Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.2010, Page 18

Skinfaxi - 01.11.2010, Page 18
18 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands „Þetta er sama undirskriftin og í hinu bréfinu,“ sagði Bella, „ég meina, þetta eru jafnmörg spurningarmerki.“ „Er eitthvað háaloft hjá ykkur, Jói?“ spurði Halli. „Og hefurðu komið þangað upp?“ spurði Bella. Jóa leist ekkert á þetta, hann vissi ekki um neitt loft hjá þeim en þau ákváðu samt að athuga með þetta. Þau gengu um allt hús og fundu ekki neitt, engan hlera, engan stiga eða neitt op. Þetta var mjög skrýtið, þau voru farin að halda að það væri bara gabb, þegar Jóa datt dálítið í hug. Hann mundi eftir því að inni í skáp í herberginu hans kom stundum smá- vindur inn um rifu á veggnum. Nú ætti það að finnast því að norðanbylurinn gnauðaði sem aldrei fyrr. Ef eitthvað var þá hafði bætt í vindinn. Jói fór að rusla öllu dótinu út úr skápnum. „Þvílíkt drasl! Þetta verður ágætis jólahrein- gerning,“ sagði Bella og hóstaði af öllu rykinu sem þyrlaðist upp í látunum í Jóa. Þegar skápurinn var orðinn tómur bað Jói Halla að rétta sér skrúfjárn og kertið. Halli gerði það og var orðinn mjög spenntur. Það heyrðist brak inni í skápnum. „Hvað er að gerast núna?“ spurði Halli, verulega forvitinn. Það umlaði eitthvað í Jóa og eftir smástund henti hann timburplötu fram á gólf. Það mun- aði minnstu að hún lenti í stóru tánni á henni Bellu. „Ertu að verða alveg galinn?“ argaði Bella til Jóa inn í skápinn en hann var svo spennt- ur að hann lét það sem vind um eyrun þjóta. Eftir um fimm mínútur kallaði Jói hátt og skýrt innan úr skápnum: „Halli – Bella, nú skuluð þið sko koma og takið með ykkur eld- spýturnar.“ Þau létu ekki segja sér þetta tvisvar og drifu sig inn í skápinn. Loksins voru þau öll búin að troða sér í gegnum þetta litla gat sem Jói hafði gert inni í skápnum. „Réttu mér eldspýturnar, Bella,“ hvíslaði Jói ofurlágt. „Af hverju ertu að hvísla?“ spurði Halli. Jói yppti öxlum og vissi það í rauninni ekki sjálfur. Nú var hann búinn að kveikja á kertisstubbn- um sem þau höfðu haft með sér. Við það birti örlítið á loftinu og þau skimuðu í kringum sig. „Þarna er stór fimm arma kertastjaki með kertum í,“ sagði Bella og benti á lítinn bekk sem var þarna undir súð. Jói fór og kveikti á kertunum og við það varð mjög bjart þarna inni. Það var nú ekki beint hlýtt á loftinu, þakið var lítið einangrað og úti gnauðaði norðan- áttin. Þarna var margt að sjá og þau horfðu hissa í kringum sig, sérstaklega Jói sem átti heima þarna og hafði ekki haft neina vitneskju um þetta loft. „Jæja, finnum þessa kistu.“ sagði Halli. „Hérna er einhver kista og hún er þung,“ sagði Jói. Þau opnuðu kistuna sem var ólæst. Það var fullt af ryki á lokinu og ofan á dótinu sem var efst. Greinilegt var að ekki hafði verið farið í kistuna lengi. Þarna var margt að sjá, mikið af gömlu, dásamlega fallegu skrauti: bréfaskraut í loft, litlir fuglar til að setja á tré, kúlur í mörgum litum, fallegar myndir og styttur og svona mátti lengi telja. Þessi kista var hreinn og beinn fjársjóður fyrir jólapúka. „Hérna er þessi upptrekkti jólasveinn sem við áttum að finna,“ hrópaði Bella upp yfir sig og var heldur betur spennt. Hún blés af honum rykið, svo trekkti hún hann upp og hann spilaði ljómandi fallegt jólalag. Þau biðu spennt eftir því að eitthvað myndi gerast en jólasveinninn spilaði bara lagið sitt á enda, svo stóð hann sperrtur og brosandi og ekkert meira gerðist. „Hvað! Af hverju segir hann ekkert?“ spurði Jói. Hann vildi láta hlutina ganga vel og hratt fyrir sig. „Kannski þarf hann ekkert að segja, það getur verið eitthvað annað,“ sagði Halli frek- ar spekingslega. Hann var varla búinn að sleppa orðunum þegar upptrekkti jólasveinn- inn gerði sig líklegan til þess að byrja að syngja aftur. Nú kom þó ekki söngur heldur lágt, endurtekið tal: „Setjist öll á rauða sófann þarna.“ „Komiði, þið munið að við áttum að hlýða öllu til þess að allt gæti gengið upp í sam- bandi við þetta verkefni sem huldumaðurinn lagði fyrir okkur.