Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 32
32 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Ungmenna- og tómstundabúðirnar á Laugum: Ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum eru fyrir nemendur í 9. bekk grunnskóla. Búðirnar hafa verið starf- ræktar frá því í ársbyrjun 2005. Nemend- um í búðunum fjölgaði jafnt og þétt með hverju árinu en nokkur breyting varð á þátttöku skóla 2009. Strax um áramótin fóru skólar að afbóka vegna efnahags- ástandsins og reglugerðar um að foreldr- ar mættu ekki greiða fyrir skólaferðalög. Skólarnir höfðu ekki efni á því að senda nemendur í ungmennabúðirnar vegna niðurskurðar. Um það bil eitt þúsund nemendur sóttu ungmennabúðirnar þetta árið saman borið við tvö þúsund árið áður. Í ár hefur þátttakendum fjölgað umtals- vert en að sögn Önnu Margrétar Tómas- dóttur, forstöðumanns ungmennabúð- anna, eru skráningar á þessu vetri um 1800 talsins. Fjórar meginstoðir ungmennabúð- anna eru menning, útivist, hreyfing og félagsfærni. Öll verkefni í ungmenna- búðunum tengjast þessum fjórum megin- stoðum á einhvern hátt. Markmið ungmennabúðanna er að unglingarnir öðlist færni í umræðu um þau mál sem brenna á þeim hverju sinni, læri tillitssemi, umburðarlyndi og ábyrgð. Margt skemmtilegt er gert í búðunum, innan og utan dyra og er dvölin byggð upp með leikjum, rökræðum, hópefli, reynslunámi og samstarfi. „Það hefur gengið sérlega vel í vetur og mikil aukning frá árinu 2009. Krakk- arnir vilja upplifa eitthvað í dag og kom- ast í annað umhverfi. Foreldrar ungl- inganna standa mikið fyrir því að krakk- arnir komist þrátt fyrir þrengingar í þjóðfélaginu. Það eru núna komnar um 1800 skráningar í vetur og aldrei að vita nema fleiri eigi eftir að bætast við. Vorönnin er þéttsetin,“ sagði Anna Margrét í samtali við Skinfaxa. Það skiptir krakkana miklu máli að komast hingað Hún sagði dagskrá búðanna svipaða frá ári til árs. Alltaf er samt verið að betrumbæta dagskrána og hafa hana áhugaverða fyrir krakkana. „Þessar búðir eiga mikla framtíð fyrir sér og þær hafa nú þegar tryggt sig í sessi. Það vita orðið allir af okkur og það stefnir í að færri komist að en vilja. Það er endalausar fyrirspurnir í gangi,“ sagði Anna Margrét sem hefur verið forstöðumaður í búðunum í fimm ár. Hún sagði það afar ánægjulegt að sjá hvað krakkarnir væru ánægðir í búðun- um. Dvöl í búðunum lifir lengi í endur- minningunni og það virðist skipta þau orðið miklu máli að komast þangað.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.