Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 36
36 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni, og Marín Laufey Davíðsdóttir, Héraðssam- bandinu Skarphéðni, voru valin glímufólk ársins 2010, en stjórn Glímusambandsins ákvað það á stjórnarfundi 1. desember sl. Pétur er 32 ára gamall og hefur stundað glímu í yfir tuttugu ár. Hann hampaði Grettis- beltinu í fimmta sinn í ár og varð einnig tvöfaldur Íslandsmeistari 2010. Pétur hlaut aðeins eina byltu á árinu. Hann hefur verið fremsti glímumaður Íslands undanfarin ár og er góð fyrirmynd jafnt innan vallar sem utan. Marín Laufey, sem aðeins er 15 ára, byrj- aði að keppa í fullorðinsflokkum á árinu. Hefur hún undantekningarlaust verið í verð- launasæti á öllum mótum á árinu. Marín keppti á átta glímumótum og sigrað m. a. í tveimur fyrstu umferðunum í Meistaramóta- röð Glímusambandsins og leiðir stigakeppn- ina bæði í + 65 kg flokki og opnum flokki kvenna. Marín er fyrirmyndar íþróttakona jafnt innan vallar sem utan. Þess má geta að Marín ver einnig kjörin efnilegasta glímu- konan árið 2010 og er hún fyrst kvenna til að hljóta báða þessar titla samtímis. Starfsmenn Ungmennafélags Íslands áttu í byrjun desember fundi með tveimur héraðs- samböndum og sveitarstjórnum í heima- byggð þeirra. Fyrri fundurinn var 3. desember í Vík í Mýrdal með stjórn Ungmennasambands Vestur–Skaftafellssýslu, USVS, og sveitar- stjórnarfólki á svæðinu frá Mýrdalshreppi og GLÍMA: Úr hreyfingunni Til vinstri: Frá fundi UMFÍ með stjórnarfólki í HSS og sveitarstjórnarfólki í Stranda- byggð sem haldinn var á Hólmavík. Til hægri: Frá fundi UMFÍ með stjórnarfólki í USVS og sveitarstjórnarfólki í Mýrdals- og Skaftárhreppi sem haldinn var í Vík í Mýrdal. Fundað um íþrótta- og æskulýðsmál í V-Skaftafellssýslu og í Strandabyggð Skaftárhreppi. Sveitarstjórar beggja sveitar- félaganna sóttu fundinn. Þann 9. desember var síðan fundur á Hólmavík með Héraðssambandi Stranda- manna, HSS, og sveitarstjórn Strandabyggð- ar. Á fundinum var rætt um íþrótta- og æsku- lýðsmál á svæði HSS. Umræður voru afar málefnalegar og gagnlegar. Pétur og Marín glímufólk ársins Marín Laufey Davíðsdóttir, glímukona úr HSK. Pétur Eyþórssson, glímumaður úr Ármanni. Velkomin á 14. Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum 29. – 31. júlí 2011

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.