mikinn áhuga og spurðu ýmissa spurninga. Alda Pálsdóttir, Sigurður Guðmundsson og Ómar Bragi Stefánsson, starfsmenn UMFÍ, kynntu verkefnið í þessum skólum. Forvarnadagurinn er haldinn að frum- kvæði forseta Íslands í samvinnu við Sam- band íslenskra sveitarfélaga, Ungmenna- félags Íslands, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykja- víkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Verkefnið er stutt af lyfjafyrirtæk- inu Actavis. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að ungl- ingar, sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður lík- legir til að hefja neyslu fíkniefna. Að sama skapi sýna niðurstöður að mun ólíklegra sé að ungmenni, sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf, falli fyrir fíkniefnum. Í þriðja lagi sýna rannsóknirnar fram á að því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau neyti síðar fíkniefna. Það er alveg ljóst að markvisst forvarna- starf hefur verið unnið á Íslandi í undan- farin tíu ár. Það starf hefur skilað sér í því að vímuefnaneysla íslenskra ungmenna er með því minnsta sem gerist. Í alþjóðlegri rannsókn (ESPAD, 2007), sem unnin var árið 2007 í 38 löndum í Evrópu, kemur fram að daglegar reykingar og ölvunardrykkja íslenskra ungmenna er sú lægsta í öllum löndunum 38. Forvarnavinnu á Íslandi hefur að megin- stefnu verið beint að ungmennum að 16 ára aldri. Ráðuneyti, sveitarfélög, grasrótarsam- tök, foreldrar og aðrir hafa haft ítarlegar upp- lýsingar um þá þætti sem mestu skipta í forvörnum ungmenna og unnið með þær upplýsingar á vettvangi nærsamfélagsins á hverjum stað. Niðurstöður rannsókna á þeim þáttum sem hafa mestu forvarnagild- in hafa ávallt verið til hliðsjónar og auk þess hefur upplýsinga verið aflað frá ungmenn- unum sjálfum. Niðurstöðuskýrslu Forvarnadagsins, „Þetta vilja þau“, er síðan dreift meðal foreldra og þeirra sem vinna að málefnum ungmenna og hún er nýtt til stefnumótunar í málefn- um ungmenna um allt land. Forvarnadagur- inn er hluti þess góða forvarnastarfs sem fram fer hérlendis. Dagurinn á sér enga fyrir- mynd erlendis en forseti Íslands er ötull tals- maður þess að aðrar þjóðir taki sér starf Íslendinga til fyrirmyndar. Fjölmörg slagorð hafa hljómað í forvarna- vinnu á Íslandi undanfarin ár. „Taktu þátt“ hefur verið slagorð Forvarnadagsins en þátttaka í ungmenna- og æskulýðsstarfi er enn sterkasti þáttur í forvarnastarfinu og henni er mikið að þakka sá árangur sem náðst hefur. Þá hefur slagorðið „Hvert ár skiptir máli“ einnig verið tengt deginum og ekki að ástæðulausu. Hvert ár sem ung- menni fresta því að drekka áfengi í fyrsta skipti dregur úr líkum þess að þau verði því að bráð síðar. Forvarnir hafa skilað Íslendingum ótrú- legum niðurstöðum þegar kemur til þessa hóps. Árið 1998 höfðu 42% 10. bekkinga orðið ölvuð sl. 30 daga en árið 2010 ein- ungis 7%. Með hverju árinu hefur árangur- inn orðið betri og það má þakka góðu for- varnastarfi. Margt hefur áunnist Á myndunum hér fyrir ofan má sjá áhugasama nem- endur sem spurðu ýmissa spurninga í tengslum við Forvarnadaginn. Efri myndin er úr Hólabrekkuskóla, en sú neðri úr Tjarnarskóla.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.