Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 10
10 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Þórdís Gísladóttir Þórdís Gísladóttir er besta hástökkskona á Íslandi frá upphafi. Hún á enn Íslands- metið í greininni sem er 1,88 metrar og sett 1990. Fyrsta metið setti Þórdís 1976, en þá stökk hún 1,73 metra. Þórdís er því búin að eiga Íslandsmetið í greininni samfleytt frá 1976. Þórdís byrjaði ferill sinn í ÍR, en giftist aust- ur fyrir fjall eins og hún orðar það sjálf og var í ellefu ár í HSK. Eftir veruna í HSK lá leiðin aftur í ÍR. Þórdís keppti auk hástökksins í 110 metra grindahlaupi og í 4x100 metra boðhlaupi. Þórdís keppti á tvennum Ólympíuleikum, 15 ára gömul á leikunum í Montreal 1976 og síðan 1984 í Los Angeles. Hún keppti á sex heimsmeistaramótum auk Evrópumóta. Spennandi að hafa áhrif á verðandi íþróttafræðinga Þórdís er lektor við Háskólann í Reykjavík og stýrir íþróttafræðisviði skólans. Hún hef- ur starfað við deildina frá því að hún byrjaði 2005. „Starfið í háskólanum er mjög skemmti- legt og umhverfi hans einnig. Það er spenn- andi verkefni að hafa áhrif á verðandi íþrótta- fræðinga. Það er gaman að vinna við það sem manni finnst gaman,“ sagði Þórdís. Þórdís sagðist fylgjast vel með frjálsum íþróttum í dag. Hún er alltaf að vinna fyrir frjálsíþróttadeild ÍR og hefur verið aðstoðar- „Man þegar ég var að hlaupa á tómum bíla- stæðum í Kringlunni“ Þórdís Gísladóttir setti fyrsta Íslandsmet sitt í hástökki 1976. Núverandi Íslandsmet, sem er 1,88 metrar, setti hún 1990. þjálfari frá 1993, eftir að hún kom aftur til félagsins frá HSK. Eiginmaður hennar, Þráinn Hafsteinsson, er yfirþjálfari þar þannig að hjónin lifa og hrærast í íþróttum. Auk þess kenna þau bæði við Háskólann í Reykjavík HVAR ERU ÞAU Í DAG? og starfa í stærstu frjálsíþróttadeild á landinu. „Það verður varla fundin eins góð forvörn og það að hafa áhrif og vinna með ung- dómnum. Það eru viss forréttindi að fá að vinna með börnum og unglingum,“ sagði Þórdís. Íþróttir gegna orðið stóru hlutverki í þjóðfélaginu – Hvernig líst þér á frjálsar íþróttir í dag? „Bara rosalega vel. Það er mikið og gott starf víðs vegar um landið. Aðstaðan hefur batnað heilmikið en Unglinga- og Lands- mót UMFÍ hafa haft töluvert mikið að segja í þeirri uppbyggingu um land allt. Frjáls- íþróttahöllin olli byltingu fyrir frjálsíþrótta- fólk en þetta var sú uppbygging sem frjáls- ar íþróttir þurftu. Aðstaðan er þannig að allir geta æft heima mjög vel en áður þurfti fólk að fara erlendis til að æfa. Ég fór á sín- um tíma út til Bandaríkjanna til að læra og það var að miklu leyti vegna þess að hér var engin innanhússaðstaða. Ég man þegar ég var að hlaupa á tómum bílastæðum í Kringl- unni eða að bíða eftir að henni væri lokað svo að hægt væri að taka spretti. Það er frábært fyrir ungt fólk nú til dags hafa þessa aðstöðu sem komin er upp og það er ekkert sem stoppar það í að ná árangri. Hér á landi eru líka mjög góðir menntaðir þjálfarar með mikla reynslu. Starfið er faglegt og gaman að sjá hvað íþróttahreyfingin í landinu er að vinna merkilegt forvarnastarf. Þetta þarf að heyrast á þessum tímum niðurskurðar, hvað íþróttir eru stór hluti af samfélaginu. Það er gerðar kröfur til íþróttahreyfingarinnar eins og grunn- og leikskóla. Íþróttir gegna orðið stóru hlutverki í þjóðfélagi okkar,“ sagði Þórdís Gísladóttir í samtali við Skinfaxa.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.