“ Þau löguðu kistuna, tóku jólasveininn með sér, kertin og kertastjaka, settust svo á sófann og viti menn, um leið og þau höfðu komið sér fyrir í sófanum fór hann að lyftast og snúast í hringi. „Ég heyri jólasöngva! Heyrið þið sönginn?“ spurði Halli. Jói og Bella voru með samanbitn- ar varir og sögðu ekki orð því að þau voru svo hrædd. Innan stundar voru þau steinsofnuð og sófinn hvarf í reykskýi. Þau dreymdi fall- ega drauma þar sem fullt af litlum jólaálfum tók á móti þeim. Fagnandi jólaálfarnir sögðu við þau að þeir væru glaðir yfir að þau ætluðu að bjarga málunum. Það var haldin veisla fyrir þau í þakklætisskyni, það var söngur og dans og mikið af góðum mat, þau dönsuðu við jólaálfana, hlustuðu á fallega jólasöngva, allir sungu með, allir voru svo glaðir, allt var svo yndislega gott. Þarna var mjög jólalegt og þeim fannst einmitt að svona ættu jólin að vera þar sem allir væru góðir. Í lok veislunnar söng stór og mikill kór „Heims um ból“ fallega og kröftuglega. Bella sat með tárin í augunum og Jói rétti henni klút til að þurrka sér ... en allt í einu var draumurinn búinn og þau vöknuðu, þau voru enn í sófanum, hann var á fleygiferð og það var ískalt. „Við erum að fara að lenda,“ sagði Jói ... og áður en þau vissu af lenti sófinn mjúklega í snjóskafli, veðrið var fallegt, smá- logndrífa og afskaplega jólalegt. „Mér er kalt,“ sagði Bella og tennurnar í henni glömruðu. Þau skimuðu í kringum sig og í fjarska sáu þau eitthvað nálgast. „Þetta er einhvers konar farartæki,“ sagði Jói. „Mér sýnist þetta vera sleði,“ sagði Halli og reyndi að rýna betur út í logndrífuna. Eftir stutta stund sáu þau að farartækið var sleði og á honum voru fimm litlir jóla- álfar. Þeir stukku af sleðanum, heilsuðu krökkunum og buðu þau velkomin og lýstu ánægju sinni yfir að þau skyldu sjá sér fært að koma. Einn jólaálfurinn kom með hlýjar úlpur handa þeim. Eftir stutta stund var öllum orðið hlýtt og þau komin upp á sleðann hjá jólaálfunum og lögð af stað eitthvert inn í jólalandið eða hvert sem þau voru nú komin. Á leiðinni sáu þau fjöll og dali og mikinn snjó og þegar leið á ferðina sáu þau lítil, sæt hús með fallegum ljósum. Krakkarnir sáu ekki betur en að ein- hverjir væru að bauka eitthvað fyrir utan hús- in. Þau voru mjög hissa á þessu og ræddu það sín á milli en komust ekkert lengra í þeim vangaveltum. Nú var sleðinn að hægja á sér og núna sáu þau ofsalega stórt og fallegt hús, ábyggilega með hundrað gluggum og garði í kring. Í kringum húsið var fjöldinn allur af jólaálfum og allir voru þeir að vinna við eitthvað, laga til, smíða, bera böggla og kassa. „Vááá, finnst ykkur þetta ekki stórfeng- legt?“ spurði Bella og brosti sínu breiðasta. „Júhúú,“ svöruðu strákarnir báðir, alveg agn- dofa yfir þessu. Nú var sleðinn kominn heim á hlað og nam staðar fyrir framan stórar tröppur fyrir miðju húsinu, tröppurnar voru allar útskornar og fallega skreyttar með greinum. Börnunum var hjálpað af sleðanum og boðið inn. Þegar þau gengu upp tröppurnar struku þau eftir handriðinu, þeim þótti það svo fallegt. Ekki minnkaði hrifningin þegar inn var komið, þar var allt svo jólalegt, fullt af dóti sem jólaálfarnir höfðu smíðað, allir glaðir og syngjandi og allt saman skreytt í hólf og gólf. Þarna ríkti svo sannarlega hinn sanni jólaandi. „Hvað eigum við að gera hér?“ spurði Jói, „við kunnum ekki neitt sem þau kunna ekki!” „Hættið þessu nöldri og verið bara viðbún- ir eins og okkur var uppálagt í byrjun,“ sagði Bella ákveðin við strákana. Nú var þeim boðið inn í stórt og mikið herbergi. Í þessu herbergi var mikið af undar- legu og fallegu jóladóti og þarna voru margir skápar, Jói kíkti inn í einn af þessum mörgu skápum. Í skápnum voru ósköpin öll af föt- um. Jói hvíslaði einhverju að Halla. „Jóla- sveinaföt!“ hrópaði Halli. „Uss, ég er ekki viss,“ hvíslaði Jói og lagði fingur á munn sér. Bella leit á strákana með fyrirlitningarsvip og www.ganga.is Jólasaga:

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.