Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 39
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 39 Gríðarlega góð þátttaka var í almennings- íþróttaverkefnum UMFÍ í sumar. Verðlauna- afhending fór fram í þjónustumiðstöð Ung- mennafélags Íslands 3. desember sl. Voru þá verðlaunaðir þátttakendur í verkefninu Hættu að hanga! Komdu að synda, hjóla eða ganga! og Fjölskyldan á fjallið. Einstaklingar, sem dregnir voru út fyrir að hafa hreyft sig 30 daga, 60 daga og 80 daga, fengu viðurkenningar. Einn einstakl- ingur var dreginn út sem hafði hreyft sig í 103 daga. Einnig fengu hópar, sem hreyfðu sig í flesta daga og gengu á flest fjöll, viður- kenningar. Þeir einstaklingar sem gengu á flest fjöll voru Birna Steingrímsdóttir, 62 fjöll, Elín- borg Kristinsdóttir, 58 fjöll, og Sigríður Bára Einarsdóttir 55 fjöll. Aldís Anna Tryggvadótt- ir og Katrín Guðrún Pálsdóttir fengu viður- kenningu fyrir að hafa hreyft sig í 30 daga. Ingibjörg Eggertsdóttir og Anna Filbert fyrir 60 daga og Kristjana Sigmundsdóttir og Heiða Rúnarsdóttir fyrir 80 daga. Rósa Jóns- dóttir fékk viðurkenningu fyrir 103 daga. Hópar, sem hreyfðu sig mest, voru Hóla- brekkuskóli í 505 daga, Maritech í 270 daga og Garpar í 260 daga. Hópar, sem gengu á flest fjöll, voru Maritech og Garparnir sem gengu á 20 fjöll og Gréturnar sem gengu á 19 fjöll. Í verkefninu Fjölskyldan á fjallið rituðu um 15 þúsund manns nöfn sín í gestabæk- ur sem voru á 24 fjöllum. Flest þessara fjalla eiga það sameiginlegt að vera tiltölulega létt að ganga á. Markmiðið er að fá fjöl- skyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldunnar. Göngu- garpar voru hvattir til að skrifa nöfn sín í gestabækurnar á fjöllum. Á hverju hausti er síðan dregið úr hópi þátttakenda og hljóta hinir heppnu sérstök verðlaun. Í ár voru fimm nöfn dregin út og hljóta þeir verðlaun frá UMFÍ. Verðlaunahafar fyrir Fjölskyldan á fjallið voru Ragnhildur Sara Arnarsdóttir, Ingunn Lilja Arnórsdóttir, Guðjón Halldórsson, Helga Gísladóttir og Aldís Þyrí Pálsdóttir. Verkefnið heldur áfram næsta sumar og verður nánar auglýst þegar nær dregur. Gestabækur verða áfram á fjöllum og ef til vill bætast fleiri fjöll við þau sem fyrir eru. Ungmennafélag Íslands þakkar öllum sem tóku þátt í verkefninu og vonast til að sjá sem flesta taka þátt í verkefnum UMFÍ á næsta ári. ALMENNINGSÍÞRÓTTIR Hættu að hanga! Komdu að synda, hjóla eða ganga: Viðurkenningar veittar fyrir þátttöku í verkefninu 1. mynd: Verðlaunahafarnir sem tóku þátt í verkefnunum, Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga og Fjölskyldan á fjallið. 2. mynd: Hópar sem gengu á flest fjöll. Maritech í 1.-2. sæti, Garpar í 1. -2. sæti og Gréturnar í 3. sæti. 3. mynd: Einstaklingar sem hreyfðu sig í 30, 60 eða 80 daga. Einn þátttakandi hreyfði sig í 103 daga. Frá vinstri Heiða Rúnarsdóttir, Kristjana Sigmundsdóttir, Ingibjörg Eggerts- dóttir og Rósa Jónsdóttir. Á myndina vantar Önnu Filbert, Kristínu Guðrúnu Pálsdóttur og Aldísi Örnu Tryggvadóttur. 4. mynd. Guðjón Halldórsson gekk á Þyril sem UMSB tilnefndi í verkefninu Fjölskyldan á fjallið. Á myndina vantar Ragnhildi Söru Arnar- dóttur, en hún gekk á Úlfarsfell fyrir UMSK, Ing- unni Lilju Arnórsdóttur, sem gekk á Miðfell fyrir HSK, Helgu Gísladóttur, sem gekk á Geirseyrar- múla fyrir HHF, og Aldísi Þyrí Pálsdóttur, UFA, en hún gekk Þingmannaveg yfir Vaðlaheiði. 5. mynd: Einstaklingar sem gengu á flest fjöll. Frá vinstri: Birna Steingrímsdóttir, 62 fjöll, Elínborg Kristinsdóttir, 58 fjöll, og Sigríður Bára Einarsdóttir sem gekk á 55 fjöll. 6. mynd: Hópar sem hreyfðu sig flesta daga. Í 1. sæti Hólabrekkuskóli, í 2. sæti Maritech og í 3. sæti Garpar. 1. mynd 2. mynd 3. mynd 4. mynd 5. mynd 6. mynd

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.