Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 30
30 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Námskeið í félagsmálafræðslu: Námskeið í félagsmálafræðslu, undir yfirskriftinni Sýndu hvað í þér býr, hafa verið haldin á nokkrum stöðum í vetur. Námskeið hafa m.a. verið haldin á Horna- firði, Kópavogi og í Reykjanesbæ. Það er Ungmennafélag Íslands sem skipuleggur námskeiðin sem hafa til þessa tekist vel. Mikil áhersla er lögð á að þátttakendurn- ir taki virkan þátt í námskeiðunum. Eftir áramótin standa fleiri námskeið fyrir dyr- um og er þeim aðilum sem hafa áhuga á að fá námskeið til sín bent á að hafa sam- band við Ungmennafélag Íslands. Hlutverk námskeiðanna er að sjá þátt- takendum fyrir fræðslu í ræðumennsku og fundarsköpum. Ennfremur er farið í ýmsa þætti er tengjast ræðumennsku, þ.e. að taka til máls, framkomu, ræðu- flutning og raddbeitingu svo eitthvað sé nefnt. Sigurður Guðmundsson, landsfull- trúi UMFÍ, kennir á þessum námskeiðum. Hann veitir allar nánari upplýsingar í síma 861-3379 og eins er hægt að senda hon- um póst á netfangið sigurdur@umfi.is. Knattspyrnudeildir ungmennafélaga sameinast Tindastóll og Hvöt Í haust undirrituðu knattspyrnudeildir Tindastóls á Sauðárkróki og Hvatar á Blöndu- ósi viljayfirlýsingu um aukið samstarf deild- anna. Þessi yfirlýsing felur m.a. í sér að félög- in senda eitt sameinað lið til keppni í meist- araflokki karla. Viðræður höfðu staðið yfir um skeið og niðurstaða beggja var sú að aukið samstarf geti ekki leitt til annars en jákvæðra hluta. Skýrt er tekið fram að ekki er verið að leggja félögin niður. Tindastóll og Hvöt munu starfa áfram og vonast er til að knattspyrnudeildirnar verða enn öflugri. Bæði þessi félög hefðu leikið í 2. deild karla á komandi leiktíð. Með þessari ákvörð- un mun hins vegar eitt öflugra lið undir nafni Tindastóls/Hvatar taka þar sæti. Einnig mun sameiginlegur 2. flokkur þess- ara félaga taka þátt í mótum á vegum KSÍ auk annarra flokka. Yngstu flokkar félag- anna keppa áfram undir merkjum sinna félaga. Þessi ákvörðun var ekki auðveld og við- ræðurnar voru tilfinningamál. Aðilar töldu hana þó skynsamlega og hún ætti einnig að geta orðið öðrum til eftirbreytni í auknu samstarfi á svæðinu. Það er engin launung að aðstæður í sam- félaginu hafa breyst á síðustu árum. Fjár- magn til íþróttahreyfingarinnar hefur minnk- að og æ erfiðara er að reka félög, jafnt á FÓTBOLTI: KS og Leiftur Leiftur og KS samþykktu á aðalfundum sínum að sameina félögin. Haldinn var stofn- fundur sameinaðs félags KS og Leifturs í beinu framhaldi. Kosið var um nafn á félag- inu. Fyrir valinu varð KF – Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og munu sameinuð félögin spila undir merkjum KF frá og með 1. janúar 2011. Enginn bauð sig fram til formanns í sameinuðu félagi og er stjórninni ætlað að finna sér formann á næstunni. Búningar nýs félags verða bláir að lit og varabúningur hvítir. Lög félagsins voru samþykkt á fund- inum og taka þau gildi þegar ÍSÍ, UMFÍ og UÍF hafa lagt blessun sína yfir þau. þessu svæði sem öðrum. Knattspyrnudeild- ir beggja standa þó vel að vígi fjárhagslega og eru skuldlausar með öllu. Þetta samstarf mun því gefa mikla möguleika þar sem meira fjármagn verður til ráðstöfunar hjá hvoru félagi til annarra hluta. Það er von aðstand- enda þeirra að iðkendur fái að njóta þess strax á næsta ári. Samningi deildanna er fyrst og fremst ætlað að hafa það að leiðarljósi að styrkja knattspyrnuna á svæðinu, efla barna- og unglingastarf og gera alla umgjörð í kring- um knattspyrnudeildirnar enn betri, segir í viljayfirlýsingu. „Sýndu hvað í þér býr“ Frá leik Hvatar og BÍ/Bolungarvíkur í 2. deildinni á Blönduósi í sumar. Frá námskeiði sem haldið var í Myllubakkaskóla fyrir nemendur í nemendaráðum í efstu bekkjum skólans.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.