Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.2010, Qupperneq 31

Skinfaxi - 01.11.2010, Qupperneq 31
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 31 Úr hreyfingunni Sylvía Kolbrá Hákonardóttir, 17 ára blak- kona úr Þrótti í Neskaupstað, hlaut 12. nóvember sl. 100 þúsund króna afreksstyrk úr Spretti, afrekssjóði UÍA og Alcoa Fjarðaáls. Sylvía er ein af öflugustu leikmönnum Þrótt- ar, og hefur leikið mjög vel með liðinu í Íslandsmóti kvenna í blaki í vetur. Sylvía hefur leikið með unglingalandslið- um Íslands í blaki. Hún keppti með U-19 ára landsliði Íslands á alþjóðlegu móti í Svíþjóð í september sl. og einnig með U-17 ára lands- liðinu á Norðurlandamótinu í blaki sem fram fór í Danmörku í október sl. „Ég er mjög stolt yfir að fá þennan afreks- styrk og vil þakka þeim sem studdu mig. Þetta hefur mjög hvetjandi áhrif og mig langar að gera enn betur,“ segir Sylvía ánægð. Sylvía leikur stöðu uppspilara með hinu sterka liði Þróttar. „Okkur hefur gengið vel í vetur og við höfum unnið fyrstu þrjá leikina í Íslandsmótinu. Þetta er þriðja árið mitt með meistaraflokki en við erum með mjög ungt lið og meðalaldurinn er aðeins um 18 ára. Við urðum í öðru sæti í Íslandsmótinu síðustu tvö keppnistímabil en nú stefnum við á Íslandsmeistaratitilinn. Mér finnst við hafa alla burði til þess. Það er mikill metn- aður hjá okkur stelpunum í liðinu og einnig frábær liðsandi sem skiptir auðvitað líka gríðarlega miklu máli,“ segir Sylvía, en hún stundar nám í Verkmenntaskólanum á Neskaupstað. Mikilvægt framtak fyrir íþróttahreyfinguna Alls var úthlutað 730.000 krónum úr afrekssjóðnum Spretti. Iðkendastyrki, að upphæð 50.000 kr. hvern, hlutu Fannar Bjarki Pétursson, knattspyrnumaður úr Leikni frá Fáskrúðsfirði, Björgvin Jónsson, mótokrossmaður úr START, Daði Fannar Sverrisson, frjálsíþróttamaður úr Þrótti, Erla Gunnlaugsdóttir, frjálsíþróttakona úr Þrótti, og þær Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir, Helena Kristín Gunnarsdóttir og Kristina Apostolova, blakkonur úr Þrótti. Þjálfarastyrk að upphæð 80.000 kr. hlaut Auður Vala Gunnarsdóttir. Félagastyrki hlutu Hestamannafélagið Blær, 70.000 kr., blakdeild Þróttar, 70.000 kr., frjálsíþrótta- deild Hattar, 40.000 kr., og fimleikadeild Hattar, 20.000 kr. „Afrekssjóðurinn er mjög mikilvægt framtak fyrir íþróttahreyfinguna á Austur- landi. Við höfum átt afar farsælt samstarf við Alcoa Fjarðaál í að efla og styrkja íþróttastarf á Austurlandi,“ segir Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastjóri UÍA, en sam- tals hefur sjóðurinn úthlutað 1,4 milljónum króna á árinu. Íþrótta- og ungmennasamband Austurlands: Blakkona fær afreksstyrk Lokafundur unglingalandsmótsnefndar í Borgarnesi Lokafundur ungl- ingalandsmóts- nefndar í Borgar- nesi var haldinn 17. nóvember sl. Nefndin er sátt við hvernig fram- kvæmd mótsins gekk fyrir sig og er þakklát þeim mörgum aðilum sem komu að mótinu með einum eða öðrum hætti. Unglingalandsmótsnefndin vill sér- staklega þakka sjálfboðaliðum, sveitar- stjórn Borgarbyggðar og samstarfsaðil- um fyrir frábæra aðkomu að mótinu. Íbúar Borgarbyggðar lögðu líka fram sinn skerf í undirbúningi mótsins sem var eftirtektarverður. Þátttakendur á mótinu í Borgarnesi í sumar hafa aldrei verið fleiri á Unglinga- landsmóti en rúmlega 1700 manns skráðu sig til leiks. Talið er að um 10–12 þúsund gestir hafi sótt mótið en Borgar- nes skartaði sínu fegursta í einstakri veðurblíðu alla mótsdagana. Frá lokafundi unglingalands- mótsnefndar í Borgarnesi. Sylvía Kolbrá Hákonardóttir, blakkona úr Þrótti á Neskaup- stað, fékk afreksstyrk úr Spretti, afrekssjóði UÍA og Fjarðaáls.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.