Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 24
24 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands KÖRFUBOLTI: Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells í körfu- knattleik: „Það var gæfu- spor fyrir mig að koma í Hólminn að þjálfa“ Það er óhætt að segja að körfuknattleiks- lið Snæfells í Stykkishólmi hafi heldur betur slegið í gegn á síðustu misserum og unnið nánast alla titla sem í boði eru. Síðasta tíma- bil var stórkostlegt hjá félaginu en þá vann liðið tvöfalt, bæði Íslands- og bikarmeistara- titil. Fyrir þetta tímabil sá liðið á eftir sterkum leikmönnum en það virðist ekki koma að sök því að liðið heldur áfram á sömu braut. Snæfellingar hafa leikið mjög vel í vetur og verða í baráttunni um alla titla. Flestir eru sammála um að sterk liðsheild hafi lagt grunninn að þessum frábæra árangri en ekki má gleyma þætti þjálfarans, Inga Þórs Steinþórssonar, sem er einkar glæsilegur. Stuðningsmenn liðsins eru engum líkir og skiptir þá engu hvort leikið er heima eða heiman. Mikil hefð er fyrir körfuknattleik í Stykkishólmi og hún á eflaust einhvern þátt í árangri liðsins. Sterk liðsheild Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er að vonum ánægður með gengi liðsins. Það lá fyrst fyrir að spyrja hann fyrst hvort geng- ið í vetur væri ekki að koma honum á óvart. „Strákarnir í liðinu leggja á sig ómælda vinnu til að ná þessum árangri. Auðvitað söknum við þeirra sem léku með okkur á síðasta tímabili en ég get ekki annað en verið stoltur af liðinu, hvernig hópurinn er í heild sinni, hvernig leikmenn og stjórn hafa unnið saman til þessa í vetur. Við erum að leika mun betur en nokkurn mann óraði fyrir en við megum samt ekki gleyma því að við erum með menn í öllum stöðum. Menn erum að vinna hlutina saman og eru jafn- framt meðvitaðir um hvað þurfi að gera til að ná árangri. Það áttu ekki margir von á því að við yrðum í efsta sæti að loknum átta umferðum. Liðsheildin öðru fremur er að skapa þennan árangur. Erlendu leikmenn- irnir falla vel inn í hópinn og Jón Orri og Pálmar Freyr taka að sér stærri hlutverk en í fyrra. Svo eru við með unga og efnilega leik- menn á borð við Emil og Atla Rafn, þannig að heildin er fín,“ sagði Ingi Þór í samtali við Skinfaxa. Hann sagðist vera bjartsýn á fram- haldið en keppnistímabilið væri varla hálfn- að. Hann sagði aldrei að vita nema liðið bætti við sig eftir áramótin.Tíminn myndi leiða það í ljós. Fram undan væri spennandi tími en leikmenn þyrftu að halda einbeit- ingunni og leggja mikið sig til að halda áfram á sömu braut. Allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum – Hvernig var fyrir þig að koma úr Reykja- vík og fara að þjálfa í Hólminum? „Það sem hefur komið mér hvað mest á óvart er hvað hlutirnir hafa gengið vel fyrir sig. Ég kom hingað að góðu búi og hér býr gott fólk. Það eru allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að létta undir með liðinu. Það er bara yndislegt að fá tækifæri til að vinna í svona umhverfi. Umgjörðin í kringum liðið er frábær,“ sagði Ingi Þór. Aðspurður í hverju munurinn lægi að þjálfa lið á höfuðborgarsvæðinu og í Stykkis- hólmi sagði Ingi Þór hann vera nokkurn. „Í Reykjavík, þar sem ég þjálfaði KR, þá er körfuboltinn deild innan félagsins en fót- bolti hins vegar aðalmálið. Úti á landi, eins og í Stykkishólmi, er körfubolti númer eitt. Mér finnst viðhorfið jákvæðara og vinnu- umhverfið manneskjulegra hér fyrir vestan. Fólk hér í Hólminum er ánægt með það sem er verið að gera og stolt af sínu liði. Ég sé aldrei eftir þeirri ákvörðun að fara í Stykkis- hólm til að þjálfa. Það var gæfuspor fyrir mig að koma hingað og ég hef bætt mig sem þjálfara, það er ekki nokkur spurning. Mín kenning í íþróttunum er að ef maður heldur að maður kunni og viti allt þá geti maður allt eins hætt þessu. Maður verður á hverj- um einasta degi að einsetja sér að bæta sig, gera betur og læra af mistökunum. Ég er núna að vinna í því að hætta að jagast í dómurunum,“ segir Ingi Þór kíminn. – Ertu ánægður með stuðninginn sem þið fáið frá áhorfendum? „Það er ekki annað hægt, stuðningurinn er frábær í alla staði. Ég get tekið sem dæmi þegar að við kepptum við Hauka í Hafnar- firði í vetur voru þar þrefalt fleiri Hólmarar á leiknum en Hafnfirðingar. Það eru margir Stykkishólmsbúar sem eiga heima á höfuð- borgarsvæðinu þannig að við fáum alltaf þéttan kjarna frá þeim á útileikjunum. Við fáum frábæran stuðning á heimaleikjum í Hólminum og stuðningur frá heimamönn- um og fyrirtækjum er ómetanlegur. Fólk í stjórninni er öflugt og er að vinna frábært starf. Það er gott fólk að vinna hvert sem litið er, bæði í meistaraflokknum og í yngri flokkunum. Það verður ekki annað sagt en að það sé bjart fram undan í körfuboltan- um hér í Stykkishólmi. Yngri flokka starfið gengur ágætlega þótt ekki séu margir í hverjum aldurshópi en margir efnilegir þar innan um,“ sagði Ingi Þór. Jafnt og spennandi – Sérðu fyrir þér að Snæfell standi uppi sem Íslandsmeistari þegar keppni lýkur í vor? „Ég get alveg séð fyrir mér að Snæfell fari alla leið. Til að það gangi eftir verðum við að bæta okkur á ákveðnum sviðum. Keppi- nautar okkar eru allir að bæta sig en Kefl- víkingar og KR eru til að mynda með firna- sterk lið. Deildin er mjög jöfn og skemmti- leg og mun verða það fram á lokaleik í úrslitakeppninni. Þetta er nákvæmlega eins og áhorfendur vilja hafa það, jafnt og spennandi, og engin leikur auðveldur,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson hress í bragði í samtalinu við Skinfaxa. Ingi Þór Stein- þórsson, þjálfari Snæfells, með Íslandsbikarinn, ásamt nokkrum leikmönnum liðsins.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.