Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 26
26 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Ægir Þór Steinarsson, körfu- knattleiksmaður í Fjölni: Hraðinn heillaði mig Fjölnismaðurinn Ægir Þór Steinarsson er í hópi efnilegustu körfuknattleiksmanna lands- ins. Ægir Þór er 19 ára gamall leikstjórnandi úrvalsdeildarliðs Fjölnis og hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína. Hann er útsjónar- samur, teknískur og hefur yfir góðum hraða að ráða. Ægir Þór sagði í samtali við Skinfaxa að hann hefði verið um sjö ára þegar hann byrjaði að æfa körfubolta. Fyrsti þjálfarinn hans hefði verið Ragnar Torfason sem hefur þjálfað margan körfuboltamanninn hjá Fjölni í gegnum tíðina. Körfuboltinn varð ofan á „Ég æfði handbolta um tíma, en hætti því snemma. Fótbolta æfði ég samhliða körfu- boltanum allt upp í áttunda bekk. Þá varð maður að gera upp við sig hvor greinin yrði fyrir valinu. Körfuboltinn varð ofan á því mér fannst hann skemmtilegri og ég var líka viss um að ég myndi lá lengra í körfuboltanum. Mér fannst harkan meiri í fótboltanum og svo heillaði körfuboltinn mig meira og þá hraðinn alveg sérstaklega,“ sagði Ægir Þór. KÖRFUBOLTI: Ægir Þór er 1,82 metrar á hæð og segist léttur í bragði alltaf hafa verið minnstur á vellinum. Hann hefur aftur á móti sannað það að margur er knár þótt hann sé smár. Hann byrjaði að æfa sjö ára eins og áður sagði og lék upp alla yngri flokka Fjölnis. „Ég gekk í Húsaskóla og var öllum stundum í körfubolta. Ég bjó rétt hjá íþróttamiðstöð- inni og þar æfði maður og lék sér öll stund- um þegar tækifæri gafst,“ sagði Ægir Þór. Deildin jafnari en áður Aðspurður hvernig honum litist á vetur- inn, sem fram undan væri, sagðist hann vera bjartsýnn. „Það hefur verið lögð mikil vinna í þenn- an hóp sem skipar liðið okkar í vetur. Við höfum keyrt á sama mannskapnum lengi og því höfum við orðið góða reynslu í að leika saman. Okkur hefur gengið vel til þessa og við ætlum okkur að halda áfram á sömu braut. Það verður hins vegar ekkert gefið í deildinni í vetur. Deildin er jafnari en áður og það getur ekkert lið bókað sigur á and- stæðingi sínum fyrirfram. 2–3 lið hafa oft skarað fram úr en það verður ekki svo í vet- ur. Fleiri lið verða um hituna en áður sem er besta mál og gerir bara deildina skemmti- legri fyrir vikið,“ sagði Ægir Þór. Ætla að komast á styrk – Hvernig sérðu framhaldið hjá þér í körfu- boltanum? „Ég hef verið að skoða mín mál. Það er ekkert launungarmál að ég stefni á háskóla- nám í Bandaríkjunum næsta haust en ég lýk stúdentsprófi frá Borgarholtsskóla í vor. Ég hef verið að leita að skólum og taka próf sem ég þarf að hafa lokið ef af skólavistinni verður í Bandaríkjunum. Ég ætla að komast á styrk og ég hef nú þegar fengið nokkrar fyrirspurnir. Það skýrist svo væntanlega fljót- lega á nýju ári hvort draumur minn rætist en ég er bara bjartsýnn á það,“ sagði Ægir Þór Steinarsson í spjallinu við Skinfaxa. Ægir Þór Steinars- son, Fjölni, er í hópi efnilegustu körfuknattleiks- manna landsins. Ármúla 30 | 108 Reykjavík | Sími 560 1600 | www.borgun.is Borgun hefur sérhæft sig í öruggri greiðslumiðlun í 30 ár. Þekking okkar og reynsla nýtist viðskiptavinum á hverjum degi, allan sólarhringinn. Borgun býður: Allar gerðir posa á hagstæðum kjörum Öruggar lausnir fyrir vefverslanir Skilvirka leið við innheimtu boðgreiðslna Notendavæna þjónustuvefi Hafðu samband í 560 1600 eða borgun@borgun.is og fáðu tilboð í færsluhirðingu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.